Reykjavíkurflugvöllur, hér eða þar? Kópavogur kannski höfuðborg?

Enn á ný er umræðan um tilvist Reykjavíkurflugvallar að skerpast og borgarfulltrúar í Reykjavík einblína á eigin hagsmuni, búnir að reikna fórnarkostnað vegna tapaðs byggingarlands í Vatnsmýrinni uppá 3,5 milljarða.

ReykjavíkurflugvöllurÞetta reiknisdæmi er vafalaust rétt miðað við þær forsendur sem gefnar eru, en forsendurnar í mínum huga eru afar hæpnar og engan veginn verið að horfa á heildarhagsmunina, þjóðhagslegan kostnað eða sparnað, í þessu dæmi.

Hólmsheiðin og staðir eins og Löngusker geta vissulega komið til greina og þá eiga reiknikúnstirnar við til að bera saman valkostina. Það er hægt að áætla kostnað við að gera nýjan flugvöll og reka á Lönguskerjum og bera saman núverandi staðsetningu, þar sem tekið er tillit til þess virðis sem felst í Vatnsmýrinni sem byggingarlands og jafnframt tekið tillit til valkosta og kostnaðar við samgöngumannvirki sem tengjast valkostunum.

Varðandi Hólmsheiðina er hins vegar allt of snemt að vera með einhverjar stórar yfirlýsingar þar sem langt er frá að menn hafi safnað þeim upplýsingum um staðinn sem nægjanlegar eru til að meta hvort þar sé gerlegt og hagkvæmt að reka flugvöll.

Við sem erum á landsbyggðinni og höfum staðið í eldlínunni í atvinnulífinu vitum vel hversu miklu máli skiptir að hafa flugvöllinn vel staðsettann í höfuðborginni. Það er raunar algjör forsenda þess að mögulegt sér að nýta flug á þann hátt sem það er nýtt í dag. Fleiri gild rök hníga einnig að því að ekki komi til greina að fara með völlinn út fyrir borgarmörkin og þau sem þyngst vega eru nálægð við hið nýja hátæknisjúkrahús sem á að rísa í nágrenni núverandi flugvallar.

Það góða við umræðuna nú er að þeim fer fækkandi sem dettur í hug að raunhæft sé að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur.

Mikilvægast fyrir mér er að umræðan verði vitræn og snúist um heildarhagsmuni, en ekki hagsmuni landsbyggðarinnar einangrað séð, eða hagsmuni Reykjavíkur einangrað séð (og þá sérstaklega útfrá þörf fyrir byggingarland). Landsbyggðin þarf á góðri höfuðborg að halda og Reykjavík verður aldrei heldur höfuðborg án landsbyggðarinnar.

Því finnst mér það hálf gremjulegt nú þegar borgarfulltrúar Reykjavíkur einblína svo sterkt á virði byggingarlands í Vatnsmýrinni og horfa ekki á stærra samhengi. Málið er ekki að það vanti byggingarland á höfuðborgarsvæðinu, þó það kunni að vanta í Reykjavík. Í mínum huga er löngu tímabært að fara að skipuleggja höfuðborgarsvæðið sem heild og skinsamlegast væri auðvitað að sameina það í eitt öflugt sveitarfélag.

Til að leika sér svolítið með tölur og tillögur mætti útfrá þjóðhagslegum hagsmunum alveg eins leggja dæmið þannig upp að ódýrast væri að leifa Reykvíkingum bara að byggja sína Vatnsmýri, flytja forsetabústaðinn uppá Kjalarnes, setja nýjan flugvöll á Álftanesið og gera Kópavog að höfuðborg.

Síðan mætti halda áfram og skilda Seltjarnarnes og Reykjavík til að sameinast eins og sveitarfélög á landsbyggðinni. Með því einu myndi ríkið spara stórfé í gatnagerð, því þá lægi enginn þjóðvegur gegnum endilanga Reykjavík alla leið út á nes, kostaður af ríksfé. Kannski fengju Reykvíkingar smá landsbyggðafíling þá við að búa í Vatnsmýrinni sinni og þurfa að kosta alla sína gatnagerð líkt og gerist með velflest sveitarfélög í landinu. Jafnvel Sundabrautin tilvonandi yrði hluti af gatnakerfi borgarinnar og algerlega óþörf svona útfrá hagsmunum Kóapavogs, Hafnarfjarðar og Akureyrar svo dæmi séu tekin. Gunnar nýr borgarstjóri

Kópavogur myndi síðan bara halda áfram að springa út og þurfa að endurgrafa Heiðmörkina fyrir sverari lagnir og Gunnar Birgis yrði brátt borgarstjóri, því Alþingi, ráðuneytin, sjúkrastofnanirnar og háskólarnir væru búin að hreiðra um sig í nágrenni við Smáralindina.

En að öllu gamni slepptu, höldum umræðunni á þjóðhagslegum og málefnalegum grunni og gröfum ekki sundur Vatnsmýrina fyrr en við erum viss um að við séum komin með raunhæfa framtíðarlausn fyrir innanlandsflugið.

Bros og kveðja af landsbyggðinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Gleðilegt sumar kæri bloggvinur - Áskorun HÉR tilefni dagsins

Júlíus Garðar Júlíusson, 19.4.2007 kl. 10:41

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já "Why not"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.4.2007 kl. 16:17

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já "Why not"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.4.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband