Snjór og meiri snjór

Lítið bloggað, en samt smá kvitt í lok helgar. Hér hefur snjóað heil reiðinnar býsn. Kosturinn er að allt er ótrúlega fallegt úti og kynstrin öll til af þessu náttúrulega efni til að byggja snjóhús, virki, kalla og kellingar í röðum. Snjórinn var þó ekki bara til að skemmta okkur feðgum, því í gærmorgun komumst við ekki af bæ. Heimreiðin okkar sem er bæði brött og varasöm var á kafi í snjó og glærasvell undir. Við lentum í smá ævintýrum þegar við ætluðum að koma Kára á fótboltaleik í Bogann. Við fórum eins og í rússíbana niður brattasta kafla heimreiðarinnar sem endar í vinkilbeygju ... Við náðum að redda því með því að stinga okkur innúr beygjunni inná túnið sem er einn af fáum stöðum sem það er hægt. Eftir nokkrar ítrekaðar tilraunir til að fara uppá veginn aftur og komast lengra gáfumst við upp því svo hált var í snjónum að bíllinn lak bara útaf aftur og aftur. Við björguðum okkur svo heim túnið í hálfgerðum rallýakstri gegnum lausamjöllina og fórum þetta mest eftir minni því engin leið var að sjá hvar snjórinn væri grynnstur. Vorum nærri búnir að kafsigla bílnum einu sinni en þá stóð snjóstrókurinn fyrir hliðargluggana og stóran hluta af framrúðunni einnig.

Við gáfumst þó ekkert upp því við vorum líka á leið í afmæli seinna um daginn. Elsti brói var fenginn til að sækja okkur og við gengum í veg fyrir hann niður á þjóðveginn. Fengum síðan lánaðan bíl til að klára daginn. Á morgun þurfum við því að labba niður á þjóðveg því við höfum engan fengið til að moka um helgina, en þar bíður lánsbíllinn okkar.

Pabbi þetta var algjör ævintýradagur sögðu strákarnir þegar við vorum að gera upp daginn í gærkvöldi. Í dag vorum við svo bara heima í mestu rólegheitum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Umm...  það er svo gott að vera bara veðurteftur í sveitinni og fá frið.... hehehee.. kannsat við það bjó á afskektum stað í nokkur ár...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 4.2.2008 kl. 00:53

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þetta er bara partur af sælunni við að búa í sveit Magna, sem maður tekur ekki nærri sér þar sem vorið og sumarið sjá til þess að maður gleymir svona jafnharðan og fer glaður inn í hvern vetur þegar hann kemur  ... Bollaður  ... hvernig á ég að koma bollunum til þín ... Hvað segirðu bara um að ég bjóði þér í bollukaffi

Já Magga það getur bara verið kósí að vera veðurtepptur  ..

Hólmgeir Karlsson, 4.2.2008 kl. 09:00

3 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Mikið rosalega hefði ég verið mikið til í að vra með í för þarna á laugardaginn, það er fátt skemmtilegra en svona svaðilför, það er ef hún endar vel. Ég átti lítinn Subaro Yusti man ekki hvernig þetta er skrifað, hér áður fyrr og fór allra minna verða á honum. Það eina sem stoppað mig voru hjólför sem voru það djúp að bíllinn náði ekki niður. Fór síðan bara út vopnuð skóflu ef illa gekk nú eða mottunum úr bílnum þær hjálpuðu líka oft. Fór meira að segja á bílnum 10 metra upp á Langjökul og lagði honum þar mitt á milli sérútbúnu jeppanna sem þar voru.

Já sveitin er æði, snjórinn er æði og þið eruð heppnir.

Góðar kveðjur frá Krók

Guðný

Guðný Jóhannesdóttir, 4.2.2008 kl. 12:22

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ og takk fyrir innlitið Guðný :) mér leiddist þetta ekkert heldur, hef alltaf haft lúmskt gaman af svona vetrarævintýrum ... og það var engin hætta á ferðum
Justy sögurnar þínar minna mig á gamla voffann minn (VWbjalla) sem var fyrsti bíllinn minn. Hann var eins og snjóþota að neðan og á keðjum fór hann næstum því eins langt og hugurinn  ...

Hólmgeir Karlsson, 4.2.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Frábær lýsing á rússibanareið  Get vel skilið að strákunum hafi ekki þótt þetta leiðinlegt.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.2.2008 kl. 18:43

6 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Bara gaman

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.2.2008 kl. 08:55

7 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Ævintýralegt... Sé fyrir mér gleðina í strákunum þínum.

Linda Lea Bogadóttir, 5.2.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband