19.4.2007 | 14:21
Nýir hattahönnuðir
Litli prinsinn minn kom heim með þennan forláta hatt úr skólabúðum á Kiðagili. Hattinn bjó hann til sjálfur úr ullarþæfingi og var víst mótaður í potti.
Hatturinn er svo flottur og að sjálfsögðu "All natural" og "Icelandic hand made" að hann myndi sóma sér vel í flottustu hattabúð stórborgar.
Á Kiðagili eru reknar skólabúðir sem krakkarnir úr skólanum okkar eru svo lánsöm að fá að heimsækja þegar þau eru í 4. bekk. Frábær staður þar sem þau læra ótrúlegustu hluti, sem manni dettur kannski ekki fyrst í hug að finna uppá í barnauppeldinu.
Bros í bloggheima á þessum fallega sumardegi :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2007 | 18:52
Gott að málið er í faglegum farvegi
Það gladdi mig að lesa þessa frétt og sjá að sú vinna sem er í gangi á vegum samráðsnefndar samgönguráðherra og borgarstjóra er í faglegum farvegi því rétt og góð staðsetning flugvallarins er gríðarlega mikilvæg fyrir alla þróun byggðar og atvinnulífs í landinu.
Sjálfur tel ég núverandi staðsetningu mjög góða og góð rök þurfi til að velja flugvelli annan stað, en ég bíð og vona að niðurstaðan verði fagleg og jafnframt niðurstaða sem full sátt næst um.
Vísa að öðru leiti í hugrenningar mínar um framtíð flugvallarins frá í gær:
"Reykjavíkurflugvöllur, hér eða þar?, Kópavogur kannski höfuðborg?"
Reykjavíkurflugvöllur sagður vera á mjög góðum stað frá sjónarhóli flugsamgangna og flugrekenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 23:26
Reykjavíkurflugvöllur, hér eða þar? Kópavogur kannski höfuðborg?
Enn á ný er umræðan um tilvist Reykjavíkurflugvallar að skerpast og borgarfulltrúar í Reykjavík einblína á eigin hagsmuni, búnir að reikna fórnarkostnað vegna tapaðs byggingarlands í Vatnsmýrinni uppá 3,5 milljarða.
Þetta reiknisdæmi er vafalaust rétt miðað við þær forsendur sem gefnar eru, en forsendurnar í mínum huga eru afar hæpnar og engan veginn verið að horfa á heildarhagsmunina, þjóðhagslegan kostnað eða sparnað, í þessu dæmi.
Hólmsheiðin og staðir eins og Löngusker geta vissulega komið til greina og þá eiga reiknikúnstirnar við til að bera saman valkostina. Það er hægt að áætla kostnað við að gera nýjan flugvöll og reka á Lönguskerjum og bera saman núverandi staðsetningu, þar sem tekið er tillit til þess virðis sem felst í Vatnsmýrinni sem byggingarlands og jafnframt tekið tillit til valkosta og kostnaðar við samgöngumannvirki sem tengjast valkostunum.
Varðandi Hólmsheiðina er hins vegar allt of snemt að vera með einhverjar stórar yfirlýsingar þar sem langt er frá að menn hafi safnað þeim upplýsingum um staðinn sem nægjanlegar eru til að meta hvort þar sé gerlegt og hagkvæmt að reka flugvöll.
Við sem erum á landsbyggðinni og höfum staðið í eldlínunni í atvinnulífinu vitum vel hversu miklu máli skiptir að hafa flugvöllinn vel staðsettann í höfuðborginni. Það er raunar algjör forsenda þess að mögulegt sér að nýta flug á þann hátt sem það er nýtt í dag. Fleiri gild rök hníga einnig að því að ekki komi til greina að fara með völlinn út fyrir borgarmörkin og þau sem þyngst vega eru nálægð við hið nýja hátæknisjúkrahús sem á að rísa í nágrenni núverandi flugvallar.
Það góða við umræðuna nú er að þeim fer fækkandi sem dettur í hug að raunhæft sé að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur.
Mikilvægast fyrir mér er að umræðan verði vitræn og snúist um heildarhagsmuni, en ekki hagsmuni landsbyggðarinnar einangrað séð, eða hagsmuni Reykjavíkur einangrað séð (og þá sérstaklega útfrá þörf fyrir byggingarland). Landsbyggðin þarf á góðri höfuðborg að halda og Reykjavík verður aldrei heldur höfuðborg án landsbyggðarinnar.
Því finnst mér það hálf gremjulegt nú þegar borgarfulltrúar Reykjavíkur einblína svo sterkt á virði byggingarlands í Vatnsmýrinni og horfa ekki á stærra samhengi. Málið er ekki að það vanti byggingarland á höfuðborgarsvæðinu, þó það kunni að vanta í Reykjavík. Í mínum huga er löngu tímabært að fara að skipuleggja höfuðborgarsvæðið sem heild og skinsamlegast væri auðvitað að sameina það í eitt öflugt sveitarfélag.
Til að leika sér svolítið með tölur og tillögur mætti útfrá þjóðhagslegum hagsmunum alveg eins leggja dæmið þannig upp að ódýrast væri að leifa Reykvíkingum bara að byggja sína Vatnsmýri, flytja forsetabústaðinn uppá Kjalarnes, setja nýjan flugvöll á Álftanesið og gera Kópavog að höfuðborg.
Síðan mætti halda áfram og skilda Seltjarnarnes og Reykjavík til að sameinast eins og sveitarfélög á landsbyggðinni. Með því einu myndi ríkið spara stórfé í gatnagerð, því þá lægi enginn þjóðvegur gegnum endilanga Reykjavík alla leið út á nes, kostaður af ríksfé. Kannski fengju Reykvíkingar smá landsbyggðafíling þá við að búa í Vatnsmýrinni sinni og þurfa að kosta alla sína gatnagerð líkt og gerist með velflest sveitarfélög í landinu. Jafnvel Sundabrautin tilvonandi yrði hluti af gatnakerfi borgarinnar og algerlega óþörf svona útfrá hagsmunum Kóapavogs, Hafnarfjarðar og Akureyrar svo dæmi séu tekin.
Kópavogur myndi síðan bara halda áfram að springa út og þurfa að endurgrafa Heiðmörkina fyrir sverari lagnir og Gunnar Birgis yrði brátt borgarstjóri, því Alþingi, ráðuneytin, sjúkrastofnanirnar og háskólarnir væru búin að hreiðra um sig í nágrenni við Smáralindina.
En að öllu gamni slepptu, höldum umræðunni á þjóðhagslegum og málefnalegum grunni og gröfum ekki sundur Vatnsmýrina fyrr en við erum viss um að við séum komin með raunhæfa framtíðarlausn fyrir innanlandsflugið.
Bros og kveðja af landsbyggðinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2007 | 20:44
Davíð talar niður krónuna
Það er svolítið kúnstugt að fylgjast með því þessa dagana að Davíð virðist nota hvert tækifæri sem gefst til að tala örlítið niður gengi krónunnar. Ekki það að ég er honum hjártanlega sammála að allar líkur eru á að gengi krónunnar fari að veikjast og muni falla talsvert, enda hefur hún verið of hátt skráð lengi. Það kúnstuga er að á sama tíma berst sjálfstæðisflokkurinn við að halda því fram að allt sé í himna lagi og engin veikleikamerki í gangi. Samkvæmt Glitni styrktist krónan um 0,21% í dag. Það var þó fyrst og fremst vegna viðskipta bankanna sjálfra, svo spyrja má hver er að stjórna hverjum í hagstjórninni.
Eins og kom fram í frétt á mbl í gær sagði Davíð "að þegar litið sé til sögulegs samhengis og viðskiptahalla sé líklegt að gengi krónunnar muni lækka fyrr eða síðar". Þetta sagði hann við blaðamenn Bloomberg.com en viðtalið var tekið í tengslum við vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem lauk í Washington í gær. Orð seðlabankastjóra á slíkum vettvangi vega þungt og ein og sér nægjanleg til að minnka tiltrú fjárfesta á krónuna og setja rúllettuna í gang.
Á heimasíðu Seðlabankans er einnig að finna varnaðarorð seðlabankastjórans gagnvart gengi krónunnar, en í ræðu sinni á ársfundi bankans nýverið segir hann meðal annars að "óvissa um gengið stafar m.a. af miklum viðskiptahalla auk þess sem það getur hæglega ráðist af þáttum sem við höfum ekkert með að gera, svo nátengt sem íslenskt fjármálakerfi er orðið því alþjóðlega".
Sem sagt íslenskt og erlent fjármálakerfi eru óvissuþættir sem Seðlabankinn þarf að kljást við í tilraunum sínum til að halda um hagstjórnartaumana og berja niður verðbólguna. Hver stjórnar fjármálakerfinu? (bönkunum) og hvaða hagsmunir munu vega þyngst á kosningavori?
Ég trúi Davíð og ætla allavega ekki að taka erlend lán sjálfur fyrr en krónan hefur veikst "obbolítið" og gengisvísitalan kominn með heilbrigð langtímaeinkenni.
Kannski pínu "ljótt" af mér að skrifa þetta, en mér finnst þetta bara "doldið" skrítið að menn séu ekki að ganga allmennilega í takt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2007 | 16:02
Sterk forysta
Það er ekki spurning í mínum huga að Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru geysilega sterkir leiðtogar fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sennilega sterkasta par sem flokkurinn hefur telft fram til þessa.
Þorgerður Katrín er í senn heillandi persóna og öflugur leiðtogi. Geir vekur traust hjá fólki og lætur ekki leiða sig af braut þó baráttan verði hörð.
Haldi þau rétt á spöðunum fram að kosningum mun flokkurinn strykja stöðu sína til muna frá því sem nú er.
Framsóknarflokkurinn, sem hefur ekki verið að mælast hár mun einnig bæta sig á lokasprettinum, því flokkurinn á eftir að hrista af sér þetta óvinsælda slen sem hangir við flokkinn alveg óháð getu hans og verkum.
Hvað önnur framboð varðar þá blæs ekki byrlega fyrir Samfylkingunni og ekki líklegt að þar verði breyting á nema flokkurinn átti sig á því að það er ekki nóg að hafa stefnu, það þarf líka að halda henni, og virkja alla í sömu átt. Baráttan á vinstri vængnum skilar litlu öðru en að framboðin narta hvert í annað og tapa á slagnum fylgi til stjórnarflokkanna.
Fyrir mér er því nokkuð ljóst hvað mun gerast í kosningum í vor, stjórnin heldur velli, og allt í góðu með það ..
p.s. þetta er ekki spádómur, bara greining á stöðunni ...
Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 18:25
N1 - maðurinn á bak við herferðina
Þetta er allt komið á hreint. Enn einn maðurinn á bak við tjöldin sem leysir málin fljótt og örugglega.
Fann þessa slóð á netinu, sem skýrir málið fullkomlega ..
http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=cb668301a7135ccb6c3e32062fe58ee4
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2007 | 23:52
Enn einn hækkar bensínið
Æ já! ég var að skoða nýja lógóið og nafnið á Essó. Af virðingu við þá 700 starfsmenn sem hjá félaginu starfa ákvað ég að blogga ekki við fréttina eins og svo margir hafa þegar gert en skrifa bara hugrenningar mína hér í kyrrþey á blogginu mínu.
Það er svo sem allt í lagi með þetta lógó, en ósköp finnst mér samt lítil hugsun á bak við það og lítil hugmyndaauðgi á ferð. Ekki er heldur auðvelt að tengja nafnið starfseminni sem verið er að sameina í þessu annars öfluga og góða fyrirtæki.
Þá er merkið sláandi líkt öðru sem þegar er á markaði, fjölmiðlafyrirtækinu N4, á Akureyri, eins og þegar hefur verið bent á hér á moggablogginu.
En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, því það má ljóst vera að fyrirtækið mun aldrei verða fyrst með hækkanir á eldsneyti, því einhvernveginn svona munu fréttatilkynningarnar líta út:
" Enn einn hækkar verð á bensíni"
Bloggar | Breytt 14.4.2007 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2007 | 21:26
Lítið bloggað eða dreymdi mig það bara!?
Já ég hef víst lítið sett á bloggið mitt síðustu dagana, enda upptekinn við að læra að "hjóla" á ný. HRIKALEGA GAMAN, belive it or not ;) .... og búinn að fjárfesta í hjálm og allskonar öryggisgræjum og galla. Lít út eins og Batman í öllu dressinu ..
En ég hef þó ekki verið alveg laus við bloggunaráráttu um Páskana því ég tók uppá því að stofna nýtt blogg sem ég tileinka draumum, sem flokkast í hóp áhugamálanna minna.
Hef ekkert merkt mér það blogg sérstaklega, en segi ykkur í bloggvinahópnum frá þessu svona ef ske kynni að þið væruð til í að segja mér hvort þetta sé eitthvert vit eða ekki. Svo kemur í ljós hvesu duglegur ég verð við að halda þessu áfram, he he ... og bestu kveðjur í bloggheima ...
Nýja bloggið mitt er http://draumar.blog.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.4.2007 | 21:57
Erlendar fréttir úr Mývatnssveitinni
En mikið vildi ég að ég hefði drifið mig í þessa göngu eins og ég hafði reyndar ætlað mér, enn annað kom uppá sem tók tíma dagsins. Gleðilega Páska bæði hérlendi og erlendis
Píslarganga farin kring um Mývatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2007 | 23:01
Kleópatra skal hún heita
Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil ..... er setning sem á vel við mig núna :) Í dag bættist nýr fjöslkyldumeðlimur á heimilið mitt. Hún, já var ekki í vafa um að "hann fjölskyldumeðlimurinn" væri hún, en það er samt svona eiginlega ákvörðunaratriði. Hún er yndislega falleg, orkumikil og óbeisluð . . .
. . . . já og Kleópatra skal hún heita.
Af hverju Kleópatra og hver er hún?
"Sú Kleópatra sem flestir þekkja var í raun sjöunda í röð egypskra drottninga sem báru þetta nafn. Hún var drottning í Egyptalandi frá árinu 51 fyrir Krist og þar til að hún lést árið 30 fyrir Krist. Hún er fræg fyrir tilraunir sínar að verja konungsríki sitt fyrir Rómverjum og fyrir kynni sín af Júlíusi Sesari og Markúsi Antoníusi. Líf og örlög Kleópötru hafa löngum heillað fólk. Ástarævintýri hennar og Markúsar Antoníusar hefur veitt bæði leikritahöfundum og kvikmyndagerðarmönnum innblástur, svo að ekki sé minnst á höfunda Ástríksbókanna" (heimild: vísindavefurinn).
Sögusögnin um fegurð Kleópötru og nef hennar, er sennilega nokkuð ýkt. Henni er svo lýst að hakan var skörp, ennið breitt og nefið framstandandi þó að það sé ekki að sjá á samtímamyndinni hér til hliðar. Hinsvegar er talið að Kleópatra hafi verið einstaklega aðlaðandi, skemmtileg og gáfuð kona. Hún var vel menntuð, talaði mörg tungumál og rödd hennar þótti töfrandi.
En Kleópatra mín á ekkert skilt við þessa Kleópötru annað en fegurðina og kannski töfrandi röddina.
Hvers vegna þá nafnið Kleópatra?
Jú hún á að heita í höfuðið á henni Kleópötru Mjöll, yndislegum bloggvin sem ég eignaðist meir eða minna fyrir tilviljun stuttu eftir að ég byrjaði að blogga. Var aldrei spurning um nafnið þegar finna þurfti nafn sem sameinaði óbeislaða orku, fegurð og hrópandi löngun til að upplifa lífið án þess að þurfa að hafa ævisögu allra í bakpokanum. Svo er þetta alveg eins með hana nýju Kleópötru mína að það þarf ekkert nema smá hvatningu til að kalla fram allt það frábæra sem í henni býr.
Kynni til sögunnar hana Kleópötru mína ;)
Hún er vissulega með drottningarnef og takið eftir augnsvipnum. Þar er að finna djúpa ævintýraþrá og appelsínugulu stóru eyrun virka tignarleg. Appelsínugult er líka einkennisliturinn hennar.
........ og svo er hún svo smart til fara, sjáiði bara tískustígvélin og leggina (sérpöntuð ... engin venjuleg)
Og svo er hún með appelsínugult tannhjól og keðju (líka sérpantað) því mín átti að vera alveg einstök, smart og stælleg ...
Læt fylgja með nokkrar fleiri myndir sem undirstrika tignarleikann, fegurðina og ævintýraþrána sem býr í þessari elsku :) ...
..... já og umhverfisverndarsinnar það er ekkert að óttast, því við Kleópatra berum virðingu fyrir náttúrunni, ætlum bara að njóta hennar saman.
Fyrir þá sem kunna að rekast hér inn og lesa þetta þá skal tekið fram að þótt margir tali um "að fara á hjólin sín" þá verður það ekki þannig með hana Kleópötru.
Við munum fara saman út að leika okkur.
Nafnið er valið af virðingu fyrir og með kærleika til Kleópötru bloggvinar ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)