Stjórnarmyndunarviðræður !?

Já nú fer allt á fullt í stjórnarmyndun eftir einhverja eftirminnilegustu kosninganótt sögunnar. Margir spámenn hafa þegar komið fram sem telja sig vita hvað muni verða.

Mun stjórnin bara halda áfram, eða fer framsókn í hagagöngu og hvíld eitt kjörtímabil til að koma endurnærð og sterk tilbaka, eða ...... svo koma spurningarnar sem erfitt er að svara ..

Geir H. Haarde og IngibjörgSjálfstæði og Samfylking gætu svo sem líka myndað ríkisstjórn, en ómygood .. hvað ættu þau sameiginlegt, 

<<<< líka spurning hvaða vægi Ingibjörg fengi ef hún biðlaði til Geirs eftir allar heráætlanirnar um að koma honum og hans liði frá völdum

 

.... eða Sjálfstæði og VG, en þeir flokkar eiga þó allavega sameiginlegt að vera sigurvegarar kosninganna hver á sinn hátt, já og svo að hafa sterkar skoðanir á stóriðju, þó þær fari ekki alveg saman.

Það verður gaman að fylgjast með hvað gerist.


Við töpuðum, en það er samt allt í lagi

Jebb... við töpuðum í Eurovision feðgarnir. Við skemmtum okkur samt konunglega því keppnin hefur aldrei verið flottari og fagmannlegri en nú í höndum Finna.

Picture 023Við kusum líka Finnana sem bestu nágrannaþjóðina til að vera eins og allir hinir sem kjósa vini og nágranna en ekki lagið sem okkur fannst flottast. Var samt flottasta nágrannalagið, ekki spurning.

<< en Rússneska lagið fannst okkur lang flottast í keppninni og spennan var því gríðarleg hjá okkur framan af stigagjöfinni.

 Picture 003


Sumir tóku líka fullan þátt í stemmingunni Cool ...

Okkar úrslit á heimilinu voru þessi

1) sæti - Russia

2) sæti - Finland

3) sæti - Sweeden

og þannig verða úrslitin okkar þó svo þetta "hálf-fúla" lag frá Serbíu hafi fengið flest stigin...  og svo öll hin löndin með fullt af stigum fyrir lög sem er ekki einu sinni gaman að hlusta á LoL Tounge ...

Picture 011Picture 009


Picture 021







Picture 005


We are the winners ......  þetta er bara spurning um hugarfar er það ekki ?

Wink Tounge LoL ....

 

 


Öll viljum við lýðræði er það ekki?

Já ég held að innst inni viljum við öll sjá lýðræði virka í samfélagi fólks. En hvað gerist þegar mest reynir á, þegar við töpum í Eurovsion og kosningar á morgun sem við treystum "hinu" fólkinu ekki til að ráða fram úr af því sumum okkar finnst að aðrir séu ekkert að setja sig inní hlutina og kjósi svo bara eitthvað sem er flott eða töff þá stundina eða jafnvel af því þeir/þau urðu fyrir áhrifum af einhverri hjartahlýrri auglýsingu einhvers af framboðunum.

Eiríkur Hauksson

Eiríkur okkar Hauksson stóð sig eins og hetja með flott lag sem hann flutti með stæl, en hvað gerist Crying ... okkar maður kemst ekki áfram af því beytt var lýðræðislegri kosningu.

Lýðræði hljómar vel og er allra góðra gjalda vert, en stundum vildi maður bara fá að ráða einhverju um það. Það er bara því miður þannig að þeir sem eru í minnihluta verða undir, þannig er lýðræðið. Það er öllum orðið ljóst að hvorki Ísland eða önnur lítil norræn ríki eiga möguleika á að komast uppúr þessari austurevrópskuforkeppnisgryfju sem er lykillinn að draumalandinu Eurovision.

Hefði Eiki okkar komist áfram hefði hann átt allt aðra möguleika í aðalkeppninni, því þar er búið að takmarka lýðræðið, gera það að jafnræði þjóða þ.e. afmá stærðarmun þjóðanna. Væri forkeppnin með sama sniði er ég þess fullviss að Eiríkur væri að undirbúa sig fyrir annaðkvöldið,.. já og liði miklu betur og við þjóðin hans í gleðivímu og full bjartsýni á að okkar maður færi langt.

Við feðgarnir áttum bágt í gær, því allir héldum við með Eiríki. Ekki bara vegna þess að hann var okkar maður, heldur vegna þess að okkur fannst hann örugglega eiga eitt af 5 bestu lögunum. Við kusum hann svona bara á okkar litla lýðræðislega svæði, heima, og þar vann hann.DSC02444_Custom_sized

Við vorum að sjálfsögðu líka búnir að kyrja lagið hans allan liðlangann daginn og æfa það á gítara heimilisins til að hjálpa kalli nú yfir þröskuldinn. Hann var að fara að vinna í okkar huga.....  en hvað gerðist við vorum næstum farnir að gráta þegar 3 umslög voru eftir, síðan 2 og .... loks 1, þetta var hræðilegt..... það var eins og tómarúmið umlyki okkur, við bara horfðum hver á annan, gátum ekkert sagt lengi,.. það varð kalt í stofunni....

.... svo komu hljóðin.. pabbi þetta er ekki sanngjarnt, það er bara fullt af einhverju fólki að kjósa hvert annað og öllum er sama um Eirík þó hann eigi flottasta lagið, það eru bara allir að láta vini sína vinna.....  Já og ég var ekkert betri,... við erum svo fá að það skiptir engu hvað við kjósum heyrði ég mig segja ......

Við náðum ekki að fara að sofa fyrr en inní nóttina, því það tók okkur svo langan tíma að jafna okkur á þessu lýðræði sem fór svona með okkur og Eirík, sem átti að vinna. (Tekið skal fram að myndin af okkur feðgum er ekki frá í gærkvöldi heldur frá fjöslkyldutónleikum um áramótin. Mynd frá í gær hefði ekki verið birtingahæf vegna veðurskilyrða).

En á morgun eru svo kosningar á ný og við búnir að hrista af okkur ófarirnar frá í gærkvöldi og viljum lýðræði á ný. Vonandi færir lýðræðið okkur rétta niðurstöðu í þeim kosningum, en til þess þarf maður að vera sama sinnis og fjöldinn eða hvað. Við erum svo sem við öllu búnir því flokkurinn okkar er svona eins og Eurovison, stundum stór og skemmtilegur í könnunum en stundum lítill og ræfilslegur. Við setjum nefnilega x við B eins og sannir sveitamenn.

Kosningarnar eru lýðræðislegar um það er ekki efast á okkar heimili hvernig sem þær svo sem fara. Hitt er annað mál hvað verður um lýðræðið eftir kosningar. Þá setjast þau á þing þessi útvöldu og gera bara næstum því það sem þeim sýnist án þess að spyrja fjöldann og án þess að spá í lýðræðið. Þannig er þetta víst því við kjósum þau til að fara með okkar mál alveg eins og í aðalkeppninni í Eurovision. Þá skiptir fjöldinn ekki máli lengur til að ákveða hvað er rétt eða best fyrir okkur.

Það besta við morgundaginn er samt allt annað því að þá verða báðir "englarnir" mínir að spila á vortónleikum tónlistarskólans. Þar verður lýðræðið mitt í fullu gildi því þeir munu áræðanlega verða lang flottastir og vinna hjarta mitt og enginn sem getur komið í veg fyrir þá upplifun og sælu ekki einu sinni austurevrópuþjóðirnar.

Bros og góða nótt í bloggheima


Yndislegur villupúki

Vissulega kærkomin viðbót að fá villupúka til að hjálpa sér við bloggfærslurnar, en mér fannst nú samt svolítið skondið að fá leiðbeiningarnar í tölvupóstinum um hann á þessu fallega og læsilega formi, he he ... LoL Tounge ...

Lei?r?ttingarp?ki
? blog.is

Skr??um notendum blog.is er n? bo?in s? ?j?nusta a? l?ta lei?r?ttingarp?ka
lesa bloggf?rslur yfir. Til a? virkja p?kann er smellt ? hnappinn P?ki sem
er a? finna ? s??unni ?ar sem bloggf?rslurnar eru skrifa?ar. P?kinn merkir
me? rau?u ?au or? sem hann telur a? s?u rangt stafsett. Innsetning p?kans
er ? samvinnu vi? Fri?rik Sk?lason.


Þröngt meiga sáttir sofa

Það er sunnudagur að kvöldi kominn. Var að skoða myndir
í safninu mínu og stoppaði við eina sem ég tók
af strákunum mínum eitt sinn.

Þröngt meiga sáttir sofa

Mynd100
Framundan er ný vika full af tækifærum
Bara spurning um að nýta þau
með réttu hugarfari
Bros í bloggheima
Cool

Bugsy Malone

Picture 211Meira af árshátíð krakkanna í Hrafnagilsskóla, því ég get ekki sleppt því að blogga um Bugsy Malone í flutningi 6 bekkinganna. Þar var Kári minn í essinu sínu sem Danni snobb

 Picture 188 

< Danni snobb

 

 

 

Krakkarnir sungu af mikilli innlifun og sviðsframkoman var alveg einstök, eins og útlærðir leikarar á ferð.

Picture 199Það veit ég að þar á skólinn og stefna hans miklar þakkir skildar því framkoma og tjáning eru stór þáttur í skólastarfi þessa einstaka skóla allt frá því krakkarnir setjast á skólabekk í 1. bekk.

 

Annað sem er alveg einstakt er hvernig tónlistarnám er fléttað inní dagskrá skólans með náinni samvinnu við Tónlistarskóla Eyjafarðar. Picture 191

<<< Hér má sjá sjálfan Bugsy Malone.....  og þögn varð í salnum þegar lagið "My name is Talulla" hljómaði ....

                          Picture 205

Picture 171

 

Þetta var hreint útsagt frábær skemmtun hjá krökkunum, söngur, gleði og frábær leiktjáning LoL Kissing ....

     5 stjörnu skemmtun,
       engin spurning

 

Picture 197


Gellý fer á kostum í kexfactor

Gellý, Póskar og Veinar fóru á kostum í keXfactor á árshátíð miðstigs í skólanum okkar um daginn. Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel í leikhúsi um æfina. Sjöundubekkingar fóru á kostum í útfærslu sinni á Xfactor, sjöttu bekkingar fluttu leikritið Bugsy Malone af innlifun og fimmtu bekkingar frumsaminn frábæran spjallþátt í anda Kastljóss.

Picture 283

 

 

<<< Veinar, Gellý og Póskar stóðu sig eins og hetjur við dómarastörfin og já VÁ .... þau náðu sko alveg öllum tilburðum og seremoníum Xfactor stjarnanna :)

 

Picture 269

 

Veinar - Gellý - Póskar.. InLoveWhistling

 

 

Myndirnar tala sínu máli ...

Picture 263

Þáttastjórnandinn og þátttakendurnir sem reyndu sig í þættinum voru ekkert í vafa um hver leiðin að sviðsljósinu væri .......

Picture 265

Picture 278

 

 

 

 

 

Picture 272

Picture 280
Aðdáendur vantaði ekki heldur .... Kexfactor Fans W00tInLove...

Picture 294.....  og já Póskar fékk bónorð frá trylltum aðdáanda ....  en grei stúlkan varð frá að hverfa því stjarnan tjáði henni að það gengi ekki,... því hann væri svona meira fyrir stráka skiluru .....
                                                                               >>>

Untitled-1


Meira af virkjunaráformum norðan heiða

Jæja þá er víst vissara að gera betri grein fyrir þessum virkjanaáformum hér norðan heiða. Ég fór um svæðið með athafnamönnunum tveim í gær og fékk innsýn í áform þeirra. Mikill eldmóður er í þeim og tilhlökkun að takast á við verkefnið í sumar.

Þrír staðir eru inní myndinni sem stýflustæði. Þeir eru:

1) Rétt neðan Goðafoss

2) á svokölluðu Vaði og

3) neðan Stóra kletts

Allt bendir nú til að stýflan verði staðsett neðan Stóra kletts og ákvörðun liggur nú fyrir um að ekki verði virkjað í nágrenni Goðafoss.

Hér á eftir er að finna myndir af svæðinu og afstöðu til þessarra kennileita.

Picture 006Mynd 1) er tekin rétt neðan Goðafoss. Pallbíll framkvæmdaaðilanna stendur á gömlu brúnni neðan fossins. Undir brúnni má sjá hver fossinn freyðir þar sem hann fellur niður. Hugmyndin hér gekk útá að stýfla við sjálfa brúna, en gallinn auðvitað að þá færi fossinn á kaf í vatn.Picture 008

 

 

 

 

 

 

Mynd 2) er frá svokölluðu Vaði, en þar eru kjöraðstæður til að gera tiltölulega stórt lón með lítilli stýflugerð. Þarna hefur reyndar verið stýfla áður. Bill þeirra framkvæmdamanna er þar staðsettur fram á klettabrún sem sýnir hver hæð stýflunnar yrði.

Picture 010Mynd 3) er tekin af svæðinu neðan Stóra kletts. Þar er lónsstæði all gott og gilið þröngt þar sem hugsanleg stýfla kæmi. Á þessari mynd er pallbíl þeirra framkvæmdamanna einnig staðsettur þar sem stýfluveggurinn kæmi.

 

Eins og greint hefur verið frá áður hér á blogginu, þá telja framkvæmdaaðilar að framkvæmdir á þessum stöðum kalli ekki á umhverfismat, þrátt fyrir að vera sjálfir meðvitaðir um umhverfi sitt og mikilvægi þess að umgangast náttúruna af skynsemi og virðingu.

Frekari rannsóknir standa nú yfir á svæðinu og er endanlegrar ákvörðunar að vænta innan skamms, en flest bendir þó til þess nú að svæðið neðan Stóra kletts verði fyrir valinu. Picture 012

Seinna í gær flugu þeir yfir svæðið á þyrlu og náðist þá þessi mynd af hugsanlegu lónsstæði neðan Stóra kletts. Glöggt má sjá á myndinni að tiltölulega lítið stýflumannvirki þarf til að mynda stórt lón á svæðinu allt uppað Stóra kletti sem sést ofarlega hægra megin á myndinni.

Lær hér einnig fylgja tvær myndir af framkvæmdaaðilum í vettvangsferð sinni um svæðið.

Picture 011Picture 009

 

 

 

 

 


Á fyrri myndinni má sjá hvar Karl er við rannsóknir á vatnsgæðum og rennsli neðan Stóra kletts. Pallbílinn ber í Stóra klett. Á seinni myndinni eru þeir bræður, Karl og Kári, að virða fyrir sér aðstæður á Vaði.

Endanleg ákvörðun mun liggja fyrir fljótlega og stefnt að því að framkvæmdir hefjist fyrri hluta júní mánaðar þegar mestu leysingar verða afstaðnar og aðstæður til mannvirkjagerða ákjósanlegar.

Við munum leifa bloggheimum að fylgjast með framvindu mála og hver veit nema bloggvinum verði boðið til vígsluhátíðar í sumar þegar virkjunin verður gangsett. Margt er þó óunnið af undirbúningi og er meðal annars eftir að útvega hentuga túrbínu, rafal og aðfallsrör að stöðvarhúsi. Rafallinn er þó hugsanlega til á staðnum en eftir er að prófa gripinn (Dínamór úr Zetor 3511).


Þrír kostir koma til greina, Goðafossi verður hlíft

Þetta blogg mitt um virkjanaáform fór allt úr böndunum þar sem allt var netsambandslaust í sveitinni í gær. Þrír staðir til virkjunar og stíflugerðar eru inní myndinni og nökkuð öruggt að Goðafossi verður hlíft. Svo engar áhyggjur þið sem hafið lesið bloggið mitt Wink ....

Nú þarf ég að elda, því ég lofaði drengjunum mínum ALVÖRU Taco / Tortillas kvöldverði. Má ekki klikka á því, því þeir segja það betra en á besta veitingastað.

Eftir kvöldmat verður svo gefin skýrsla í máli og myndum um virkjanaáformin hér norðan heiða.

Bros í bloggheima


Stórfelld virkjanaáform á Norðurlandi, Goðafoss hugsanlega undir vatn!

Nú er ljóst að ráðist verður í nýja stórvirkjun á norðurlandi sem ekki hefur verið rætt um áður nema í þröngum hóp. Hér er um einkaframtak að ræða. Virkjunin mun byggja á lóni/stýflumannvirki sem verður að mestu jarðvegsstýfla og síðan stöðvarhúsi sem hýsir rafal virkjunarinnar. Í upphafi er einungis gert ráð fyrir einni túrbínu og einum rafal.

Að baki þessu standa tveir eldhugar og nú er einnig ljóst að faðir þeirra, sem þekktur er úr viðskiptalífinu, hafði trykkt sér landið sem virkjunin mun rísa á fyrir all nokkrum árum.

Endanleg staðsetning virkjunarinnar hefur ekki verið ákveðin, en að sögn framkvæmdaaðila er hugsanlegt að Goðafoss fari undir vatn. Telja þeir þó að þessi framkvæmd sé ekki matsskyld og algjörlega á þeirra valdi sem landeigenda að ákveða framhaldið.

Ég mun hugsanlega ná að birta myndir af fyrirhuguðu lónsstæði í kvöld, því ég ætla með myndavélina mína út af örkinni í dag í góða veðrinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband