Allt og ekkert að gerast en fullt að ske

Stundum veltir maður því fyrir sér á stundu sem þessari þegar klukkan er orðin hálf ellefu og maður er að enda skyldur dagsins, eða öllu heldur það sem maður hefur valið sér að fást við, hvort maður sé á of miklum hraða og gefi sér ekki tíma til að upplifa lífið og þess lystisemdir!?

Maður getur byrjað á að rifja upp atburðarrás dagsins í stikkorðum og kemst þá að því að einhvernvegin svona eru flestir dagar.

6:45 vakna, vekja, smyrja skólanesti, morgunmatur

7:50 Gó, gó ... allir í útiskóna, svo tekur við skóladagur hjá strákunum og vinna hjá gamla manninum sem líður á örskotsstund í eilífri baráttu við klukkuna ... úff hún er að verða ..
Þá hefst næsti kafli, keyra þann yngir á fótboltaæfingu hjá Samherjum og þann eldri á fótboltaæfingu hjá KA .... í sveitina og aftur í bæinn og svo aftur heim í sveitina ..

18:30 allir komnir heim og þá hefst heimalærdómur, leikir og tölvur og gamli maðurinn í eldhúsinu að elda kvöldmatinn, þvottavélin mallar á meðan á einu hlassi og svo meðan maturinn kraumar straujast svona eitt fatasett á hvern eða tvö ..  en allt endar þetta svo á "gæðatíma" þar sem allt mögulegt er tekið fyrir, verið að kryfja daginn, eða lífið, eða eitthvert smá bátt sem einhver í hópnum hefur fengið á sálina, putta eða fót þann daginn. Þessir tímar eru oft óborganlegir þó þeir séu ekki langir og senda alla brosandi í draumalandið.

Þá kemur stóra spurningin, heitt bað eða blogga !? stundum er bara best að fara í sjóðheitt freyðibað og gleyma tölvunni og bloggvinunum öllum, he he ...

Um síðustu helgi rukum við í eitt spennandi verkefni sem reyndar endaði bara sem ævintýri sem var á við borgarferð. Við tókum okkur til við að þrífa og græja íbúð sem við eigum á Akureyri með húsgögnum og er hugmyndin að fara að leigja hana út sem lúxusdvalarstað á Akureyri.

15022008(002)  15022008(001)

15022008(003)  15022008(004)

Þetta er yndislega falleg íbúð á besta stað í göngufæri frá leikhúsinu og helstu veitingastöðum bæjarins. Með húsgögnum og smáhlutum á þetta að verða að dekurdvalarstað fyrir gesti Akureyrar sem eru ekki í sukkhugleiðingum, heldur í leit að ró afslöppun og góðri afþreyingu í skamman tíma. Var búinn að vera með íbúðina í fastaleigu síðan ég keypti hana fyrir tæpum tveimur árum, en sorry því nenni ég ekki lengur ... sóðaskapur og leiga ekki greidd mánuð eftir mánuð .. Nebb ég nenni ekki að standa í svoleiðis (er reyndar að vona annarra vegna að ég hafi verið óheppinn með leigjendur).

En hvað um það þessi vinnutörn okkar feðga endaði náttúrulega með því að við vígðum íbúðina og gistum þar eftir að hafa labbað í bæinn og fengið okkur að borða. Ótrúlega gaman þó við værum aðeins 18 km að heiman, upplifðum þetta eins og bestu borgarferð. Nú er bara eftir að snurfusa þetta og prófa svo markaðinn. Skutumst í gær milli atriða og fjárfestum í 42" plasma sjónvarpi fyrir höllina, sem að sjálfsögðu á að innihalda öll nútímagæði, sem teljast staðalbúnaður lúxusslökunar, he he ..

En hvað hefur þetta með rausið í mér í upphafi að gera,... Jú niðurstaðan er sú að það er allt í lagi að vera upptekinn uppfyir haus ef það eru skemmtileg verkefni sem maður er upptekinn af og gefur sér líka tíma fyrir slökun, gleði og hlátur í prógramminu ...

Svo hefur maður heldur ekki tíma til að vera leiðinlegur við einn eða neinn á meðan LoL ..

Bless í bloggheima því nú nær freyðibaðið yfirhöndinni, he he .. Wink


Hvað með hitt eyrað?

Æ er ekki í neinu bloggstuði, en hnaut um þennan gamla góða brandara aftan á Andrés Önd, sem hér er í viðhafnarútgáfu því bæði eyrun koma við sögu, he he ...

Maður sem hafði brennt á sér bæði eyrun leitaði sér lækninga.

Læknirinn: Og hvernig gat þetta gerst?

Maðurinn: Jú ég var að strauja skyrtur þegar síminn hringdi og ég setti straujárnið upp að eyranu í staðinn fyrir símtólið!

Læknirinn: En hvað með hitt eyrað?

Maðurinn: Nú, ég varð auðvitað að hringja í neyðarlínuna

LoL Tounge ...


Loksins kom myndbandið úr vinnslu

Já hér er loks myndbandið frá Öskudeginum komið úr vinnslu. Var farinn að halda að það hefði lent í ritskoðun hjá MBL og ekki hlotið náð, he he ...

En myndbandið er blanda af nokkrum myndum og myndbandsbrotum frá öskudagsævintýri Karls og vina hans úr skólanum, þeirra Jakobs Atla, Gunnars og Fjölnis.

 

Bros og kveðja í bloggheima :)

Þjóðsöngurinn borgaði tvöfalt á Öskudaginn

Það var mikið líf og fjör á Öskudaginn á Akureyri að venju. Ég tók mér frí í vinnunni fyrri hluta dagsins þar sem sönglið yngri sonarins útnefndi mig sem bílstjóra, aðstoðarmann og myndasmið dagsins. Í liðinu auk Karls voru vinir hans úr skólanum þeir Jakob Atli, Fjölnir og Gunnar.

Picture 027Picture 019

 

 

 

 

Karl                                                                                          Gunnar

Picture 031Picture 069

 

 

 

 

                                               Jakob Atli 

Fjölnir



 

Strákarnir voru búnir að æfa heilt lagaprógramm sem þeir sungu af innlifun og hlutu mikið lof fyrir. Ekki skemmdi heldur fyrir að þeir höfðu unnið til verðlauna fyrir "Fallegustu framkomuna" í söngkeppni skólans daginn áður.

Picture 039   Picture 081

Picture 090  Picture 092

Svo var ekki leiðinlegt að syngja í stúdíó í beinni útsendingu hjá N4
Picture 060  Picture 064

og svo að syngja sig inní viðtal á RÁS 2 um morguninn
Picture 066 

En heimsókn í Gúmmívinnsluna toppaði allt hjá þeim, því þar sungu þeir þjóðsönginn af mikilli innlifun og fengu tvöfaldan nammiskammt að launum og mikið klapp og lof.

Þegar vertíðinni var lokið var komið að því að skipta launum dagsins, öllu namminu, uhhú ...

Picture 099  Picture 100

Og það var ekkert smáræði ......

Daginn enduðu þeir svo með viðkomu á spítalanum á Kristnesi og sungu þar fyrir þá sem voru í þjálfunarsundi dagsins

Picture 108 ..... og þar fengu þeir að tæma nammiskálina því svo fá börn höfðu lagt leið sína þangað.

Þetta ver ótrúlega skemmtilegur dagur og myndatökumanninum og bílstjóranum leiddist ekki mikið heldur.

Hér eru svo í lokin smá myndbandsbrot frá deginum:

<<<< en myndböndin eru víst í vinnslu >>> vonandi get ég bætt þeim inn á morgun, því þau eru Nett frábær af pjökkunum :)


Snjór og meiri snjór

Lítið bloggað, en samt smá kvitt í lok helgar. Hér hefur snjóað heil reiðinnar býsn. Kosturinn er að allt er ótrúlega fallegt úti og kynstrin öll til af þessu náttúrulega efni til að byggja snjóhús, virki, kalla og kellingar í röðum. Snjórinn var þó ekki bara til að skemmta okkur feðgum, því í gærmorgun komumst við ekki af bæ. Heimreiðin okkar sem er bæði brött og varasöm var á kafi í snjó og glærasvell undir. Við lentum í smá ævintýrum þegar við ætluðum að koma Kára á fótboltaleik í Bogann. Við fórum eins og í rússíbana niður brattasta kafla heimreiðarinnar sem endar í vinkilbeygju ... Við náðum að redda því með því að stinga okkur innúr beygjunni inná túnið sem er einn af fáum stöðum sem það er hægt. Eftir nokkrar ítrekaðar tilraunir til að fara uppá veginn aftur og komast lengra gáfumst við upp því svo hált var í snjónum að bíllinn lak bara útaf aftur og aftur. Við björguðum okkur svo heim túnið í hálfgerðum rallýakstri gegnum lausamjöllina og fórum þetta mest eftir minni því engin leið var að sjá hvar snjórinn væri grynnstur. Vorum nærri búnir að kafsigla bílnum einu sinni en þá stóð snjóstrókurinn fyrir hliðargluggana og stóran hluta af framrúðunni einnig.

Við gáfumst þó ekkert upp því við vorum líka á leið í afmæli seinna um daginn. Elsti brói var fenginn til að sækja okkur og við gengum í veg fyrir hann niður á þjóðveginn. Fengum síðan lánaðan bíl til að klára daginn. Á morgun þurfum við því að labba niður á þjóðveg því við höfum engan fengið til að moka um helgina, en þar bíður lánsbíllinn okkar.

Pabbi þetta var algjör ævintýradagur sögðu strákarnir þegar við vorum að gera upp daginn í gærkvöldi. Í dag vorum við svo bara heima í mestu rólegheitum.


Vesæll eða velsæll ?

Já kannski er það heila málið, því í fljótu bragði virðist ekki mikill munur á því að vera vesæll eða velsæll eða hvað. Ég komst að því í kvöld að þetta hefur kannski vafist fyrir fleirum og e.t.v. hefur misskilningur eða ruglingur þessara orða breytt heimsmyndinni, humm .. !? Errm ...

Ég held ég sé velsæll og eigi að vera ánægður með mig og mína, en stundum verður maður bara vesæll af því einu að vera ánægður eða velsæll Blush ...   átti ég t.d. ekki að kaupa nýja 6 kúlu  jeppann ,....  hefði ég frekar átt að gefa eitthvað til vesælli eða minna velsælla en ég sjálfur er. Þetta er alltaf spurning sem ekki auðvelt er að svara.

Picture 006

Picture 002

Ég ákvað í kvöld að ég skildi reyna að leita svara við þessari áleitnu

 

spurningu og leitaði hófanna í bók sem mér áskotnaðist í dag, Passíusálmum Séra Hallgríms Péturssonar sem mamma var svo indæl að gefa mér.

Þetta er gömul og falleg útgáfa, prentuð í Reykjavík 1851.Picture 005
Til fróðleiks má einnig geta þess að á forsíðuna er prentað: "seljast óinnbundnir á 32 sk. silfurverðs" hversu mikið sem það kann nú að vera í dag framreiknað með vísitölu.

En nóg um það og snúum okkur að efninu, því þar rann upp fyrir mér ljós Woundering ... VELSÆLL maður hefur orðið VESÆLL við mistök í þýðingu sálmanna.

14. sálmur 15. vers í Passíusálma bók sem er prentuð 1971 og ég fékk í fermingargjöf hljóðar svo:

"Ó, vesall maður, að því gá,
eftir mun koma tími sá,
sama hvað niður sáðir hér,
sjálfur án efa upp þú sker"

(það skal hér tekið fram að vesall er það sama og vesæll, sá sem er snauður, eða ekkert hefur)

Sem sagt. Þegar ég fermdist var mér kennt að snauðir ættu að huga að því að þeir myndu uppskera eins og þeir myndu sá, eða hvað!? Woundering ....  en nú fékk ég sko svarið, he he .....

Picture 004Því í gömlu útgáfunni er þetta allt öðruvísi. Þar stendur nefnilega að velsæll maður skuli að því gá ...

Þannig að ég hef komist að því að þetta er allt í lagi eftir allt saman. Ekkert verra að vera velsæll.

En eftir sem áður þá mun gilda að "svo uppsker hver sem sáir í þessu lífi" en ég get alveg verið glaður á jeppanum mínum svo lengi sem ég held áfram að vera heill í hugsun og sýni öðrum skilning og kærleik eins og ég hef reyndar alltaf gert LoL Wink ..

Picture 007Það skal tekið fram að þetta er hugsað sem skemmtiefni, en ekki hugvekja örvingla manns

Bloggknús til vina og velunnara Wink Kissing ...

 


Þetta er nú meiri dagurinn

Datt bara í hug að hripa niður það helsta sem hefur gerst í dag. Ekkert skemmtilegt allt en engu að síður staðreyndir:

1) Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur og það svo skyndilega að borgarstjóra var ekki tjáð það fyrr en 20 mín í sjö eða nærri hálftíma eftir að allir helstu fjölmiðlar landsins voru komnir með beina útsendingu frá atburðinum. Einkennilegt ég bara spyr !? Nei kannski ekki eftir aðrar hræringar sem átt höfðu sér stað á þeim bænum.

2) Upplýst með öllu hve mikið af jakkafötum Framsóknarmenn keyptu fyrir kosningarnar og einnig upplýst að þau fatakaup ná ekki meðal fatapeningum fréttamanna á RÚV, skv. þeirra eigin fréttatíma.

3) Met fall varð í kauphöll Íslands er úrvalsvísitalan féll um 3,86% skv. Sedlabanka (rúm 4% skv. mbl). Nenni ekki að gá hvort er rétt. Mér telst til að þar hafi brunnið upp u.þ.b. litlir 80 milljarðar á einu bretti þar sem markaðsvirði skráðra félaga um áramót var tæpir 2.550 milljarðar. Frá áramótum hefur úrvalsvísitalan fallið um 15,83% sem segir mér að rúmir 400 milljarðar hafi gufað upp síðan um áramót. Svo er auðvitað spurning hvort þeir voru allir einhverntíma til, eða hvort búið var að fjárfesta einum of í væntingum sem áttu að skila sér.

Þetta er Ísland í dag. Ljósasti punkturinn í þessu öllu er sennilega að kaup Framsóknar á jakkafötum hefur verið góð fjárfesting, því ef þeir hefðu t.d. eytt milljóninni í hlutabréf í Spron þá ættu þeir ekki nema svona góðan 400 þús kall í dag til fatakaupa.

En hjá mér gerðist svo sem ekkert merkilegt í dag annað en að ég átti ágætan vinnudag í hlutafélagi sem ekki er skráð og því óháð spekúlasjónum "langríkra" fjárfesta en byggir þess í stað afkomu sína einvörðungu á rekstri og heilbrigðum viðskiptaháttum.

Jú svo samþykkti ég að hjálpa báðum strákunum mínum að kaupa sér nýja flotta síma .... Já við vorum sammála um að kallinn gæti alveg fjármagnað þá með hluta af peningunum sem hann hafði ekki tapað af því hann átti engin innlend hlutabréf.

Æ þetta bara er svona stundum :)


Eins árs bloggafmæli

Birtday cakeBloggið mitt er ný orðið eins árs, því fyrstu bloggfærsluna mína setti ég út 14. janúar fyrir rétt rúmu ári síðan. Að stíga fyrstu sporin í þessum heimi var eins og fyrir barn að takast á við nýja reynslu, spennandi en um leið svolítið ógnvekjandi. Myndi maður stíga feilspor, verða sér til skammar eða verða svo frægur að engan frið væri að fá. Þetta gat allt legið í kortunum á þeim tíma.

Birti hér til gamans fyrstu bloggfærsluna mína sem var í senn varfærin og hógvær Blush en um leið ofurlítið leitandi Undecided og ögrandi Cool Wink ..

14. janúar 2007
Getur bloggið breytt heiminum?

Þetta er víst mín fyrsta bloggfærsla á ferlinum, hvað sem svo verður !?

Ég fór strax að velta því fyrir mér hvort bloggið hefði einhvern annan tilgang en að vera bara "upplýsingahrúga" á vefnum sem allt of langan tíma tekur að lesa og skoða til að fá eitthvað vitrænt út eða eitthvað sem hjálpar manni sjálfum eða einhverjum öðrum að takast á við verkefni dagsins eða bara lífið í heild sinni.

Ég komst fljótt að þeirri niðurstöðu að það sem mestu skipti væri viðhorfið og andinn sem réði í bloggheiminum. Hér er góðmennska og heiðarleiki í gangi, en hér er því miður líka valdabarátta og hér vottar fyrir afbrýði, ótta og ofbeldi alveg eins og úti í hinum raunverulega heimi. Hélt eitt andartak að þetta væri tímabundinn flótti fólks frá raunveruleikanum, en það er það greinilega ekki.

Ég ætla því að blogga hér eingöngu ef ég hef eitthvað að segja sem hlýjar mér sjálfum eða sem ég hef trú á að eigi erindi við fleiri í bloggheimum. Held þetta sé hið besta mál og geti virkað eins og mannshugurinn sem er eitthvert öflugasta tól sem ég hef kynnst. Sé honum beitt rétt og einungis góðar hugsanir og réttlæti sem frá honum koma þá er ótrúlegt hvað hinn stóri heimur bregst vel við og kemur til baka til þess er sendi frá sér góða hluti í upphafi.

Í dag segi ég bara: "Njótið stundarinnar - því það er enginn annar sem gerir það fyrir ykkur

-----------

Hver er svo reynsla mín af bloggheimum á þessu ári sem liðið er?

- Er þetta bara ruslahrúga óskipulagðra upplýsinga?
- Er góðmennska og kærleikur við líði?
- Er öfund, valdabarátta og ofbeldi við lýði?

Í raun hef ég séð og upplifað þetta allt saman hér í bloggheimum. Margt ljótt hefur verið sagt og stundum jaðrað við að einstaklingar hafi verið lagðir í einelti. Nafnlausir einstaklingar hafa komið fram með sleggjudóma og gagnrýnt fólk og skoðanir þess með þeim hætti sem ekki getur talist eðlilegt. Í sumum tilfellum hefur maður orðið þess áskynja að bloggarar hafa þurft að loka á einstaka svarta sauði í hjörðinni til að fá frið.

Það sem mér er þó ofar í huga á eins árs bloggafmælinu er hve mikið gott er að finna hér inni. Kærleikur, væntumþykja og virðing fyrir öðru fólki, skoðunum þess, gleði og sorgum. Á þessu ári hef ég eignast fjölmarga góða bloggvini sem gefið hafa mér mikið með skrifum sínum eða kveðjum og hvatningu á blogginu mínu. Sumt af þessu fólki upplifi ég eins og það sé hluti af fjölskyldu minni, fólk sem lætur sig varða um hag minn og strákanna minna.

Ég hef líka náð að festa á blað margt sem ég nýt þess að lesa síðar sjálfur eins og ferðasögur okkar feðganna og skrif eins og lífsreynsluna sem við gengum í gegnum í bílslysinu forðum. Sú saga hefur reyndar einnig ratað á síður tímarits af blogginu mínu.

Þannig held ég að vegferðin um bloggheima sé ekkert ólík því sem gerist í mannheimum, við verðum að velja leiðina okkar sjálf. Taka þátt í því sem hentar okkur en láta annað lönd og leið. Láta kærleikann og góðar hugsanir ráða för en hleypa ekki því neikvæða að okkur.

Bestu kveðjur til bloggvina með þakklæti fyrir góð og spennandi kynni og kærleikann sem þið hafið sýnt okkur feðgum.

Bloggknús á ykkur öll HeartKissing ..

 


Mikið að gera og lítið bloggað, en spennandi ferð framundan

Þar sem búið er að vera mikið að gera í vinnu og heima hef ég lítið bloggað, en nú er smá ævintýri framundan hjá mér í fyrramálið. 

Handbolti

Svona dags daglega eru boltaíþróttir eitthvað sem nær ekki meira til mín en Nammibarinn í Hagkaup, Séð&Heyrt eða veðurfréttirnar á Stoð2. En þegar kemur að Evrópumóti í handbolta er mér ekki lengur alveg sama. Finnst það reyndar alveg ótrúlega spennandi og skemmtilegt að horfa á.

Ég var svo heppinn að það er búið að bjóða mér í handboltaferð til Þrándheims til að sjá fyrstu tvo leikina sem verða leiknir þar á morgun eða annað kvöld. Gat bara ekki sleppt þessu tækifæri þó ekki sé auðvelt að hlaupa burt og skilja strákana eftir með litlum fyrirvara.

En þetta verður ekki löng ferð, því ég fer eldsnemma í fyrramálið til Reykjavíkur og þaðan áfram með Fokker beint frá Reykjavík kl 9 til Þrándheims og svo heim sömu leið á föstudag. Þannig að þetta er bara ein nótt burtu og ég kem heim aftur á föstudag um svipað leiti og ég væri að koma úr vinnunni.

Vona bara að boltastrákunum gangi vel svo þeir komist nú allavega uppí milliriðilinn, sem síðan verður augljóslega þokkalega erfiður miðað við röðun í riðlana.

Ég ætla allavega að gera mitt til að styðja þá ... Whistling Wizard Cool ....

 


Falleg skírnarathöfn í Grundarkirkju

Í dag var stór dagur í lífi Gunnars Más (sonur Gunna elsta bróður) og unnustu hans Margrétar. Þau voru að láta skíra litla prinsinn sinn. Athöfnin fór fram í Grundarkirkju, sem er að öðrum kirkjum ólöstuðum alveg einstakt hús með mikinn sjarma og nálægð við það góða.

Picture 039

 

 

 

 

 

 



 

Litli prins hlaut nafnið Bjarnhéðinn Hrafn, kröftugt og fallegt nafn sem mun klæða hann vel.
Athöfnin var mjög falleg og litli prinsinn friðsæll allan tímann. Hannes Örn Blandon prestur gerði þessa stund að ógleymanlegri minningu með natni sinni og kærleik fyrir meðbræðrum sínum.

Picture 029-b     Picture 080

Prestur lék á alls oddi, enda gleðistund 

Picture 071     Picture 050
    
Stoltir foreldrarnir                                  Hannes Örn spilaði á gítar undir söng


Picture 088       Picture 089
Prinsarnir mínir með uppáhalds frænda      ......  og uppáhalds frænka (Ragga)
                                                                 komin í hópinn

Picture 085

 

Svo rændi hún Ragga frænka af mér vélinni svo ég lenti nú á einni mynd líka, en ég hef mestalla mína æfi verið falinn á bakvið myndavélarnar mínar við slíkar athafnir :)

 

Picture 075

 

 

 

 











Og svo að endingu litli prins, foreldrarnir, afar og ömmur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband