Jón Ólafs og "Stradiuarius"

Ég horfði á þáttinn hans Jóns Ólafs á RÚV í kvöld af innlifun eins og svo oft áður. Finnst þættirnir hans frábærir og hann einstakur þáttastjórnandi. En það runnu á mig tvær grímur í kvöld eftir þetta "Stradiuarius" fiðlu ævintýri,....

Fiðlan rétt fyrir andlátið

.... var þetta grín eða vandræðalegt klór í bakkann .... ? ég spyr því ég fékk alvöru adrenalín hjartslátt og vorkenndi Jóni og fiðlusnillingnum ekkert smá, var eiginlega bara í rusli, því mér fannst þetta svo sorglegt ,....  sá fyrir mér að ferill hans væri á enda og RÚV e.t.v. gjaldþrota í kjölfarið.

Hafi þetta verið grín, þá fannst mér þetta langt í frá findið og ekki bætti úr skák "hallærisleg" tilraun þulu kvöldsins til að fullvissa mann um að svo væri.

Fiðluleikurinn fannst mér ferlega góður og ekki skemmdi Jón fyrir með undirleiknum frekar en áður,..... en ég bara spyr:

A) ef þetta var bara grín, á hvaða fiðlu var maðurinn að spila sem búið var að telja manni trú um að væri þessi merkisgripur?

B) ef þetta var ekki grín, hvað verður um Jón Ólafs og RÚV?, ég hef áhyggjur, því Jón finnst mér frábær og RÚV er "óeinkavætt" í miklum metum hjá mér.

Þetta er mál sem þarf að rannsaka, og ég hef þegar hafið eftirgrennslan,.......  Náði að stækka eftirfarandi mynd uppúr fiðlubrotunum á gólfi sjónvarpsins með minni frábæru ljósmynda- og tölvutækni.......

Stradovarius

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á myndinni má glögglega sjá nafnið fræga inní fiðlukassanum ...

Vona að einhver geti upplýst mig um það rétta í málinu svo ég þurfi ekki að óttast um vin minn Jón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hólmgeir!! Hæ!! Jú passar...

Heiða B. Heiðars, 4.3.2007 kl. 00:34

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

..... æ það var gott, hélt kannski að ég væri búinn að gera mig að algjöru fífli  .... með því að "slá á létta strengi" á síðu dóttur þinnar. Þetta lá bara svo vel við og "púkinn góðlátlegi" spratt fram í mér. Bestu kveðjur

Hólmgeir Karlsson, 4.3.2007 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband