Eins árs bloggafmæli

Birtday cakeBloggið mitt er ný orðið eins árs, því fyrstu bloggfærsluna mína setti ég út 14. janúar fyrir rétt rúmu ári síðan. Að stíga fyrstu sporin í þessum heimi var eins og fyrir barn að takast á við nýja reynslu, spennandi en um leið svolítið ógnvekjandi. Myndi maður stíga feilspor, verða sér til skammar eða verða svo frægur að engan frið væri að fá. Þetta gat allt legið í kortunum á þeim tíma.

Birti hér til gamans fyrstu bloggfærsluna mína sem var í senn varfærin og hógvær Blush en um leið ofurlítið leitandi Undecided og ögrandi Cool Wink ..

14. janúar 2007
Getur bloggið breytt heiminum?

Þetta er víst mín fyrsta bloggfærsla á ferlinum, hvað sem svo verður !?

Ég fór strax að velta því fyrir mér hvort bloggið hefði einhvern annan tilgang en að vera bara "upplýsingahrúga" á vefnum sem allt of langan tíma tekur að lesa og skoða til að fá eitthvað vitrænt út eða eitthvað sem hjálpar manni sjálfum eða einhverjum öðrum að takast á við verkefni dagsins eða bara lífið í heild sinni.

Ég komst fljótt að þeirri niðurstöðu að það sem mestu skipti væri viðhorfið og andinn sem réði í bloggheiminum. Hér er góðmennska og heiðarleiki í gangi, en hér er því miður líka valdabarátta og hér vottar fyrir afbrýði, ótta og ofbeldi alveg eins og úti í hinum raunverulega heimi. Hélt eitt andartak að þetta væri tímabundinn flótti fólks frá raunveruleikanum, en það er það greinilega ekki.

Ég ætla því að blogga hér eingöngu ef ég hef eitthvað að segja sem hlýjar mér sjálfum eða sem ég hef trú á að eigi erindi við fleiri í bloggheimum. Held þetta sé hið besta mál og geti virkað eins og mannshugurinn sem er eitthvert öflugasta tól sem ég hef kynnst. Sé honum beitt rétt og einungis góðar hugsanir og réttlæti sem frá honum koma þá er ótrúlegt hvað hinn stóri heimur bregst vel við og kemur til baka til þess er sendi frá sér góða hluti í upphafi.

Í dag segi ég bara: "Njótið stundarinnar - því það er enginn annar sem gerir það fyrir ykkur

-----------

Hver er svo reynsla mín af bloggheimum á þessu ári sem liðið er?

- Er þetta bara ruslahrúga óskipulagðra upplýsinga?
- Er góðmennska og kærleikur við líði?
- Er öfund, valdabarátta og ofbeldi við lýði?

Í raun hef ég séð og upplifað þetta allt saman hér í bloggheimum. Margt ljótt hefur verið sagt og stundum jaðrað við að einstaklingar hafi verið lagðir í einelti. Nafnlausir einstaklingar hafa komið fram með sleggjudóma og gagnrýnt fólk og skoðanir þess með þeim hætti sem ekki getur talist eðlilegt. Í sumum tilfellum hefur maður orðið þess áskynja að bloggarar hafa þurft að loka á einstaka svarta sauði í hjörðinni til að fá frið.

Það sem mér er þó ofar í huga á eins árs bloggafmælinu er hve mikið gott er að finna hér inni. Kærleikur, væntumþykja og virðing fyrir öðru fólki, skoðunum þess, gleði og sorgum. Á þessu ári hef ég eignast fjölmarga góða bloggvini sem gefið hafa mér mikið með skrifum sínum eða kveðjum og hvatningu á blogginu mínu. Sumt af þessu fólki upplifi ég eins og það sé hluti af fjölskyldu minni, fólk sem lætur sig varða um hag minn og strákanna minna.

Ég hef líka náð að festa á blað margt sem ég nýt þess að lesa síðar sjálfur eins og ferðasögur okkar feðganna og skrif eins og lífsreynsluna sem við gengum í gegnum í bílslysinu forðum. Sú saga hefur reyndar einnig ratað á síður tímarits af blogginu mínu.

Þannig held ég að vegferðin um bloggheima sé ekkert ólík því sem gerist í mannheimum, við verðum að velja leiðina okkar sjálf. Taka þátt í því sem hentar okkur en láta annað lönd og leið. Láta kærleikann og góðar hugsanir ráða för en hleypa ekki því neikvæða að okkur.

Bestu kveðjur til bloggvina með þakklæti fyrir góð og spennandi kynni og kærleikann sem þið hafið sýnt okkur feðgum.

Bloggknús á ykkur öll HeartKissing ..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Brilliant færsla minn kæri. Til hamingju með 1 árs afmælið.

Reynslusagan af bílslysinu hélt mér negldri niður. Áhrifarík og vel skrifuð frásögn. Er ekki hissa þó hún hafi verið birt á prenti. Í hvaða tímariti var það?

''Þannig held ég að vegferðin um bloggheima sé ekkert ólík því sem gerist í mannheimum, við verðum að velja leiðina okkar sjálf. Taka þátt í því sem hentar okkur en láta annað lönd og leið. Láta kærleikann og góðar hugsanir ráða för en hleypa ekki því neikvæða að okkur''.

Sérstaklega vel orðað

Jóna Á. Gísladóttir, 20.1.2008 kl. 16:44

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk Jóna ,... "You are one of my NUMBER one blogger friends"  ...
Tímaritið heitir Eyvindur og er norðlenskt.

Hólmgeir Karlsson, 20.1.2008 kl. 16:47

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk Magna  ... "You are one of my NUMBER one blogger friends to", to make that clear  .. hlýjan þín og viskan skín svo skært í gegn um það sem þú skrifar. Svo þekki ég svo vel fallegu röddina þína frá því ég var í gömlu vinnunni. Röddin segir margt :) ... þykir bara dáldið vænt um þig, erbara ekkert flóknara.
Takk fyrir bloggvinskapinn :)

Takk Valgeir, "nýjasti bloggvinur" fyrir fallega kveðju :)

Hólmgeir Karlsson, 20.1.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

 and Thanx ! Magna

Hólmgeir Karlsson, 21.1.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Til lukku með þetta...

Linda Lea Bogadóttir, 22.1.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband