Færsluflokkur: Bloggar

10 ára og yndislegur dagur

Picture 231Dagurinn í dag leið sem eitt ævintýri hjá 10 ára prinsinum Karli Liljendal. (10 ára í gær þann 14/6). Fullt af hressum krökkum í heimsókn og leikja og ævintýraplanið gekk allt upp eins og hann hafði óskað sér. Legg hér inn til varðveislu nokkrar myndir frá deginum.

Picture 116Félagarnir mættir og tilbúnir að ráðleggja um i-poddinn ...

Picture 118    Picture 123
Hlustað á mússík ...                      Svo kom að smá Pizzu veislu

Picture 127  Picture 129

Picture 132

 

Kári stóri bróðir sá um að skipuleggja og stjórna ratleiknum sem tók heldur betur á með hlaupum, leit að vísbendingum og meiri hlaupum ...

Hér var skipt í stráka og stelpulið ...

 

 

Picture 135  Picture 138
Fyrsta vísbending fundin og allir á sprett

Picture 140  Picture 143

Þangað sem Mogginn kemur!? ... jú póstkassinn auðvitað ...
það kostaði alvöru spretthlaup

Picture 148  Picture 150

Leitað og leitað ...                         Já og hendur úr báðum liðum ...

Picture 155 

 

 

 

 



 

Og hvað haldið þið ... hér er sigurliðið að loknum æsispennandi leik þar sem sekúndubrot réði úrslitum ...

Picture 203  Picture 204

Picture 205  Picture 206

Heiða sýndi listir sínar við mikinn fögnuð ...

Picture 172  Picture 175

Þá var röðin komin að fótboltanum. Afmælisbarnið var dómari, og þótti strangur á köflum. Það var ekkert gefið eftir frekar en í landsleik ...

Picture 181  Picture 182

Kári á siglingu en blöffar Jakob sem tók flugið ...

Picture 191  Picture 197

Klappstýrurnar héldu til í snúrustaurnum og "litla húsinu" á víxl

Picture 214  Picture 217

Svo tók við rólegri tími, haldnir einkatónleikar og farið í leiki ...

Picture 221  Picture 225

Pakkarnir !? .. nei þeir gleymdust ekki, það var bara svo spennandi að geyma þá fram á miðjan dag fannst afmælisbarninu.

Picture 237  Picture 241

Nú var klukkan farin að ganga fimm og kominn tími á afmæliskaffið ...
Fjörið og gleðin höfðu fyrir löngu yfirunnið einhverja feimni sem kannski örlaði á fyrsta klukkutímann.

Picture 244  Picture 247

Það var spjallað um alla heima og geyma og hlegið og hlegið ...

Picture 257  Picture 255

Hvað hér var í gangi er einkamál og verður ekki skýrt frekar, en Jakob tók hraustlega til matar síns

Picture 249  Picture 262

Óðinn hugsi .... humm ..

Picture 266

 

Áður en nokkur vissi af var svo líka kominn kvöldmatur. Hér eru þrír herramenn eftir hjá þeim bræðrum í gistingu og stendur svo afmælið fram á næsta dag hjá þeim ...

Ballið í fyrramálið aftur Wizard LoL ....

Líklega eins gott að fara að sofa líka núna ef maður á að ná að vakna með þessum gleðipinnum Sideways..Sleeping


i-pod er algjörlega málið

Sá yngri varð 10 ára í dag, ótrúlegt hvað þetta líður hratt. Þar sem bara nokkrir dagar eru í afmæli hjá þeim eldri, þá fá þeir oft afmælisgjafirnar í einu. Stundum eru haldin tvö afmæli og stundum þrjú, á afmælisdögunum þeirra og svo eitt svona garðveisludæmi með leikjum.

Picture 015Picture 018

Pabbinn var ekkert smá glaður og heppinn með afmælisgjafirnar sem voru i-pod nano. Hitti meira að segja á réttu litina, silfur fyrir þann yngri og grænan fyrir þann eldri, hvílík tilviljun Smile ..  var þó kannski bara slunginn að lesa í vísbendingarnar sem ég hafði fengið við hin ýmsu tækifæri síðustu mánuðina ...

... eins og "Pabbi mér finnst silfraði lang flottastur, þetta eru ótrúlega flottar græjur" ...  "það væri örugglega gaman að eignast svona einhvertíma"... ha pabbi ... "silfur er flottur, en mér finnst grænn og líka blár alveg lang smartastir" ...  "Pabbi búðin hans Randa bróður þíns er rosalega flott, það fást meira að segja i-poddar þar í öllum litum" ....  "Pabbi það er alveg nóg að eiga 2ja gígabæta, þó það fáist líka 4 og 8 gígabæta"... "8 er nottlega algjör óþarfi það eru ekki einu sinni til nógu mörg lög til að geyma í þeim"..  "Pabbi vissirðu að þú gætir haft allt plötusafnið þitt í vasanum ef þú ættir nanó?" ... 

En það yndislega við þessa pjakka mína er að það var aldrei beðið um i-pod og það kom þeim því í opna skjöldu að ég skildi gefa þeim þá í afmælisgjöf .... LoL ...  eða ég held það allavega...  held það hafi bara verið af umhyggju fyrir hvorum öðrum að þeir stungu uppá því að fá bara báðir afmælisgjafirnar núna,... "þú skilur pabbi ef þú skildir vera að gefa okkur eitthvað sem er eins, þá er það bara betra" ...

En á morgun er svo veisla hjá þeim yngri og búið að bjóða fullt af krökkum. Dagurinn verður helgaður því og engin vinna eða eitthvað svoleiðis þann daginn. Í kvöld var allt á fullu í undirbúningi, feðgarnir að baka, he he .. og allt prógrammið tilbúið

Picture 028Picture 030

 

Lang mest gaman að gera þetta bara sjálfur...   þá verður það örugglega gott líka

 

Picture 026

 

Picture 020   og ekki má vanta vel skreytta súkkulaðiköku

Picture 025

 

Lúkkar þetta ekki bara vel ? .. Wizard Whistling

 

Knús og góða nótt í bloggheima


Slökun og spenna

Var að koma heim úr 2 tíma hressingarrúnt á hjólinu mínu henni Kleópötru appelsínugulu drottningunni. Það var ekkert smá hressandi þar sem ég var búinn að liggja yfir náminu mínu frá því ég kom heim úr vinnu í gær og orðinn alveg "steiktur". Kleópatra

Fór í "Batmangallann" og stökk af stað þegar ég var búinn að skila af mér verkefnum dagsins. Enda einn heima og ekkert mál heldur Joyful ...

Það er ótrúlega góð tilfinning að vera útí í náttúrunni með svona leikfélaga seint að kvöldi þar sem ekkert kemst að nema leikur, spenna og slökun um leið.

Um leið og maður skiptir streitunni út fyrir notarlega þreytu í skrokkinn fer sálin á algjört gleðitripp í frelsi og leikaraskap. Hollur vímugjafi :) no doubt!

Nú fer ég þreyttur að sofa Sleeping  Bros og góða nótt í bloggheima ...


Engar tennur ekkert kjaftæði

Get vel fellt mig við þessa ákvörðun, því þessar auglýsingar hafa engum verið til sóma, hvorki auglýsingastofunni né fyrirtækinu sjálfu.

Coke zero

Það er þó vissulega alltaf álitaefni hvenær verið er að slá á létta strengi og hvenær alvaran tekur við og við upplifum hluti sem særandi eða þannig að þeir vegi að hagsmunum eða rétti einhverra.

Í þessu tilfelli finnst mér ákvörðunin hárrétt. Ég hef þó miklu meiri áhyggjur af því hvað afleiðingar þessi vara Coke Zero (og sambærilegar) geta haft fyrir tannheilsu barna og unglinga sem eru markhópur vörunnar.

Vísa í því sambandi til eldri bloggfærslu minnar

CokeZero ..   engar tennurekkert kjaftæði ... (sjá hér)

Skemmd c 25


mbl.is Auglýsingaherferð fyrir Coke Zero í bága við siðareglur SÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árangur af þróttmiklu starfi metinn

Já það var ánægjulegt að vera við skólaslit í skólanum sínum þar sem íbúar sveitarfélagsins fylltu þau sæti sem í boði voru í íþróttahúsi staðarins.

Það besta við þetta allt er, að þó veiting Íslensku menntaverðlaunanna kæmi skemmtilega á óvart, þá komu verðlaunin samt fólki sveitarinnar ekki eins mikið á óvart og ætla mætti. Íbúar sveitarinnar eru mjög meðvitaðir og virkir þátttakendur í því góða skólasamfélagi sem einkennir Hrafnagilsskóla og enginn efaðist því um að skólinn, starfsfólk hans og börnin ættu þennan heiður skilið.

Árangurinn skólans sem verðlaunaður var er engin tilviljun, heldur uppskera af margra ára markvissu starfi þar sem markmiðin hafa verið klár. Skólanum var ætlað að verða til fyrirmyndar í kennslu, í öllum samskiptum við foreldra og börn, að verða skóli í fremstu röð vitandi það að góður skóli er ein af grunnstoðunum sem styrkir búsetu og gerir sveitarfélag eins og Eyjafjarðarsveit að eftirsóknarverðum stað.

Þetta er bara yndislegt og enn og aftur til hamingju starfsfólk Hrafnagilsskóla með árangurinn af frábæru starfi . Mestu hetjurnar eru þó börnin sem votta þetta góða starf með framkomu sinni og góðum skólabrag í alla staði.

 


mbl.is Um helmingur sveitunga mætti við skólaslit Hrafnagilsskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullin orð

Æ það er víst bara vinna og skóli og skóli og vinna (og sofa smá) hjá mér þessa dagana og ég gef mér varla tíma til að fara bloggrúntinn á kvöldinn. En þetta er sjálfskapað og allt í lagi því þetta er bara gaman, allavega ennþá Wink ...

Það var kominn einhver galsi í okkur í alþjóðlegu "virtual" skólastofunni í kvöld, allir þreyttir af álagi og við fórum þá að skiptast á gullnum setningum í trássi við það að kennarinn hrópaði ... ALL ASSIGNMENTS ARE DUE BEFORE MIDNIGHT otherwise graded an F ....

Hér eru nokkrar:

It is a fine thing to have ability, but the ability to discover ability in others is the true test.
- Elbert Hubbard -

It is good to dream, but it is better to dream and work. Faith is mighty, but action with faith is mightier.
- Thomas Robert Gaines -

I praise loudly; I blame softly.
- Catherine the Second (1729-1796) Russian Empress -

A friend is one who sees through you and still enjoys the view.
- Wilma Askinas (1926- ) American Author -

You can easily judge the character of others by how they treat those who can do nothing for them or to them.
- Malcolm Forbes (1919-1990) American Publisher -


Skrítið símtal ....

Já ég fékk skrítið símtal í dag sem ég er ekki alveg búinn að vinna úr. Þannig er mál með vexti að ég varð fyrir því óláni fyrir nokkru að fíni sæti jeppinn minn hann Eddi varð fyrir smá skemmdum sem er ekki gott því hann er nánast eins og einn af fjölskyldumeðlimunum og alveg ómissandi.

Picture 087Þetta gerðist þannig að ég mætti ofhlöðnum malarflutningabíl sem var svo yndæll að senda mér eina grjótgusu af pallinum, sem rústaði framrúðuna og skemmdi húddið og grillið á bílnum.

Allt í lagi .... þú færð þetta bætt allt saman, já já VÍS á að borga fyrir flutningabílinn, ekki málið. Nú er hann Eddi minn búinn að vera á verkstæði síðan á þriðjudag og ég fékk litla toyótu lús frá Hertz til að vera á á meðan. Ég var líka alveg ánægður með það þangað til ég fékk þetta skrítna símtal í dag frá verkstæðinu ...

Halló þetta er hérna á verkstæðinu, við erum í smá vanda. Við erum búnir að gera við bílinn, en það vantar framrúðuna. Við fengum rúðu en hún passaði ekki ....  Nú já segi ég ... Sko er svarað við erum búnir að panta nýja sem passar en þú verður að skila bílaleigubílnum, því tryggingarnar borga ekki bílaleigubíl meðan beðið er eftir varahlutum, bara meðan verið er að gera við.... Þögn smá stund, hvað meinarðu segi ég á ég að skila bílnum en fæ ekki minn ...  Já þú verður að gera það kl 5 í dag .... Aftur þögn mín megin (verða að segja ykkur bloggvinir að ég vissi hreinlega ekkert hvað ég átti að segja, ég var svo rasandi)... svo gat ég stunið því upp,.. ég hreinlega get það ekki því ég er staddur í Reykjavík á fundi og bílaleigubíllinn á vellinum fyrir norðan.....

Til að gera langa sögu stutta var mér boðið að ég gæti svo sem skilað bílnum í fyrramálið,...  og ég sagði, takk já ætli ég verði ekki að reyna það.

EN HALLÓ HUGSAÐI ÉG SVO ÞEGAR ÉG VAR KOMINN HEIM Í KVÖLD, HVAÐ VARÐAR MIG SVO SEM UM ÞAÐ HVAÐ ER LENGI VERIÐ AÐ GERA VIÐ BÍLINN MINN SEM AÐRIR SKEMMDU FYRIR MÉR.

Svo nú leita ég ráða hjá bloggheimum. Á ég að skila litla bílaleigubílnum á morgun og vera bíllaus eitthvað fram í næstu viku? ...... tveggja barna faðirinn sem bý auk þess heldur úti í sveit og kæmist ekki einu sinni heim frá því að skila bílnum, hvað þá að fara í vinnu á mánudaginn o.s.frv.

Bros í bloggheima en þó ekki til VÍS

p.s. myndi er af Kára mínum og Edda


Lítið bloggað, en allt í góðu

Hef lítið bloggað að undanförnu og svo sem allt í lagi með það. Hef haft ýmislegt á minni könnu undanfarið því ég er nýlega byrjaður í einni skólatörninni enn við háskólann minn í Liverpool. Við þær aðstæður verður lítill tölvutími eftir til að blogga, nema svona rétt til að taka mesta lyklaborðsskjálftann úr puttunum eftir verkefnavinnuna á netinu.

Annars hafa síðustu dagar verið mjög viðburðarríkir og skemmtilegir þar sem ég er nýlega búinn að ráða mig í nýja og mjög spennandi vinnu, sem bara kom svona eins og "þruma" úr heiðskíru lofti. En stundum gerast hlutirnir hratt og það veit á gott.

Ég hóf sem sagt störf í síðustu viku sem framkvæmdastjóriFóðurbillinn Bústólpa sem er fóðurframleiðslufyrirtæki og selur fóður og aðrar rekstrarvörur til bænda.

Ótrúlega gaman að fara að vinna á ný í umhverfi þar sem bændur landsins eru viðskiptavinirnir, því þar er göfug stétt á ferð sem allt of oft er vanmetin. Hér er líka fullt af góðu fólki sem mér líst alveg bráðvel á að vinna með.

Bros og kveðja í bloggheima


Nokkrar myndir - ljótur reykur

Picture 058

Reykurinn frá brunanum er biksvartur og minnir helst á bólstra frá eldgosi.

Þessi mynd er tekin niður við smábátahöfnina

Picture 055

 

 

 

 

 

Picture 060

Picture 051


Mynd  tekin niður á eyri. Hér sést hverning reykjarbólstrana leggur yfir bæinn, norðan Glerár.

 

 

 


mbl.is Vel gengur að slökkva eldinn við Hringrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsingaglaður Steingrímur

Það var um margt merkilegt að fylgjast með Kastljósþættinum í kvöld því ekki skorti á yfirlýsingar foringjanna um afhroð Framsóknarflokksins í kosningunum. Steingrímur fór þar fremstur í flokki, enda tókst honum með einhverjum hætti að hafa orðið mestallan þáttinn.

Ekki verður dregið í efa að Framsóknarflokkurinn kemur mjög illa út úr kosningunum á landsvísu, en það á þó ekki við um öll kjördæmin. Þannig er flokkurinn mjög sterkur í Norðurlandi Eystra og er þar til muna öflugri en VG í kjördæmi formannsins (Steingríms). Þá er flokkurinn einnig að koma ágætlega út í Suðurkjördæmi og einnig í Norðurlandi Vestra þó hann dali þar nokkuð, enda Kristinn H. Gunnarsson hlaupinn yfir til Frjálslyndra. Það sem skýtur nokkuð skökku við í yfirlýsingum Steingríms og skýringum er þegar hann segir að landsbyggðin hafi snúið baki við flokknum vegna stóriðjustefnunnar og nefndi hann þá sérstaklega sitt kjördæmi. Málið er nú raunar allt annað, því megnið af landsbyggðinni er að bakka flokkinn upp.

Flokkurinn er hinsvegar að þurrkast út á höfuðborgarsvæðinu sem hlýtur að vera stóra áhyggjuefni flokksins. Þá kemur flokkurinn slaklega út í Suðvestur kjördæmi, en þar er VG ekki að fá neinn stóran stuðning heldur. Það sem er að gerast í því kjördæmi er að mínu mati fyrst og fremst að kjósendur bakka stjórnina uppi með miklum stuðningi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og er þar Sjálfstæðisflokkurinn með sína glæsilegustu niðurstöðu.

Hverjar helstu ástæður fyrir fylgistapi Framsóknarflokksins á höfuðborgarsvæðinu eru ætla ég ekki að dæma um en tel að margt komi þar til. Nefni hér nokkur atriði sem ég tel veigamikil:

  • Baráttan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tveggja flokka, snúist um Sjálfstæðisflokk eða Samfylkingu. VG er þó að ná góðu flugi einnig og þá sérstaklega í Reykjavín norður, sem fyrst og fremst má þakka Katrínu Jakobsdóttur, heillandi og öflugum frambjóðenda flokksins.
  • Flokkurinn hefur ekki náð að halda ímynd sinni í borgarsamfélaginu og þá sérstaklega meðal unga fólksins. Af ástæðum sem ekki verða raktar hér hefur flokkurinn því miður á því svæði fengið á sig gamaldags og svolítið hallærislega mynd.
  • Ekki er hægt að sleppa atriði, sem ég persónulega sem markaðsmaður, tel eina stærstu ástæðuna, en er einsog ekki hafi mátt nefna. Það er langvarandi niðurlæging Spaugstofunnar á flokknum og persónugervingu fyrrverandi formanns sem eins konar "undirgefins aula" í öllu samstarfi við sjálfstæðisflokkinn. Af hendi Spaugstofumanna hefur þetta verið útfært eins og besta auglýsingarherferð, þó ég telji nú að engar slæmar hvatir eða ætlun hafi legið þar að baki. Þetta bara byrjaði og var ótrúlega fyndið, en ágerðist svo smátt og smátt.

Margt fleira mætti telja til, en þar sem ég veit að enginn nennir að lesa svona langa bloggfærslu þá læt ég staðar numið hér.

Undirritaður styður Framsóknarflokkinn í höfuðvígi hans, Norðurlandi Eystra.

Bros í bloggheima Smile ...


mbl.is Jón: Óeðlilegt að tala um flokkinn með þessum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband