Myndir hafa mál og tilfinningar

Langaði að skrifa eitthvað á bloggið mitt fyrir svefninn, en nenni því bara ekki. Ákvað því bara að skreyta bloggið mitt með þessarri mynd sem ég var að klára af honum Karli mínum. Svona smá "tölvuafbrigði af upprunalegu myndinni".

Karl og blómiðMyndin er af honum, sólblóminu sem hann ræktaði og tilfinningunni sem það vekur fyrir pabbann.

Góða nótt  Smile Sleeping í bloggheima ..... zzzz


Hefurðu smakkað jólaostinn?

Já ég hélt ég væri að verða eitthvað verri áðan þegar ég heyrði glymja á RÁS 2
auglýsinguna . . . . . .

"Hefurðu smakkað Jólaostinn 2006" .... "Osta og smjörsalan"..

Jólaostur

Mér Þótti auðvitað ósköp vænt um að heyra þetta, þar sem þetta er ein af síðustu vörunum sem ég sá um þróun á og markaðssetningu hjá Norðurmjólk áður en ég hætti í mjólkinni um áramótin síðustu fyrir samrunann mikla í mjólkinni.

 ........  en eitthvað er nú farið að slá útí fyrir markaðsfólkinu hjá Mjólkursamsölunni,......  og ég segi ekki orð meir Whistling

..... jólin eru jú liðin er það ekki? .... og Osta og smjörsalan er ekki til lengur! ..... já og svo seldist osturinn góði upp fyrir jólin


Bankinn sem alltaf vex

Datt í hug að skrá þetta hér, svona mér til minnis, eftir að ég las skrifin á blogginu hans Júlla um gleðina http://juljul.blog.is/blog/juljul/entry/139514/#comments

Bankinn sem alltaf vex og má græða á tá og fingri er kærleiksbankinn.

Þannig er kærleiksbankann minn, að því meira sem ég tek út og eyði því meira á ég

HK á síðkvöldi fyrir all nokkru Smile

 


Börnin, hlutverk og góðar minningar

Hvað er mikilvægara í lífinu en finna að maður hafi hlutverk, skipti máli, kunni eitthvað og geti áorkað einhverju. Öll þekkjum við hvað þetta skiptir miklu máli fyrir líðan okkar og sjálfsmat hverju sinni. En hvernig er þetta með börnin okkar, er þetta eitthvað frábrugðið hjá þeim. Nei síður en svo.

Börnum er mikilvægt að fá að axla hæfilega ábyrgð, fá að finna að þau séu einhvers metin og að þau geti unnið sigra eins og við fullorðna fólkið. Allt þarf þetta þó að gerast innan þess ramma að börnin fái að vera börn, hafi frelsi til að framkvæma hlutina eins og börn, og verkefnin einkennist af spennu og gleði. Aga, já það þarf aga líka og börn vilja aga sem um leið veitir öryggi og vellíðan. En agi er á hinn bóginn afstætt hugtak og er nánast óþarfur ef verkefnin eru góð og uppbyggjandi, því þá innibera þau þann aga sem við þurfum að meðtaka og læra.

107-0784_IMG_14Ákvað að rifja upp hérna á blogginu mínu litla sögu af okkur feðgum frá því þeir voru 4 og 6 ára. Það var sumarið sem við vorum fyrst einir í sveitinni okkar, eftir að mamman í fjölskyldunni hvarf á braut á vit nýrra ævintýra.

Þetta var ekkert auðvelt fyrir unga drengi frekar en pabbann í fyrstu. En eins og oft hefur verið sagt "þegar einar dyr lokast, þá opnast aðrar"...

Þetta sumar var því mikilvægt að hafa eitthvað uppbyggilegt fyrir stafni. Hugmyndin fæddist eitt kvöldið þegar litlu englarnir voru ný sofnaðir,.. það var tilvallið að byggja hús. Og það stóð ekki á áhuganum því morguninn eftir var farið að teikna á eldhúsborðinu. Með samblandi af teikningum drengjanna og einhverjum pælingum pabbans um útfærslur og efnisval var hafist handa. Sumarfríið var líka framundan og ekkert að vandbúnaði að fara í byggingarvöruverslunina að viða að sér efni.

Ástæðan fyrir því að mér datt í hug að fara að skrifa um þetta nú var sú að í kvöld eftir heimanám og kvöldmat kom sá yngri til mín og spurði: "pabbi eigum við ekki að skoða myndirnar frá því að við byggðum húsið, það var svo gaman".

Húsbyggingin stóð að mig minnir í 3 til 4 vikur samfleitt, þar sem vaknað var snemma á morgnanna og farið út að vinna eftir morgunmatinn í nokkra klukkutíma á dag. Maður lærði að mæla, saga, negla og nota fullorðins rafmagnsverkfæri eins og borvélina og ....

"hættulegu" sögina hand pabba sem þurfti eyrnarhlífar á þegar hún fór í gang.

 

 

 

 

Byrjað var á undirstöðunum eftir að búið var að velja húsinu stað í skjóli trjánna í garðinum.

107-0755_IMG_1

  

  

 ...... og það þurfti að pússa og pússa og pússa þar til allt var mjúkt eins og silki.107-0757_IMG_2

 

 

Síðan kom að því að reisa grindina og þá þurftia að beita kröftum 107-0759_IMG_3og lægni, þó aðallega lægni.

 

  107-0766_IMG_5

 

   
Hii,...  og það tók ekki nema dagpart að fá próf á nýju fínu borvélina hans pabba og hallamálið var komið í fulla notkun á örskotsstundu. Líka eins gott að húsið sé ekki allt skakkt.

   
Svo þurfti líka að taka kaffihlé á byggingarstað til að missa sem minnst af tíma við slíkt. Og hvar hefði annars verið betra að setjast niður á slíkum degi.

  
Og gólfið negldum við allt saman sjálfir eftir að hafa æft okkur á nokkrum gömlum spítum.

 

Pabbinn var settur í að smíða gluggana með góðri hjálp og eftirliti.


 .... já og þetta leit bara nokkuð vel út.

   
Næst var að setja gluggana í og að sjálfsögðu máta þá og njóta útsýnisins.

 

 

 

Garðurinn hafði aldrei verið svona stór og
víðáttumikill yfir að líta og nú.

 

 Og smátt og smátt tók húsið á sig mynd

   

 

 

og betra og betra varð að fá sér hverja hressinguna eftir vel unnið verk..

 

 

 

 

 

... og ég tala nú ekki um hvað það var mikil hátíðarstund þegar hægt var að drekka inni, þó þakið vantaði. En hvað gerði það þegar sólin var svo vinsamleg að skína allan þennan tíma á okkur.

 

En þakið kom svo líka þegar búið var að útvega hárrautt bárujárnið á húsið.

 

 

Þá var bara að gera heimilislegt og potta blómin áður en fyrstu gestirnir kæmu.

Það stóð heldur ekki á því, það komu gestir í húsið og oft hefur verið kátt á hjalla í þessu litla húsi sem hefur áræðanlega sína eigin litlu sál eftir allt það sem lagt var í það af atorku, gleði og væntingum.

Húsið okkar hefur líka hlutverk allt árið, því á jólunum skartar það sínu fegursta og er við hæfi að enda þessa frásögn með jólastemmingunni sem húsið veitir stoltum eigendunum.

IMG_2712

   IMG_2715


Vídeó dagur þegar sólin skín

Í morgun var svo yndislega fallegt verður í sveitinni, sólin skein og enn ofurlítinn snjó að finna. Við vorum því ekki í vafa feðgarnir að í dag væri Vídeódagur.

Það að það sé vídeódagur er "nebblega doldið" gaman því þá fara litlu hugmyndasmiðirnir mínir og semja handrit og síðan þarf að framkvæma það sem á að enda á vídeói dagsins. Búnir hafa verið til nokkrir glæpaþættir og er sá 11 ára oftast leikstjóri og aðal handritshöfundur en sá yngri aðalleikari og aðstoðarleikstjóri. Ég er svo aðstoðarmaður og lána góðfúslega myndagræjurnar mínar sem venjulega enginn má snerta því þetta er svo "djö.." dýrt dót,.. þori ekki einu sinni að segja hvað myndavélataskan mín kostar:) En í dag var verkefnið einfalt og skemmtilegt, einn þáttur um "Snjósport" ,....  og hér er afrakstur drengjanna ....

"Snjósport - 1. þáttur / Stjórnendur K&K Liljendal"

Snjósport-mynd

 

Ætlaði að setja inn videóið hér,...  hlóð því inn en það er víst bara "í vinnslu" eins og það heitir á blogginu og verður tilbúið innan skamms,.. en eru víst 2 tímar síðan.

Set það kannski bara inn seinna :)

 

 



 

Og fyrst við vorum byrjaðir í tölvunni þá ákváðum við að rifja aðeins upp eitt ferðalagið okkar frá í sumar þegar við plöntuðum okkur niður í Ásbyrgi með hjólhýsið og fórum m.a. á tónleika með Sigurrós í næturhúminu.

Ferðalag Ásbyrgi - mynd     Learning how to fly - mynd
      "Ferðalag í Ásbyrgi"                                        "Learning how to fly"

Þetta var skapandi og skemmtilegur dagur hjá okkur í sveitinni.


Jón Ólafs og "Stradiuarius"

Ég horfði á þáttinn hans Jóns Ólafs á RÚV í kvöld af innlifun eins og svo oft áður. Finnst þættirnir hans frábærir og hann einstakur þáttastjórnandi. En það runnu á mig tvær grímur í kvöld eftir þetta "Stradiuarius" fiðlu ævintýri,....

Fiðlan rétt fyrir andlátið

.... var þetta grín eða vandræðalegt klór í bakkann .... ? ég spyr því ég fékk alvöru adrenalín hjartslátt og vorkenndi Jóni og fiðlusnillingnum ekkert smá, var eiginlega bara í rusli, því mér fannst þetta svo sorglegt ,....  sá fyrir mér að ferill hans væri á enda og RÚV e.t.v. gjaldþrota í kjölfarið.

Hafi þetta verið grín, þá fannst mér þetta langt í frá findið og ekki bætti úr skák "hallærisleg" tilraun þulu kvöldsins til að fullvissa mann um að svo væri.

Fiðluleikurinn fannst mér ferlega góður og ekki skemmdi Jón fyrir með undirleiknum frekar en áður,..... en ég bara spyr:

A) ef þetta var bara grín, á hvaða fiðlu var maðurinn að spila sem búið var að telja manni trú um að væri þessi merkisgripur?

B) ef þetta var ekki grín, hvað verður um Jón Ólafs og RÚV?, ég hef áhyggjur, því Jón finnst mér frábær og RÚV er "óeinkavætt" í miklum metum hjá mér.

Þetta er mál sem þarf að rannsaka, og ég hef þegar hafið eftirgrennslan,.......  Náði að stækka eftirfarandi mynd uppúr fiðlubrotunum á gólfi sjónvarpsins með minni frábæru ljósmynda- og tölvutækni.......

Stradovarius

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á myndinni má glögglega sjá nafnið fræga inní fiðlukassanum ...

Vona að einhver geti upplýst mig um það rétta í málinu svo ég þurfi ekki að óttast um vin minn Jón.


Að segja bankanum upp !?

Verð að viðurkenna að mér finnst auglýsingaherferð sparisjóðanna alveg frábær. Sambland af alvöru, ögrun, húmor og kátínu. Hér á ég að sjálfsögðu við nýjustu herferðina sem Fíton hefur unnið fyrir sparisjóðina:"Gekk burt eftir 20 ár"

Gekk burt eftir 20 ár

En er þetta svona einfalt, hafa allir efni á að segja bara bankanum sínum upp og "reyna" við annan!? eða er þetta kannski eins og raunin er oft í öðrum hjónaböndum að annarhvor aðilinn eða báðir hafi í raun ekki efni á að segja hinum upp !!!!!

Ég er í einum ónafngreyndum banka sem er einn af þessum þremur með 164 milljarða hagnaðinn og satt best að segja finnst mér kjörin til mín sem viðskiptamanns ekki alveg í samræmi við það. Ég fór því að velta fyrir mér hvort ég ætti að fara að blikka einhvern sparisjóðinn Wink og vita hvort honum litist á mig ..... (vona svo sannarlega að þeir séu að bjóða eitthvað betur jafnhliða herferðinni, en á eftir að tékka á því...)

.... en áður en ég fór á "deit" ákvað ég nú að spá aðeins í hvað mín núverandi (bankastofnunin) hefði sterka stöðu í "sambandinu" ..... og jebb ég komst að því að það er ekkert ódýrt að fara á djammið með sparisjóðnum og skilja núverandi eftir hryggbrotna og afbrýðissama ....

Þetta myndi gerast:

(1) vextir á húsnæðislánunum mínum myndu hækka úr 4,15% í 5,7% ÚBS :(
(2) tryggingaiðgjöldin mín myndu hækka um 2 til 5% af því þetta er allt flækt saman :(

Ég gæti svo sem flutt húsnæðislánin mín líka "svona tæknilega séð" en þá yrði ég að borga 2% uppgreiðslugjald, sem er nettur 200 þús kall af hverjum 10 milljónum bara svo það sé á hreinu. Síðan þyrfti að borga lántökugjald og þinglýsingargjald af nýju láni ..... sem er t.d. hjá "minni" 0,25% + 65 þús fastagjald og síðan 1,5% í stimpilgjald til ríkisins og svo 1.350 kr sérstaklega til að þóknast sýslumanninum

Það myndi því kosta rúm 441 þús að standa í þessu bara útaf 10 milljóna húsnæðisláni og 816 þús ef millurnar væru 20 í skuld .....

Sem sagt, sorrý, ég hef ekki efni á að skilja við bankann minn. "Hann á mig" :(

..... en mér finnst samt auglýsingaherferðin "óggislega góð" Cool hjá sparisjóðnum og ég er pínu skotinn í honum fyrir vikið ....


Enn einum áfanga lokið

Var að ljúka einum strembnum áfanga í MBA fjarnáminu mínu í Liverpool seint í gærkvöldi. Enginn smá léttir þegar hverjum áfanga er lokið, en það er samt svo skrítið að þá er eins og maður verði tómur og geti ekki slappað almennilega af strax. Maður skilur við bekkjarfélagana 18 út um alla heimsbyggðina, sem maður þekkir ekkert en þekkir samt ótrúlega mikið eftir streðið saman í tölvuskólastofunni.

Fékk þessa fallegu setningu senda frá bekkjarsystur í Canada eftir að við skiluðum síðustu þrautunum af okkur fyrir lok áfangans í upphafi nætur:)

There is much satisfaction in work well done, but there can be no happiness equal to the joy of finding a heart that understands. 

Ætl.. ég fari ekki bara að skúra eða eitthvað álíka uppbyggjandi meðan ég næ því að ég þurfi ekki að hanga í tölvunni frammá nótt í kvöld eins og síðustu 42 daga :)


Einhverstaðar eru lausir endar ! í höfði eða tölvu :(

Fékk í kvöld í tölvupósti hin undarlegustu skilaboð frá fyrirtækinu sem ég kaupi nettengingu og tölvupóstþjónustu frá. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég las þetta LoL computer-cables-big...

... því ég á að láta vita ef ég er ekki að fá tölvupóstinn !? . . . . 

 humm,.. ég á sem sagt að vita ef einhver þarna úti hefur reynt að senda mér tölvupóst sem ekki hefur borist til mín,.. JAMM þetta er bara frábært. Viljið þið vera svo væn elsku vinir að senda bréfdúfuna til mín til vonar og vara ef þið hafið reynt að senda mér póst nýlega Wink

Þetta minnir mig á eina ágæta manneskju sem eitt sinn las inn eftirfarandi skilaboð á símsvara þegar hún var að boða til fundar:

".... og ef þú færð ekki þessi skilaboð viltu þá vinsamlegast hafa samband strax"

en hér fylgir hið ágæta og innilega bréf frá internetþjónustunni með þeirra eigin útliti og stafsetningu. Og gleymum ekki að bréfið barst mér ... já já ..

K?ri vi?skiptavinur.
Vegna lagf?ringa ? p?st?j?ni fyrir internetveitu g?tu
or?i? truflanir ? p?stsamskiptum inn ? ?j?ninn. Vi? viljum bi?ja ?ig um a?
pr?fa p?stinn me? ?v? a? anna? hvort senda ??r p?st ? netf?ngin sem ?? notar
og eru hj? okkur. Einnig g?tir ?? fengi? kvartanir um a?
p?stsendingum til ??n s? hafna?.
Ef p?stur er ekki a? berast ?arf a? l?ta okkur vita
Kerfisstj?ri

Kenning Darvins er fallin

Þegar við feðgarnir sátum við kvöldverðarborðið var mikið rætt og spekúlerað um lífið og tilveruna. Þetta byrjaði allt með endalausum vangaveltunum um alheiminn og sköpunarverkið. Ferðalag hugans, sem við efalaust könnumst öll við að hafa lagt í einhverntíma....

StjörnuhvolfiðHvar endar himingeymurinn? og ef hann endar "þar" hvað er þá hinumeginn? Hvernig getur "ekkert" verið til, því ef ekkert er, hvað er þá í staðinn?

Fljótt snérist umræðan að þætti Guðs og Darvins í þessu öllu. Guð hefur bara búið þetta all til sagði sá yngri,.. já og hann byrjaði bara á að búa sig til sagði sá eldri,......  en nú kom löng þögn .... ÚR HVERJU varð hann þá til,... engu ... En það getur ekki ekkert verið til ..

Ég ætla samt að halda áfram að trúa á Guð sagði sá yngri, því hann er svo góður og þegar hann er í manni þá gerir maður allt svo gott alltaf.

Við kláruðum þessa umræðu sáttir og ánægðir því allir trúum við því að við höfum brot af honum í okkur og því betur sem við förum með það því betri sé Guð, hverning svo sem hann er eða hverning hann varð til í upphafi, ... það er bara ekki aðalatriðið.

Guð er það góða í okkur, hann er ekki eins og í kristinfræðibókinni minni, sagði sá eldri, því þar er hann svolítið frekur og eigingjarn. Hann segir öllum að trúa á sig en enga aðra guði. Ég held pabbi að þetta sé bara ekki rétt skrifað, frekar en margt sem kemur í Fréttablaðinu og DV ....

En nú barst talið að Darvin og þróunarkenningunni og eftir töluverðar vangaveltur og nokkra þögn sagði sá eldri ,......  Pabbi ! ef kenningin hans Darvins er rétt og að við höfum þróast úr öpum "Af hverju eru apar þá til enn" !?

Við skulum klára að borða sagði sá yngri, ... og ég sagði JÁ það skulum við gera  Blush


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband