i-pod er algjörlega málið

Sá yngri varð 10 ára í dag, ótrúlegt hvað þetta líður hratt. Þar sem bara nokkrir dagar eru í afmæli hjá þeim eldri, þá fá þeir oft afmælisgjafirnar í einu. Stundum eru haldin tvö afmæli og stundum þrjú, á afmælisdögunum þeirra og svo eitt svona garðveisludæmi með leikjum.

Picture 015Picture 018

Pabbinn var ekkert smá glaður og heppinn með afmælisgjafirnar sem voru i-pod nano. Hitti meira að segja á réttu litina, silfur fyrir þann yngri og grænan fyrir þann eldri, hvílík tilviljun Smile ..  var þó kannski bara slunginn að lesa í vísbendingarnar sem ég hafði fengið við hin ýmsu tækifæri síðustu mánuðina ...

... eins og "Pabbi mér finnst silfraði lang flottastur, þetta eru ótrúlega flottar græjur" ...  "það væri örugglega gaman að eignast svona einhvertíma"... ha pabbi ... "silfur er flottur, en mér finnst grænn og líka blár alveg lang smartastir" ...  "Pabbi búðin hans Randa bróður þíns er rosalega flott, það fást meira að segja i-poddar þar í öllum litum" ....  "Pabbi það er alveg nóg að eiga 2ja gígabæta, þó það fáist líka 4 og 8 gígabæta"... "8 er nottlega algjör óþarfi það eru ekki einu sinni til nógu mörg lög til að geyma í þeim"..  "Pabbi vissirðu að þú gætir haft allt plötusafnið þitt í vasanum ef þú ættir nanó?" ... 

En það yndislega við þessa pjakka mína er að það var aldrei beðið um i-pod og það kom þeim því í opna skjöldu að ég skildi gefa þeim þá í afmælisgjöf .... LoL ...  eða ég held það allavega...  held það hafi bara verið af umhyggju fyrir hvorum öðrum að þeir stungu uppá því að fá bara báðir afmælisgjafirnar núna,... "þú skilur pabbi ef þú skildir vera að gefa okkur eitthvað sem er eins, þá er það bara betra" ...

En á morgun er svo veisla hjá þeim yngri og búið að bjóða fullt af krökkum. Dagurinn verður helgaður því og engin vinna eða eitthvað svoleiðis þann daginn. Í kvöld var allt á fullu í undirbúningi, feðgarnir að baka, he he .. og allt prógrammið tilbúið

Picture 028Picture 030

 

Lang mest gaman að gera þetta bara sjálfur...   þá verður það örugglega gott líka

 

Picture 026

 

Picture 020   og ekki má vanta vel skreytta súkkulaðiköku

Picture 025

 

Lúkkar þetta ekki bara vel ? .. Wizard Whistling

 

Knús og góða nótt í bloggheima


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undirbúningur farvegs...óbeinar afmælisóskir...kokteill sem bregst ekki!

Þetta lúkkar æðislega vel hjá strákunum og ef ég þekki ykkur sveitamenn rétt þá verður afmælið alveg ótrúlega skemmtilegt og allir fara heim með risa bros á vör

GÓÐA SKEMMTUN!

Ragnheiður Diljá (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með báða guttana þína.   Heppnir gaurar þarna á ferð. Já ótrúlegt að þú skildir detta svona algjörlega óvart niður á réttar gjafir í réttum litum þar sem aaaaaaaaaaaaaldrei hefur verið beðið um ipod . Kakan glæsileg og ég veit að Sá Einhverfi myndi a.m.k. vakta hana fram að kaffitíma með glampa í augum.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.6.2007 kl. 17:03

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ og takk báðar tvær  ..  búinn að vera ótrúlega góður dagur í dag. Set kannski inn myndir frá því seinna.

Hólmgeir Karlsson, 15.6.2007 kl. 19:13

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk kærlega Bjarni :)

Hólmgeir Karlsson, 15.6.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband