18.2.2007 | 13:59
Til hamingju með daginn
Til hamingju með daginn konur Íslands
Sendi þennan blómvönd á bloggið mitt í tilefni dagsins. Það góða við netið er hve lítið mál er að gleðja með góðum orðum eða kveðjum.
Tileinka vöndinn frænkum mínum, mákonum, sönnum vinum og öðrum þeim sem vilja njóta
mbk;)HK
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.2.2007 | 17:18
Skemmtileg mynd
Fátt er eins gott og gleyma sér yfir einhverri ævintýramynd um stund þegar maður hefur verið á fullu í langann tíma. Ég lét það eftir mér í gærkvöldi. Myndin "The Devil wears Prada" varð fyrir valinu,.. lenti bara óvart í innkaupakörfunni minni þegar ég var að versla í Hagkaup "þar sem er svo gaman að versla",....
"Fílaði myndina alveg í tætlur".....
Meryl Streep og Anne Hataway leika aðalhlutverkin í myndinni. Ólíkt því sem maður hefur áður séð leikur Meryl Streep hina ísköldu drottningu tískublaða heimsins, Mirandu Prisestly, en gerir það af glæsibrag. Anne leikur persónuna sem söguþráðurinn er spunninn í kringum, Andy Sachs, stúlkuna sem týnir sínum bestu vinum og glatar ástinni á hraðanum og látunum við að elta glamúrinn og þóknast ísdrottningunni.
Myndin endar samt svo vel að ég var farinn að vona að Anne sem aftur var orðin svo kærleiksrík og glæsilaga falleg og geyslandi sál myndi koma og beygja sig yfir mig þar sem ég lá í sófanum og ,...........
Góð afþreying sem ég mæli með við alla sem hafa einhverntíma gleymt sér, eða fest í hraðanum og látunum við að klifra upp stiga samfélagspressunnar eða sviðsljóssins...
P.s. ég á engra hagsmuna að gæta, er ekki á sölulaunum við að selja myndina fannst hún bara góð og vona að hún geti glatt fleiri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2007 | 10:55
Er þetta "hlutlægt" eða hvað
Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég les eitthvað þessu líkt. Hvað fær fólk til að minnast slíkra hörmungaratburða með þessum hætti..... ótrúlegt að einhver vilji eiga slíkan hlut, hvað þá að borga rúmar 200 milljónir fyrir. Hefði frekar skilið þetta ef þetta hefði verið einhver hlutur tengdur fórnarlambinu, forsetanum, í þessu tilviki ,.... Hlutir geta geymt minningar, sögu og jafnvel tilfinningar, en Það getur ekkert gott fylgt þessum glugga svo mikið er víst ...
Hvað myndu "dauðans dyr" kosta á e-bay ef þær væru til sölu ... ég myndi ekki bjóða í þær,... en spurning þó hvort ég tæki ekki eitthvað af sparisjóðnum mínum ef "Gullna hliðið" væri til sölu :)
Kannski er ég "hlutlægur" eða liggur eitthvað annað í hlutunum en ég sé!?
Gluggi sem tengist Kennedymorði seldist á 202 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2007 | 14:16
Ég er ekki frjáls lengur...
Ég er ekki frjáls lengur að skoða heiminn og bundinn við staur, uuhhh,... ekki veit ég af hverju... ég sem labbaði bara í gegnum opið hlið og fór að skoða heiminn....
Húsbóndi minn er þreyttur núna en glaður .....
Ég held bara að ég hafi aukið sjálfstraustið til muna við þetta ..... (ég leyfði þeim líka bara að ná mér, hefði allveg getað sloppið, en ekki kjafta frá því ..... ) .... held ég hafi verið búinn að þreyta "kallinn" nóg
Kveðja, hesturinn Halldór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2007 | 22:09
Ef þið segið engum frá ...
Ef þið segið engum frá, þá skal ég segja ykkur frá ævintýrum mínum í gærkvöldi og seinnipartinn í dag og kvöld. Þið verðið að lofa!? ... annars megið þið ekki lesa meira, því ég gerði mig að svo miklu "fífli"
Þannig er að ég á þrjá hesta, sem er svo sem ekkert í frásögur færandi, nema þá helst fyrir þá sök að ég er eiginn hefðbundinn hestamaður. Ég fer aldrei á bak eða svoleiðis, hjól og bílar og hlaupaskórnir mínir hafa einhvernveginn alltaf hentað mér betur í það að komast milli staða, en hver veit hvað verður. Ég hef hins vegar óskaplega gaman af að hafa skepnur hjá mér og er hinn ágætasti hirðir þó ég segi sjálfur frá.
En ef ég nú manna mig uppí að segja ykkur af hrakförum mínum, þá var það svo að á meðan ég var í vinnu í gær hefur einhver verið svo elskulegur að fara um hlaðið hjá mér og opna hliðið á hestahólfinu, sem er víggirtur rafgirðingarheimur hrossanna minna sem þau hafa nánast ekki komið útfyrir á sinni ævi. Og viti menn þeim datt náttúrulega það snjallræði í hug að fara að skoða heiminn.
Ég frétti af þessu þegar nágranni minn, elskulegur, hringdi í mig seint í gær og sagði að séðst hefði til hrossanna og annar hjálplegur nágranni þegar búinn að fanga tvö þeirra og koma í öruggt skjól á næsta bæ. En einn hestinn vantaði og því var ekki um annað að ræða en hefja leit þegar ég komst heim úr vinnunni. Hestinn fann ég eftir langa göngu í 14°C frosti í sortanum í gærkvöldi, en kall var þá kominn í stórt hrossastóð uppundir fjalli á næsta bæ. Ég gat nálgast hann eins og hann væri heima en þegar ég ætlaði að taka hann og færa heim fannst honum það ekkert sniðugt. Hann var bara vanur því að þessi vinur hanns (ég) gæfi honum að borða, en að svifta hann nýfengnu frelsinu var allt annað mál. Upp gafst ég og fór heim í svarta myrkri þegar ég var næstum búinn að missa alla puttana við að reyna halda í vininn meðan ég kæmi á hann múl.
En nú byrjar ævintýrið fyrir alvöru, því eftir vinnu í dag fór ég aðra ferð og hafði með mér "alvöru" hestamann til að hjálpa mér. Til að gera langa sögu stutta, þá gerðist þetta næstu 4 klukkustundirnar. Ekki var hægt að ná hestinum í þessum stóra hóp svo við tókum á það ráð að ná honum í litlum hluta hópsins frá stóðinu og reka heim á bæ nágrannans. Þetta gekk allt svo vel að ég var ekki í vafa um að guð hefði sent mér marga hjálparsveina til að klára verkið.
Við vorum glaðir og hróðugir þegar við vorum búnir að koma hestunum inní rétt heima á bænum og létt verk framundan að taka hestinn minn úr þessum litla hóp og setja hann inn meðan við skiluðum aftur hópnum til fjalls,...... en nú kemur það sem þetta allt snýst um ,.... hesturinn minn var ekki í hópnum, .. þar var bara einhver sem var "soldið" líkur honum og ekki einusinni neitt sérstaklega líkur honum, var bara allt annar hestur ,.... ÚBS! .. og nú skiljið þið örugglega af hverju ég skrifa svona langan texta um þetta,.. er hreinlega að vona að þið séuð hætt að lesa. "Er hægt að vera meira flón"?.. ég bara spyr.
Síðan skiluðum við náttúrulega hestunum til baka í sitt hólf við fjallið og þar hitti ég aftur vininn minn, sem glotti framan í mig þar sem myrkrið var að skella á og ekkert hægt að aðhafast meira þann daginn. En ég gefst ekkert upp, safna bara nýju liði á morgun og sæki kauða, jebb! ...
Það góða við þetta allt var hinsvegar það að ég labbaði einhvern töluverðan slatta af kílómetrum úti í náttúrunni og mikið hrikalega var það gott, það var bónus dagsins. Þó verkefnið sé allt eftir þá líður mér ótrúlega vel, líkamlega þreyttur en ekki bara andlega úrvinda eins og eftir alla hefðbundnu dagana í amstrinu. Og það sem meira er ég get hlakkað til að endurtaka þetta allt saman aftur:)
En ég viðurkenni samt að mér fannst ég "soldið" mikið fífl þegar ég varð að segja vini mínum sem var að hjálpa mér að þetta væri fallegur hestur, en bara ekki hesturinn minn.
Bloggar | Breytt 9.2.2007 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2007 | 01:22
EVA er góð en, . . !?
........ ekkert bloggað lengi ... Ég sagði líka hér í upphafi að ég ætlaði ekki að skrifa neitt nema það gleddi sjálfan mig eða ég hefði trú á að það gæti gert einhverjum öðrum gott
og nú er klukkan víst orðin hálf tvö og ég búinn að sitja við MBA námið mitt í 16 tíma í dag og orðinn ansi lúinn ... og svo "bjevítans" flensan að draga af mér ennþá. Það kúnstuga við þetta allt er að ég er búinn að vera að kljást við "capital budgeting" verkefni og núvirða alla skapaða hluti og reikna í þá vit þannig að þeir skili auknu virði "MVA" eða "market value added" eins og það heitir á fína málinu..... Á svona augnabliki fer maður að velta fyrir sér hvort það sé virkilega eitthvert "added value" fyrir mann sjálfan að standa í þessu puði!?,..... en ég veit samt að það líður fljótt hjá og verður löngu gleymt þagar ég vakna í fyrramálið hress og endurnærður..... og sé framtíðina í hyllingum drauma minna á ný
Verð samt að segja ykkur frá uppáhaldinu mínu núna, en það er hún EVA ..... átrúnaðargoðið,
því hún stendur virkilega fyrir sínu, er það sem þetta allt snýst um í business "Economic Value Added" yndisleg og ræður framtíðinni. Vona bara að hún tæli ekki athafnamenn með sömu freystingum og EVA lagði fyrir ADAM forðum í aldingarðinum....
..... Því miður er það nú samt svo í nútíma viðskiptalífi að EVA 'n ræður stundum of miklu og menn gleyma að gæði eru ekki öll mæld með mælistiku peninganna.
Lífið er yndislegt og hefur uppá svo margt að bjóða, ... og ég er farinn í draumalandið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2007 | 13:28
Lélegur fréttaflutningur
Hvenær kemur að því að farið verður að fjalla um verð á innlendum matvörum og verslun hér í landinu af einhverri sanngirni. Það er bara ekki hægt að slíta verð á matvöru úr samhengi við allt annað. Ætli þeir sem gera þessa úttekt væru til í að þiggja Spænsk laun fyrir... ? til dæmis ..
Ef bera á saman lífskjör fólks milli landa þá verður að skoða hverjar ráðstöfunartekjur þess eru. Síðan má velta fyrir sér hversu stór hluti tekna fer í að kaupa þessi tilteknu matvæli. Með því fæst miklu raunhæfari samanburður en með því að senda "einhverja fréttamenn" út í búð til að versla.
Á íslandi fara 13,58% af heildarútgjöldum heimilanna til kaupa á mat, en á spáni 16,00%.
þannig að matarverðið er hlutfallslega hærra á Spáni.
Hlutfallstölurnar frá Spáni eru að vísu frá 2003, en okkar jan 2007.
Hér var hlutfallið 15,5% jan 2003 og hefur því lækkað skarpt síðan.
Læt hér fylgja "tengil" á Spænsku neysluverðsvísitöluna. Treysti ykkur til að finna þá Íslensku á vefnum
http://www.laposte-export-solutions.co.uk/observez.php/spain/consumption-trend.html
Matarkarfan 170% dýrari á Íslandi en á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.1.2007 | 10:02
Tímabært að skoða heildarmyndina
Yfirleitt gleðst ég mjög yfir velgengni fyrirtækja. Það á einnig við um Íslensku bankana og ekki síst vegna velgengni tengdri útrás þeirra. En hér er nú samt komið of mikið af því góða og vantar einhverja smá jarðtengingu í atvinnulífið okkar og samfélagið.
Á sama tíma og bankarnir sópa til sín berjast grunnatvinnuvegirnir í landinu fyrir lífi sínu og þar vegur þyngst aukin fjármagnsbyrði. Á sama hátt eru heimilin að sligast undan fjarmagnsbyrgðinni, vegna verðbólgu og hækkandi vaxta. (Hér á þó hver einnig sitt í því fjárfestingaæði sem gripið hefur landann).
Á sama tíma og við horfum uppá þetta þá ætlar allt að ganga af göflunum útaf verðlagi á matvörum í landinu, sem þó eru ekki nema 13,58% af heildarútgjöldum heimilanna. Mjólkurvörur einar og sér sem eru háðar opinberri verðlagningu og hafa nánast ekkert hækkað svo árum skipti standa ekki fyrir nema 2,42% af útgjöldum heimilanna. Það má halda heilu Kastljóssþættina útaf því, en vitið þið hvað!?? ,... bara færslugjöldin af plastkortunum og þjónustugjöld bankanna eru heil 54% af því sem við eyðum í allar mjólkurvörur í innkaupakörfunni okkar (skv. vístölu neysluverðs jan 2007)
Hver er svo ástæðan og hver er ábyrgur? Ég held að við verðum að segja að ósamstæð vinnubrögð Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar vegi þar þungt. Seðlabankinn hækkar stýrivexti til að hemja verðbólguna, draga úr eftirspurn eftir fjármagni. Það er nefnilega svo skrítið að markaðslögmálin framboð/eftirspurn virka líka á peningana. Ríkið er auðvitað að valda þenslunni með þessum gífurlegu framkvæmdum sem allar eru í gangi á sama tíma og miklu meiri en atvinnulífið nær að jafna út. Í stað þess að vinna í því sem skiptir máli og er að riðla öllu jafnvægi þá slá menn sig til riddara hver af öðrum og ætla að lækka matarverðið í landinu um nokkra aura. F R Á B Æ R T ég segi ekki annað.
Skuldinni er skellt á einkaneysluna, það er að fólkið í landinu sé að eyða of miklu. Það getur verið rétt að einhverju marki, en það er því miður bara ekki mælanlegt í þessu samhengi að öðru leiti en því að fjármagnskostnaður heimilanna hefur margfaldast og skuldir aukist fyrst og fremst vegna verðtryggingar á lánum. Blessuð verðbólgan af opinberum framkvæmdum sem allt í einu er farinn að hækka húsnæðisskuldir venjulegrar fjölskyldu sem nemur hundruðum þúsunda á nokkrum mánuðum.
Það er komið nóg af þessari vitleysu og mál að fara að huga að því sem raunverulega er áhrifavaldar í því að veikja fjármálalega stöðu fólks og atvinnulífið í landinu sem á að vera að búa til peningana.
Kannski er komið rétta tækifærið nú til að afnema verðtrygginguna af öllum lánum, því varla þarf bankakerfið þessa baktryggingu þegar svo vel gengur. Held að fleiri greinar í atvinnulífinu gætu alveg þegið slíka varafallhlíf ef uppá hana væri boðið. Ef til dæmis verð á mjólk hefði verið verðtryggt (bara í örfá ár) eins og peningarnir þá kostaði einn lítri af mjólk svipað og bensínlítrinn kostar í dag.
Til hamingju Ísland :)
Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna 163,7 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2007 | 12:03
Má ekki fara undir teppið ..
Gladdist yfir ályktun ungliðahreyfinganna. Þetta er mál sem þarf að klára og þá ekki síst gagnvart þeim skjólstæðingum Byrgisins sem verst hafa orðið úti.
bendi annars á fyrra blogg mitt .... http://hk.blog.is/blog/hk/entry/108763/
Gagnrýna rannsókn á meintum brotum í Byrginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2007 | 19:13
Fórnarlömb Byrgisins - hræðileg saga
Ég hélt sjálfur að komið væri nóg af umfjöllun um málefni Byrgisins þar til ég í gærkvöldi las viðtal við Ólöfu Ósk Erlendsdóttur í Vikunni, stúlkuna sem þorði að stíga fram og vitna gegn Guðmundi í Byrginu. Þetta er í einu orði sagt hræðilegt hverning hægt er að misnota fólk sem í góðri trú leitar sér skjóls og hjálpar til að taka á eigin vanda.
Ég hef aldrei verið dómharður maður og ekki viljað nota stór orð um hluti og allra síst þá sem ég er ekki aðili að, en hér hafa hræðilegir og óafsakanlegir hlutir gerst. Sorgleg afleiðing þess að við (samfélagið) erum ekki á vaktinni.
En hvað getum við gert?
Ég hef reyndar lengi verið þeirrar skoðunar að allt starf sem lítur að bæði forvörnum og stuðningi og hjálp við einstaklinga sem lent hafa í ógöngum líkt og skjólstæðingar Byrgisins eigi að vera hluti af okkar heilbrigðiskerfi og á föstum fjárlögum frá ríki. Slíkt starf þarf miklu meiri athygli bæði í formi fjármagns og faglegrar vinnu en nú viðgengst.
Staðir eins og Byrgið ættu einfaldlega ekki að geta verið til. En um leið og ég segi þetta vil ég taka fram að mikið af því sjálfsprottna starfi sem fram fer í samfélaginu er unnið af heilum hug og á alla jákvæða athygli skilið og allra síst að vera sett undir sama hatt og dæmt með Byrginu.
Það sem mestu skiptir hér í mínum huga er að þetta er samfélagslegt mál okkar að taka á og koma í þann farveg að ekki þurfi að óttast að slíkir hlutir geti gerst.
Sú sorglega staðreynd blasir við þessari stúlku að ekki er einungis búið að misnota hana gróflega og brjóta niður hennar viðleitni og ósk um að byggja sig upp til að takast á við lífið, heldur hefur hún einnig misst stóran hluta sinna eigna.
Látum þetta mál okkur varða og höldum umræðunni áfram þannig að eitthvað raunhæft verði gert af stjórnvöldum til að sporna við ógæfu sem þessari.
Óska Ólöfu Ósk alls hins besta og vona að hún finni sína leið til bata eftir þessar hremmingar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)