10 ára og yndislegur dagur

Picture 231Dagurinn í dag leið sem eitt ævintýri hjá 10 ára prinsinum Karli Liljendal. (10 ára í gær þann 14/6). Fullt af hressum krökkum í heimsókn og leikja og ævintýraplanið gekk allt upp eins og hann hafði óskað sér. Legg hér inn til varðveislu nokkrar myndir frá deginum.

Picture 116Félagarnir mættir og tilbúnir að ráðleggja um i-poddinn ...

Picture 118    Picture 123
Hlustað á mússík ...                      Svo kom að smá Pizzu veislu

Picture 127  Picture 129

Picture 132

 

Kári stóri bróðir sá um að skipuleggja og stjórna ratleiknum sem tók heldur betur á með hlaupum, leit að vísbendingum og meiri hlaupum ...

Hér var skipt í stráka og stelpulið ...

 

 

Picture 135  Picture 138
Fyrsta vísbending fundin og allir á sprett

Picture 140  Picture 143

Þangað sem Mogginn kemur!? ... jú póstkassinn auðvitað ...
það kostaði alvöru spretthlaup

Picture 148  Picture 150

Leitað og leitað ...                         Já og hendur úr báðum liðum ...

Picture 155 

 

 

 

 



 

Og hvað haldið þið ... hér er sigurliðið að loknum æsispennandi leik þar sem sekúndubrot réði úrslitum ...

Picture 203  Picture 204

Picture 205  Picture 206

Heiða sýndi listir sínar við mikinn fögnuð ...

Picture 172  Picture 175

Þá var röðin komin að fótboltanum. Afmælisbarnið var dómari, og þótti strangur á köflum. Það var ekkert gefið eftir frekar en í landsleik ...

Picture 181  Picture 182

Kári á siglingu en blöffar Jakob sem tók flugið ...

Picture 191  Picture 197

Klappstýrurnar héldu til í snúrustaurnum og "litla húsinu" á víxl

Picture 214  Picture 217

Svo tók við rólegri tími, haldnir einkatónleikar og farið í leiki ...

Picture 221  Picture 225

Pakkarnir !? .. nei þeir gleymdust ekki, það var bara svo spennandi að geyma þá fram á miðjan dag fannst afmælisbarninu.

Picture 237  Picture 241

Nú var klukkan farin að ganga fimm og kominn tími á afmæliskaffið ...
Fjörið og gleðin höfðu fyrir löngu yfirunnið einhverja feimni sem kannski örlaði á fyrsta klukkutímann.

Picture 244  Picture 247

Það var spjallað um alla heima og geyma og hlegið og hlegið ...

Picture 257  Picture 255

Hvað hér var í gangi er einkamál og verður ekki skýrt frekar, en Jakob tók hraustlega til matar síns

Picture 249  Picture 262

Óðinn hugsi .... humm ..

Picture 266

 

Áður en nokkur vissi af var svo líka kominn kvöldmatur. Hér eru þrír herramenn eftir hjá þeim bræðrum í gistingu og stendur svo afmælið fram á næsta dag hjá þeim ...

Ballið í fyrramálið aftur Wizard LoL ....

Líklega eins gott að fara að sofa líka núna ef maður á að ná að vakna með þessum gleðipinnum Sideways..Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Almáttugur hvað þetta eru yndislegar myndir. Náttúran, börnin... sveitasælan. Til hamingju með strákinn og vel heppnað afmæli.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.6.2007 kl. 10:16

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk kærlega Jóna :) það er eins og að fá góða heimsókn þegar þú kemur með hlýju kommentin þín á síðuna mína  ...

Hólmgeir Karlsson, 16.6.2007 kl. 10:58

3 identicon

Innilega til hamingju með báða strákana þína!! Skemmtilegt að við eigum syni sem eiga sama afmælisdaginn... þinn akkurat tvöfalt eldri en minn í dag :) eigið góðan dag! -en ekki gleyma því að í dag er einnig merkisdagur fyrir okkur öll.

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 12:20

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk Kleópatra :) ..  já skemmtileg tilviljun. Vona að þið eigi yndislegan dag. Á morgun verður minn ekki lengur tvöfalt eldri, því þinn mun eldast hlutfallslega 50% meira í nótt en minn, he he ... pældu í því

Hólmgeir Karlsson, 19.6.2007 kl. 18:54

5 identicon

hehe :) góð pæling ég er svo farin að gera mér grein fyrir því hvað lífið er stutt og áður en ég veit af verða börnin mín orðin fullorðin ... vá hvað ég vona að Guð gefi mér það að ég eigi eftir að njóta allra stundanna með þeim með þakklæti og kærleika

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband