Peningar og vald í stað vopna heimstyrjaldanna. Er Evrópusambandið kannski ekkert annað en nútíma hernaður?

Það þarf engum að dyljast að ég er mótfallinn aðild að Evrópusambandinu og hef einnig stórar efasemdir um réttmæti þess að staðfesta samning um Icesave, þó það sé nú annað og óskilt mál. Höfuðástæða þess að ég er andvígur Evrópusambandinu er að ég tel það ógn við sjálfstæði okkar sem þjóðar, yfirráð auðlinda, og ógn við tilvist undirstöðuatvinnuveganna í landinu sem við byggjum tilvist okkar og samfélag á. Um leið og ég segi þetta þá virði ég þær ólíku skoðanir sem eru gagnvart inngöngu, kosti þess og galla og veit að jafnvel þó við fórnuðum einhverju þá þá yrði til annað samfélagsform og atvinnumynstur sem gæti alveg gengið líka. Spurningin er hvað við viljum og hvenig við viljum lifa sem þjóð.

En að sækja um aðild nú er hinsvegar, óháð öllum kostum og göllum, alveg arfa vitlaust í mínum huga. Vitlaust vegna þess að samningsstaða okkar gæti ekki verið verri en hún er einmitt nú. Vitlaust vegna þess að við eigum hvorki að eyða tíma eða peningum í slíkt nú þegar við þurfum á öllu okkar að halda til að hlúa að atvinnulífinu og fjölskyldum í landinu. Við höfum einfaldlega ekki efni á svona leikaraskap á sama tíma og atvinnulífið og fólkið í landinu rær lífróður út úr kreppunni. Þannig fannst mér sorglegt að fylgjast með atkvæðagreiðslu um aðildarumsóknina á Alþingi og sjá fjölmarga þingmenn greiða atkvæði gegn eigin sannfæringu og málflutningi eða gegn stefnu síns flokks. Sorglegt að sjá að þetta snérist fyrst og fremst um smástríð í pólitíkinni. Kannski mest spurninuna um hvort stjórnin félli eða ekki ? Var kannski einhverjum einnig orðið meira virði nýfengið vald og embætti en eigin skoðanir og sannfæring. Á sama tíma og þetta gengur yfir er birt skoðanakönnun sem segir 78% þjóðarinnar andvíga aðildarumsókn nú.

Já það má spyrja margra slíkra spurninga nú og það gerum við efalaust mörg sem stöndum í þeim sporum að halda hjólum atvinnulífsins gangandi þessa dagana án þess að verða þess vör að stjórnvöld standi sína vakt við að búa atvinnulífinu og fólkinu í landinu þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að ekki fari illa.

En nóg um það því ég ætlaði að skrifa um allt annað hér. Nefnilega þetta. Getur það verið að Evrópubandalagið snúist fyrst og fremst um peninga og völd? og sé í raun ekkert annað en nútíma hernaður án vopna. Hernaður þar sem gömlu heimsvaldasinnarnir sem máttu leggja upp laupana í heimstyrjöldunum eru nú að keppast við að ná þeim völdum, en bara með öðrum hætti. Þessi styrjjöld er þannig kannski ekkert mikið frábrugðin öðrum, hún snýst um að tryggja sér mat, ná valdi yfir auðlyndum sem geta verið lykillinn að velsæld og völdum til lengri framtíðar. Í þessu samhengi er því fróðlegt að velta fyrir sér hvers vegna Ísland ætti að ganga í bandalagið eða hvers vegna bandalagið ætti að hafa áhuga á Íslandi. Sjálfur er ég þess viss að Ísland er vænlegu biti því fá lönd í heiminum búa yfit jafn miklum auðlindum og landið okkar þar sem vatn og orkugjafar gætu vegið þyngst. Í dag skipta fiskimiðin einnig miklu og eru sem gull í augum margra, ekki síst Breta.

Það er einnig gaman að velta vöngum yfir lýðræði og skipulagi sambandsins, því þar er vissulega gert ráð fyrir að allir hafi áhrif. En úbs! já ... humm hver yrðu áhrif okkar fámennu þjóðar? Þau yrðu nánast engin. Við gætum að sjálfsögðu beytt rödd okkar en hún viktar lítið ef hagsmunir þeirra stóru eru aðrir og kosningar yrðu í líkingu við þær sem við sáum á okkar háttvirta Alþingi nú. Þannig held ég að jafnvel þó við setjum ströng skilyrði við inngöngu um auðlyndirnar og fengjum samþykkt sérstök ákvæði um landbúnað og sjávarútveg þá myndi það stoða lítt þegar frá liði og við færum að taka þar þátt í atkvæðagreiðslum framtíðarinnar um breytingar á t.d. stjórnun fiskveiða eða stjórnun og nýtingu auðlinda.

Við skulum allavega flýta okkur hægt í þessu því þetta mun aldrei snúast um það hvort Íslandi verði veitt aðild, þetta mun alltaf snúast um það hvort við viljum fara þarna inn. Við erum vænn biti og áhugaverður sem margar Evrópuþjóðir þyrstir í að gleypa.

Bara smá hugleiðingar fyrir svefninn :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband