Skemmtileg mynd

Fátt er eins gott og gleyma sér yfir einhverri ævintýramynd um stund þegar maður hefur verið á fullu í langann tíma. Ég lét það eftir mér í gærkvöldi. Myndin "The Devil wears Prada" varð fyrir valinu,.. lenti bara óvart í innkaupakörfunni minni þegar ég var að versla í Hagkaup "þar sem er svo gaman að versla",....

"Fílaði myndina alveg í tætlur".....

The Devil wears PradaMeryl Streep og Anne Hataway leika aðalhlutverkin í myndinni. Ólíkt því sem maður hefur áður séð leikur Meryl Streep hina ísköldu drottningu tískublaða heimsins, Mirandu Prisestly, en gerir það af glæsibrag. Anne leikur persónuna sem söguþráðurinn er spunninn í kringum, Andy Sachs, stúlkuna sem týnir sínum bestu vinum og glatar ástinni á hraðanum og látunum við að elta glamúrinn og þóknast ísdrottningunni.

Myndin endar samt svo vel að ég var farinn að vona að Anne sem aftur var orðin svo kærleiksrík og glæsilaga falleg og geyslandi sál myndi koma og beygja sig yfir mig þar sem ég lá í sófanum og ,...........

Góð afþreying sem ég mæli með við alla sem hafa einhverntíma gleymt sér, eða fest í hraðanum og látunum við að klifra upp stiga samfélagspressunnar eða sviðsljóssins...

P.s. ég á engra hagsmuna að gæta, er ekki á sölulaunum við að selja myndina Wink fannst hún bara góð og vona að hún geti glatt fleiri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

halló... ja.. ég gæti kannski leigt hana af þér... mig langar að sjá hana.. en því miður finnst mér ekki eins skemmtilegt að verska í Hagkaup og þér.. því að það lendir ekkert svona óvart í innkaupakörfunni minn... enda selur bónus ekki svona vörur... hehee.. en með leigu gæturu náð uppí sölulaunin...  Eigðu yndislega helgi...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 18.2.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þetta "lenti óvart í innkaupakörfunni minni" þýðir raunar að ég tók meðvitaða ákvörðun um að láta nú eitthvað eftir mér eftir 5 vikna geggjaða skólatörn jafnhliða nýrri vinnu með algjöru "láta eftir sér eitthvað bindindi".. :):) og nú er bara ein vika eftir af þessarri skólaönn ,...  og vá þegar hún verður búin líka þá kaupi ég kannski bara aðra mynd, hehehe ....
... en ekki málið þú getur bara fengið myndina mína lánaða,... and no charge to a blog friend:)

Hólmgeir Karlsson, 18.2.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband