Færsluflokkur: Bloggar
25.7.2007 | 22:35
Hlakka mikið til morgundagsins
Já þó það hafi verið ágætt að vera einn með sjálfum sér síðustu vikurnar þá hlakka ég mikið til morgundagsins því þá koma prinsarnir mínir heim aftur eftir sumarfríið með mömmu sinni. Við ætlum að reyna að nota tímann vel fram að skóla þó ég verði nokkuð mikið bundinn af vinnunni. Fyrir utan að byggja virkjunina ætlum við á íþróttamót á Sauðárkrók, eina eða tvær hjólhýsaútilegur og svo er stóra málið 15. ágúst því þá ætlum við að fljúga af landi brott í viku. Stefnan er sett á suður Svíþjóð, en Svíþjóð er búin að vera stór draumur hjá strákunum í langan tíma. Síðustu daga er ég búinn að fá nokkur sms þar sem verið er að spyrja, hvort við förum ekki örugglega, Pabbi hvenær förum við?, pabbi klukkan kvað?
Þó við ætlum ekkert að skipuleggja þessa ferð allt of mikið fór ég þó á túristabíróið í Malmö um daginn til að viða að mér efni om södra Sverige.
"Jeg tucker det vil ble muket trevligt at resa dit, njuta landskapet, og titta på kor på beite og mögligtvis også vakra flickor på landsbygderna", he he :)
Strákarnir mínir hafa aldrei til Svíþjóðar komið en hafa mikið talað um það og ástæðan er sú að í vinahópnum okkar eru hálf Sænskir krakkar þau Jakob og Sara, en Þau fara reglulega "hem til Sverige med sin mor Anna Sofie" sem einnig er góður fjölskylduvinur.
Þegar strákar koma heim verður hafist handa við að skoða kortin og bæklingana og finna okkur einhverja gististaði og bíl til að komast á milli staða. Þetta á þó að verða rólegt ferðalag þar sem dagleiðir í bíl fari ekki yfir klukkustund.
Æ ég skrifa þetta bara til að leifa mér að hlakka til eins og þeir snillingarnir mínir. Við gefum örugglega einhverjar ferðasögur af okkur á bloggið þó ekki verði annars mikið um blogg á þeim tíma.
"Lúkasar-guð-spjall" , já auðvitað var þetta algjört Lúkasar guðspjall þetta með hundinn ...
Bros á bloggið mitt, he he ... orða þetta bara svona til öryggis til að undirstrika að þessi síða er bara mín rafræna dagbók sem öllum er heimilt að lesa, en efni hennar telst ekki opinbert og verður ekki notað gegn mér á neinn hátt samanber "Lúkasar-guð-spjall" bloggheima síðustu daga. Held svo sem að ég sé ekki í neinni sérstakri hættu þar sem ég legg ekki í vana minn að dæma eða tala illa um aðra. Ég get þó alveg sagt að ég gladdist mikið þegar ég frétti að "hundkvikindið" hann Lúkas væri fundinn og drengurinn ætti nú loks möguleika á að fá uppreisn æru eftir meiðyrði ósvífinna og að ég vil segja veruleikafirrts fólks sem hefur tekið að sér dómarahlutverk án þess svo mikið sem hafa hugmynd um hvað hefur átt sér stað. En (mitt mat og bara sagt á blogginu mínum) fólk er orðið svo sambandslaust við lífið og tilveruna, fast í sínum efnisheimi og tilbúið að stökkva á allt sem hreyfist og dæma og hakka niður. If you ask me "kertafleytingar" fyrir þetta hundkvikindi er meir en mér hefði nokkurn tíma dottið í hug að taka þátt í. Ég er dýravinur og hef alist upp með dýrum og veit að dýrin á að umgangast á þeirra forsendum, en ekki okkar mannanna.
Ég leitaði álits á þessu máli svona til gamans:
Vaskur
Alveg hundfúlt, ekkert meir um það að
segja sagði þessi vaski vinur.
Við höfum ekki lesið Lúkasarguðspjallið og ætlum því ekki að tjá okkur neitt um þetta mál. Samt bara leitt að sjá drenginn fara í hundana, við vitum svo vel hvað það er.
Hundaþing í Hundige í Danmörku komst að sameiginlegri niðurstöðu. Fólk ætti að hund-skast til að biðja drenginn fyrirgefningar. þetta er líka orðið hund leiðinlegt fyrir Lúkas að vera svona "fucking star" og hafa ekki hunds vit á málinu.
Við leggjum til skaðabætur í málinu ... að hund-rað-kall verði lagður á hvert ljótt orð sem sagt hefur verið í málinu. Lúkas verði sendur í hundaskóla og eigandanum verði gert að halda minnst þrjá hunda næstu 5 árin.
Gott í bili og góða nótt :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.7.2007 | 20:39
Wonderful Copenhagen
en það merkilega þó var að ég blotnaði ekki nema uppað hnjám því rigningin í Malmö féll af himnum, en kom ekki æðandi úr einhverri annarri átt eins og hér heima ....
Lenti sæll og glaður á Akureyri kl 8:15 í morgun passlega til að fara í vinnuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2007 | 00:15
Skógarferð í Svarfaðardalinn
Á sunnudaginn var endaði ég í skógarferð "picknic" í yndislegum fallegum skógi í Svarfaðardal. Það var allt henni Röggu frænku að þakka, því þessi elska (rúmlega frábær frænka, bara svo þið vitið það sem lesið) hringdi í mig þegar ég var búinn að þvo og bera bón á báða bílana.
Það var ekki um annað að ræða en að pússa bónið á leifturhraða, tók að vísu nærri 2 tíma og ég búinn að ná mér í fría líkamsrækt sem endist langt fram í næsta mánuð. Þetta endaði sem frábær fjölskilduferð því Ragga smalaði fleirum úr fjölskyldunni og stefndi í skóginn. Svo smurði hún nokkrar
djúsí samlokur þessi elska sem áttu að vera handa mér og henni og Gunna bróður hennar
(í horninu á myndinni).
Samlokurnar voru hlaðnar áleggi og grænmeti og voru náttúrulega nóg fyrir heilan her.
Læt fylgja eina mynd af okkur í skóginum, en aðrir viðstaddir hótuðu mér lífláti birti ég myndir af þeim á blogginu.
Kannski ekkert skrítið því um tíma kepptumst við bræður um að ná hræðilegustu myndunum af viðkomandi. Ég veit það verða engar birtar af mér því ég á eina óborganlega af Dúnnu mákonu og aðra ekki síðri af Randa bróðir sem ég get alltaf birt ef að mér er sótt, he he ...
Eftir skógarferðina var farið til Dalvíkur þar sem fleiri bættust í hópinn og á heimleiðinni endaði hluti hópsins í fiskisúpu á Hauganesi. Þetta var yndislegur dagur sem henni Röggu tókst að búa til úr engu.
Jæja ætla svo sem ekkert að blogga meira núna og verður eitthvað lítið næstu daga því annað kvöld er ég á leið til Danmerkur í vélakaupaleiðangur fyrir fóðurfabrikkuna. Ætla að heimsækja tvær fóðurverksmiðjur á Jótlandi í leiðinni til að reyna að snuðra uppi einhverja góða þekkingu og síðast en ekki síst ætla ég að eyða helginni í Köben áður en ég kem heim. Köben er eiginlega ein af uppáhalds uppáhalds borgunum mínum þannig að það verður góð afslöppun. Ætla að þræða uppáhalds kaffihúsin mín og drekka í mig góðar minningar frá fyrri ferðum þangað og vonandi búa til einhverja nýjar, þó ekki væri nema minningar um minningarnar
Bros í bloggheima :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.7.2007 | 22:44
Mynd kvöldsins
Ég er bara ekki í neinu stuði til að blogga. Veit ekki alveg hvort ég er að
byrja að fá leið á því, eða hvort það eru breytingar sem kalla.
Læt því bara eina mynd nægja í kvöld, í stað orða.
Balance
HK 11. júlí 2007
Bros í bloggheima :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.7.2007 | 00:39
My little art gallery 2
Óður til sálufélaga
9. júní 2007
Sálufélagar fjær
Tíminn er afstæður, kærleikurinn yfir ræðu og rök
hafinn. Biðin hrjúf en þó ljúf því vissan er
til staðar að ekkert spillir eða eyðir
því sem er komið til að vera.
Fjarlægð er eins og tíminn, afstæð.
Löng en samt stutt
því
kærleiksbrautin er opin,
tímalaus hlý, vitandi að
geyslarnir ná saman á ný.
Sálufélagar nær
Eitt orð, ein hugsun, eitt augnablik, eitt andartak
breytir ótta í öryggi og einsemd í ró
og
kærleik í ást.
Í ást sem er eilíf og ást sem er nóg,
í ást sem ei dofnar þó finni sér ró.
Í ást sem er kærleikur,
vinátta og traust.
Í ást sem að geymist,
þó stundum sé haust.
mbk;)HK
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.7.2007 | 22:39
My little art gallery
Óður til tölvutækninnar
Hvað er list?
List má skapa á ýmsan hátt.
Ég ákvað að gerast listamaður eitt kvöld og ákvað að vinna
með liti og form með aðstoð tölvutækninnar
Hér er afrakstur verka minna kæru bloggvinir :)
Sköpun og lífsgleði
HK 8. júli 2007
Just for the fun of it
and I loved it
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.7.2007 | 02:32
Ferðalag hugans - myndræn upplifun
Einverra hluta vegna er þó
stundum erfitt að
lýsa þeirri för
Við dveljum við kærleikann
við hugsum um ástina,
samkenndina
en komum þó til veruleikans á ný
finnum fyrir ábyrgð
og skyldum
Finnum angurværð, en kvíða.
Sannleikurinn og réttlætið
gera vart við sig og
jafnvel öfund
og reyði
Ferðalag hugans er ótrúlegt, en smám saman komum við þó til baka
til veruleikans með öllum þeim gæðum og löstum
sem þar mæta okkur ...
Og finnum að það er best að vera bara við sjálf frá hjartanu,
hvað svo sem við höfum bjástrað við,
meðvitað og ómeðvitað
Líður vel því um leið vitum við að þannig
sem við skiljum við hugann
Þannig erum við
og
þannig verðum við
Written by my inner monster ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.7.2007 | 21:44
Kolefnisjöfnum samviskuna !?
Ég verð að viðurkenna að ég er næstum því búinn að fá grænar bólur af öllu þessu tali og auglýsingum um að vera góður við náttúruna með því að hola niður nokkrum trjáplöntum í hvert sinn sem maður "sullar útúr" einhversstaðar í náttúrunni eða mengar eins og það heitir. Ekki það að ég er umhverfissinni á þann hátt að ég vil að við komum vel fram við náttúruna og nýtum auðlindir hennar af skynsemi. Umgöngumst hana eins og við höfum hana að láni frá afkomendum okkar eins og ágætur fræðimaður hefur orðað það.
Mér finnst þetta bara einfaldlega ódýr lausn og í henni felst einnig augljós stéttaskipting. Þeir ríku geta fengið að menga og borgað það bara til baka með því að einverjir lálaunamenn (bændur) eru til í að planta fyrir þá til að kvitta fyrir ósómann. Aðal málið er auðvitað að við þurfum að menga minna. Við eigum líka að halda áfram að rækta landið, en ekki bara af því að við kaupum með því syndaaflausn.
Ég fór líka að velta því fyrir mér í hvaða stöðu ég væri sjálfur sem á þónokkurn skóg sem afi minn plantaði að mestu og síðan fleiri og síðast ég. Þetta er skógur sem ekkert hefur verið mengað útá sérstaklega. Má ég þá vera extra sóði ef ég skrái það á skóginn minn?
Svo var ég líka að grisja skóginn minn í dag, fella tré, ubs ... (drepa nokkur lítil kolefnisgrey) og þá fór ég að hugsa .... Ætli ég verði þá ekki bara að labba í vinnuna á morgun?, því ekki kolefnisjafna þau meira.
Þetta markaðsvædda skyndilausnasamfélag okkar er stundum alveg að fara á límingunum og við gleymum því að það er til samhengi í hlutunum. Í þessu tilviki er ekki einu sinni víst að það sé hollt að planta trjám í náttúruna hvar sem er, sumstaðar eru þau einfaldlega lýti á náttúrunni og flokkast þá undir umhverfisspjöll. Við verðum líka, ef við ætlum að kvótasetja náttúruna á þennan hátt, að vera tilbúin að horfast í augu við það að tækifæri til skógræktar er takmörkuð auðlind sem umgangast ber sem slíka og er í samkeppni við annan landbúnað og fæðuöflun víða um heim.
Bara smá hugleiðingar þar sem ég hef svo lítið bloggað og er með eitthvert frelsisæði eftir að ég kláraði skólann minn nú í vikunni ....
Bros í bloggheima
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2007 | 18:23
4 dagar eftir ....
Já nú eru 4 dagar eftir af þessari skólatörn minni við Liverpool og þá kemur sumarið hjá mér og enginn skóli aftur fyrr en í september. Held stundum að ég sé galinn að leggja þetta á mig, en svo fullvissa ég mig alltaf um að þetta eigi eftir að skila sér ..... og já ég er reyndar alveg viss um það, því góð menntun er besta fjárfesting sem maður getur valið sér í dag fyrir utan auðvitað að vera góður við sjálfan sig og sína :)
Ég er stundum spurður að því hvernig þetta sé hægt? að vera í fullri vinnu, með tvo fríska stráka og svo í fullu námi á netinu .... ég á raunar ekkert betra svar en að þetta er það sem ég hef valið að einbeita mér að núna, en ekki eitthvað annað ....
... ég drekk ekki bjór og horfi ekki á boltaíþróttir í sjónvarpi .... þannig að já þetta er ekkert mál, ég hef nógan tíma meðan forgangsröðunin er í lagi ... (strákarnir > vinnan > skólinn > ég)
Held ég sé búinn að telja nægan kjark í mig núna til að klára þessa síðustu 4 sólarhringa líka, he he ...
Hjólið, tákn frelsisins, bíður við bakdyrnar á húsinu tilbúið þegar ég ýti á ENTER eftir síðasta verkefnið mitt á miðvikudagskvöldið kemur ...
p.s. blómið er úr garðinum mínum,... það brosti framan í mig áðan og sagði mér að hunskast til að halda áfram að læra, því sumarið kæmi til mín á miðvikudag um miðnætti ....
BROS í bloggheima ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
20.6.2007 | 01:06
Kári minn 12 ára í dag
Hetjan mín varð 12 ára í dag
19. júní
Þó það sé ekki nema svona rúmlega
augnablik síðan hann kom í heiminn
er hann búinn að afreka svo margt og orðinn svo þroskaður
að mér finnst eins og hann hafi alltaf verið með mér.
Hann ákvað að hafa bara rólegan
afmælisdag, því við vorum
búnir að gera svo
margt
skemmtilegt í
afmælinu hans Karls.
Við höldum svo bara uppá
afmælið mitt á laugardaginn sagði
hann brosandi og fór á sína
daglegu fótboltaæfingu.
Við áttum svo líka
yndislegan dag
alveg eins
og hann
vildi
Gerðum ekkert, nema vera til,
því það finnst honum
svo æðislegt.
Til hamingju með daginn Kári minn :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)