Ekki benda á mig segir varðstjórinn!?

Æ þetta er nú svolítið skondið. Lögreglan getur ekkert gert því öll tilskilin leyfi eru fyrir hendi. Málið er nú þannig vaxið að það er Sýslumaðurinn, æðsti maður innan lögreglunnar sem veitir leyfið.

Mikil umræða hefur verið hér norðan heiða um sinubruna síðustu ár og full ástæða komin til að menn hætti að benda hver á annan og geri frekar eitthvað í málinu. Ég bý ekki nálægt þessum stað, en um tíma var þykkt reykský yfir stórum hluta fjarðarins og lyktin ekki til að skemmta neinum.


mbl.is Fjölmargar kvartanir vegna sinubruna í Eyjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er RES í þessu dæmi?

Ég veit ekki hvort ég er alveg að skilja þetta, en hvar er Háskólinn á Akureyri inní þessari mynd?
Það er nýbúið að stofna slíkan Orkuháskóla á Akureyri með aðkomu Háskóla Íslands og Íslenskra orkurannsókna. RESUndirbúningur þessa skóla hefur staðið yfir s.l. þrjú ár.

Í frétt á heimasíðu Háskólans á Akureyri má meðal annars finna eftirfarandi: (sjá einnig hér)

"Orkuskólanum hefur verið valið enska nafnið RES The School for Renewable Energy Science. RES hefur byggt upp yfirgripsmikið samstarfsnet háskóla og rannsóknastofnana í Evrópu og Norður Ameríku. Í samningunum sem voru undirritaðir í dag er lögð áhersla á nýsköpun og enn frekari alþjóðleg tengsl. Með samningunum hefur RES tryggt sér samstarf við mikilvægar innlendar stofnanir og tengsl við marga af hæfustu vísindamönnum á sviði orkumála hér á landi.

RES leggur áherslu á meistaranám og rannsóknir á sviði orkufræða, en undirbúningur að stofnun skólans hefur staðið yfir í þrjú ár. Hér um að ræða einkarekstur sem verður skipulagður í tengslum við Háskólann á Akureyri. Einkahlutafélagið Orkuvörður ehf. rekur nýja skólann. Íslensk fyrirtæki og stofnanir standa á bak við Orkuvörður. Nálægð við Háskólann á Akureyri og samstarf við HÍ og ÍSOR eiga að tryggja orkunáminu góða aðstöðu, hæfustu kennara og gæði"

Því spyr ég bara hvað er í gangi, er ekki nær að sameinast um það sem þegar er komið af stað en að útvatna hugmyndina með því að dreifa kröftum vísindafólks og fjármagni á þennan hátt?

Svör ráðamanna sem lesa þetta óskast


mbl.is Alþjóðlegt framhaldsnám í orkuvísindum byggt upp hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20°C í skugga, I love it ..

Það verður ekkert bloggað í dag, nema í real mode og það utandyra.

Picture 318

Í sveitasælunni minni eru 20°C í skugga, blankalogn og allur dagurinn framundan

Bros í bloggheima ;)


Coke Zero - engar tennur, ekkert kjaftæði

Svona hljóðaði ein af auglýsingunum í auglýsingahléi í spjallþætti sem var hluti af árshátíð krakkanna í grunnskólanum okkar.

Coke zero

    Coke Zero ..   engar tennur
                                 ekkert kjaftæði ...

Þetta var að sjálfsögðu sett upp sem grín, en samt með alvöru hjá krökkunum...

Skemmd c 25

Sykurlausir gosdrykkir eins og Pepsi Max og nú síðast Coke Zero hafa verið að tröllríða markaðnum að undanförnu og ekkert sparað til í auglýsingum til að ná krökkum og fullorðnum í neysluhópinn.

Það góða er að það er enginn sykur á ferðinni, en það slæma er að sýran í gosdrykkjunum er ekkert minni og svo eru þeir hlaðnir af gerfisætuefnum sem þekkt er að geta verið mjög slæm ef þeirra er neytt í miklu magni.

Tannheilsan - þar er augljóst vandamál á ferðinni

Tannlæknar sem ég hef rætt við segja þetta einhverja mestu ógn við tannheilsu barna og unglinga sem við höfum staðið frammi fyrir. Ástæðan er sú að nú heldur fólk að allt í lagi sé að neyta þessara drykkja þar sem sykurinn er farinn, en það er síður en svo. Sýran sem er í drykkjunum er enn til staðar og er mesta ógnin við glerung tannanna. Skemmist glerungurinn eða eyðist er voðinn vís.


Vorið er komið

BirdsNú er vorið loksins komið hér. Það er hlýtt, sólin skín og fuglarnir eru farnir að syngja sínu fegursta í trjánum í garðinum mínum. Þetta er yndislegasti tími sem hægt er að hugsa sér, því honum fylgir alltaf vakning, gleði, bjartsýni og ákveðinn léttir.

Tók upp smá brot af þessari mússík náttúrunnar á gemsann minn þegar ég kom heim úr vinnunni og "IR-aði" henni á bloggið mitt Cool ...

Sumarið verður gott í alla staði, ég veit það Wink ....


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Mamma meigum við gista aðra nótt?

Mamma meigum við gista aðra nótt, sagði minni gestadrengurinn við mömmu sína í kvöld þegar hún kom að sækja þá. Picture 153Hann hefði ekki getað þakkað betur fyrir vistina hjá mér þessi gullmoli sem stóð sig eins og hetja að vera fjærri foreldrum sínum meðan þau voru að erinda í borginni.

Dagurinn leið hratt og var að kvöldi kominn án þess að nokkur tæki eftir því. Mest var undrunin þegar ég kallaði á hópinn í kvöldmat, því þá var spurt:
"hvaða mat erum við að fara að borða núna, er ekki bara kvöldmaturinn eftir?" ...

Picture 125

Menn voru samt svangir, þó svo tímaskinið hefði eitthvað fjarað út í leikgleði dagsins LoL ...

Tók ekki myndir af öllu sem gerðist, en læt nokkrar fylgja frá "Operation Thunderstorm" en þá var öllum bófagengjum Bandit og illmennum Ninja nágrennisins eytt og því ekkert eftir nema "the good guys" Cool ..

Picture 132

 

 

    Hallur stendur vaktina og gefur ekkert eftir >>>

 

Picture 138Picture 141

Kári liggur í leyni                    Karl gengur á vit örlaganna

Picture 154Picture 149

Picture 148

 

 

 

Velheppnaðri aðgerð lokið og enginn eftir nema myndatökumaðurinn, sem var að þvælast fyrir á vettvangi LoL ...

 


Teame Thunderstorm: Karl - Hallur - Kári - Kristján Hjalti


Góður morgunverður á laugardegi ...

Hvað er betra en að byrja laugardaginn á góðum morgunverði ....

Picture 111

.... og þá er gott að eiga Hatting að í frystinum ..... 

.... ilmandi nýbökuð brauð á nóinu og allir glaðir í morgunsárið

Picture 114

 

             

         ...... Mínir í Gleðisveiflu >>>

 

Picture 116

.... og Hallur grallari hefur ekki einu sinni tíma til að klæða sig, því það á að gera svo margt í dag .......

rólegur morgun og róandi morgunverður ........Picture 107

         
         ...... en 7,5 mínútum síðar >>>>>>>


Fullt af börnum og ferlegt stuð

Út af fyrir sig venjulegur föstudagur, maður orðinn passlega þreyttur í lok vinnudags til að halda af stað inní helgina horfandi frammá hvíld og ró. En viti menn þá bættist mér skindilega liðsauki og nýr kraftur, fékk nefnilega tvo aukastráka með á heimleiðinn til gistingar og allt :) ... skrítið að því meira sem maður hefur af þessum krakkaormum í kringum sig því betur líður manni og allt sem hét þreyta í upphafi heimferðar er nú gleymt og maður er bara þægilega lúinn í staðinn og tilbúinn að líða inní draumalandið fljótlega.

Picture 098

Verð að viðurkenna að mér leiðist ekkert að þessir pjakkar sæki í að heimsækja okkur feðga í sveitinni, en í þetta sinn þurftu foreldrarnir í skindilegt ferðalag til borgarinnar.

<<< Smá útrás í tölvuherberginu, en þrír af þessum fjórum eru þegar aktívir bloggarar.

Picture 101

Eftir hæfilega útrás var svo að finna svefnstað fyrir alla

           Hallur grallari farinn að lesa Andrés >>>
           Ferlega góður og skemmtilegur strákur.

 

Picture 100

<<< og Kristján Hjalti, ekki síður frábært eintak, einnig kominn í Andrés önd laust fyrir brottförina í draumalandið :)

Picture 103

 

 

 

 

                          Og svo bara ein mynd af þeim og mínum í lokin,
                          f.v. Hallur, Kári, Kristján og Karl

Kvöldið leið svo hratt að það gleymdist meira að segja að kveikja á sjónvarpinu og ég missti af uppáhaldssjónvarpsefninu mínu, uhuu...  en hvað um það ég get bætt mér það upp annað kvöld;) ... og svo náði ég að hlusta á sjónvarpsfréttirnar í útvarpinu af innlifun yfir eldamennskunni.... og hvað getur maður svo sem beðið um meira ;e)

Og ég segi bara,...  "Hvað væri veröldin án barna"?  ....
nú auðvitað bara barnlaus, he he ...LoL Tounge ..          

Bros og góða nótt.


Nýr Hvanndalsbróðir, hver veit?

Hæ Prakkari, he he .....  Hver veit nema að nýr Hvanndalsbróðir sé hér á ferð ... !?

Prakkari wrote:Prakkari sjá einnig hér

"Mr. Stetson...eat your heart out!  Þessi er flottur. Minnir mig á höfuðföt hinna bráðfyndnu Hvanndalsbræðra, sem ég sá einu sinni á konsert í borginni.  Er nokkuð Al-þjóðlegra?LoL"

 

Náði þessari einstöku mynd sem segir kannski eitthvað um framavonir þessa unga hattahönnuðar:

Nýr Hvanndalsbródir


TV turn OFF

Oft hefur maður heyrt að sjónvarpið sé farið að stela tíma og jafnvel að stjórna heilu fjölskyldunum þannig að tími til að gera eitthvað annað ráðist af prentaðri dagskrá sjónvarpsrásanna.

TV turn off

Ekki það að þetta sé vandamál hjá mér, síður en svo. Ég lendi miklu frekar í því að gleyma að kveikja til að sjá það sem mig virkilega langar að sjá.

En heimurinn er bara yndislegur, því hvern hefði grunað að til væri sérstök heimasíða sem kennir fólki að slökkva á sjónvarpinu

Rakst á þetta fyrir tilviljun á netinu þegar ég var að leita að allt öðru Errm ..W00t ...

      TV Turnoff.org

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband