Enn einn hækkar bensínið

Æ já! ég var að skoða nýja lógóið og nafnið á Essó. Af virðingu við þá 700 starfsmenn sem hjá félaginu starfa ákvað ég að blogga ekki við fréttina eins og svo margir hafa þegar gert en skrifa bara hugrenningar mína hér í kyrrþey á blogginu mínu.

N1Það er svo sem allt í lagi með þetta lógó, en ósköp finnst mér samt lítil hugsun á bak við það og lítil hugmyndaauðgi á ferð. Ekki er heldur auðvelt að tengja nafnið starfseminni sem verið er að sameina í þessu annars öfluga og góða fyrirtæki.

Þá er merkið sláandi líkt öðru sem þegar er á markaði, fjölmiðlafyrirtækinu N4, á Akureyri, eins og þegar hefur verið bent á hér á moggablogginu.

En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, því það má ljóst vera að fyrirtækið mun aldrei verða fyrst með hækkanir á eldsneyti, því einhvernveginn svona munu fréttatilkynningarnar líta út:

             " Enn einn hækkar verð á bensíni"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Já eða "Enn einn segir upp 10 starfsmönnum"

en venst þetta ekki eins og allt hitt??

Guðný Jóhannesdóttir, 14.4.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Jú þetta venst örugglega og maður verður alveg hættur að spá í þetta eftir svona 50 milljón kr auglýsingaherferð fyrir merkið, he he ...

Hólmgeir Karlsson, 14.4.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband