24.8.2008 | 11:41
Algjörlega frábært hjá strákunum
Þó svo það hafi verið erfitt að horfa á leikinn gegn Frökkum í morgun þá er þetta algjörlega frábært hjá strákunum, silfur á Ólympíuleikunum í Peking.
Til hamingju strákar og takk fyrir frábæra frammistöðu. Get heldur ekki látið hjá líða að gefa Þorgerði Katrínu og Ólafi Ragnari hrós og klapp á bakið fyrir þeirra frábæru framkomu í garð liðsins á þessum stóru gleði- og sigurstundum.
Sigurleikurinn gegn Spánverjum á eftir að lifa lengi í minningunni, sekúndurnar og augnablikin sem tryggðu aðganginn að úrslitaleiknum. Ekki minnst þess vegna gladdist ég með Spánverjum þegar þeir tóku við bronsinu sínu og leyndu ekki gleði sinni og ánægju með að vera á verðlaunapallinum ásamt Íslensku strákunum og Frökkum.
ALGJÖRLEGA FRÁBÆRT STRÁKAR, TAKK OG TIL HAMINGJU :):):)
Íslendingar taka við silfrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2008 | 23:02
Veldur sá er á heldur
Hef svo sem ekkert að blogga um annað en það að sem ég var að hugsa um: "Hvað við ráðum miklu um eigin gæfu og hamingju óháð því hvort lífið sé eitthvað að leika við okkur eða ekki". Einfaldlega með því hvað við leifum okkur að finnast um hverjar þær aðstæður sem við lendum í. Sjálfur veit ég að mótlæti hefur kennt mér mest og fært mig næst því sem ég vil kalla hamingju, það að vera sáttur og glaður við sitt.
Ekki það að ég hafi allt sem mig langar, það er ekki málið. Ég á mér drauma og oft óraunhæfa, en án þeirra væri lífið marklaust ferðalag og maður hefði ekkert að stefna að. Ætla að láta þessar litlu vangaveltur vefjast yfir í myndir sem ég tók á sunnudaginn þegar ég var einmitt að hugsa um það hvað við ráðum miklu um okkar eigin tilvist og hamingju. Sólin í lífi hvers manns kemur ekki fyrr en viðkomandi er tilbúinn að taka á móti, tilbúinn að trúa að hann sé verður þess og tilbúinn að leggja eitthvað á sig ...
reyna að teygja sig eftir henni ...
og já ... trúa því að það sé hægt
að lokum Ná henni :)
trúa
sigra
og
njóta
A U G N A B L I K S I N S
Bros í bloggheima :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.8.2008 | 01:28
Allt að komast í samt lag
Já nú er ég loks búinn að endurheimta "hausmyndina" á bloggið mitt og er ég því í rónni. En þetta er ein af uppáhalds myndunum mínum úr seríu sem ég tók við Reykjavíkurtjörn eldsnemma morguns. Hef aldrei þorað að setja neitt af þessum myndum mínum á bloggið því ég er svo hræddur um að einhver steli þeim og misnoti :( .... og verði kannski ríkur og frægur á minn kostnað, he he... En þar sem bloggvinir (konur) hafa verið að hæla myndunum mínum svo mikið að undanförnu (ég roðna sí og æ) læt ég þrjá flakka í fuglaseríunni af tjörninni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.8.2008 | 20:09
Blogg í tætlum
Æ það var gott að koma heim í gær þó ferð okkar feðga til DK og Svíþjóðar hefði verið algerlega frábær. En hvað tekur svo á móti manni þegar maður kemur og ætlar að fara að skrifa ferðasöguna ... uh, huuu ... bloggið allt í steik. Búinn að sitja sveittur við að koma einhverju skikki á þetta en hef þó ekki náð að koma "hausmyndinni" upp aftur .. en bjó til nýja til bráðabrigða.
Svo er allur botn dottinn úr mér núna við að skrifa ferðasöguna þannig að hún bíður. Verð þó bara að segja að veðrið var rúmlega geggjað 28 - 30 ... og Karl minn vildi helst vera hálfur á kafi í vatni allan sólarhringinn. Læt fylgja nú smá myndaseríu sem ég tók eitt kvöldið við vatnið þar sem við bjuggum "på Beckaskogsslott í Sverige"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2008 | 21:50
Kiddi Kalli frændi á Nikulásarmótinu
Verð að leyfa mér að setja inn smá myndasyrpu sem ég tók af Kidda Kalla frænda á Nikulásarmótinu, en hann var þar að keppa með 6. fl. KA. Fyrir utan að vera algjör perla þá er strákurinn algjör snilli með boltann og hvergi banginn þó hann sé oftast meðal þeirra minnstu á vellinum. Hann og liðsfélagarnir hrepptu líka 1. sætið í sínum flokki. Læt myndirnar tala sínu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.7.2008 | 00:19
Samherjar í 4 sæti á Nikulásarmótinu
Ég átti eftir að gera smá skil fótboltaferðinni á Ólafsfjörð um síðustu helgi, en þar tók Karl þátt í keppni með Samherjum. Baráttan gekk bæði upp og ofan eins og gengur en fyrri daginn var spilað um riðla og endaði sá dagur þannig að þeir áttu að keppa í A riðli, en venjulega hafa þeir einungis teflt fram C-liði á slíkum mótum. Það var því á brattan að sækja en svo fór að kallarnir enduðu í 4. sæti A-liða á mótinu sem var auðvitað frábær og skemmtilegur árangur þegar upp var staðið.
Allir voru því kátir í lok móts. Við Kári áttum líka góðar stundir við að fylgjast með köppunum og láta okkur líða vel í hjólhýsinu á staðnum. Ekki skemmdi heldur fyrir að Kiddi Kalli, litli frændi, var að keppa með KA og pabbi hans og mamma á svæðinu einnig.
Læt hér fylgja nokkrar myndir frá leikjunum:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2008 | 00:18
Nokkrar fótboltamyndir
Set hér til minja nokkrar myndir af Karli Liljendal í baráttunni á N1 mótinu, sem var gríðarlega skemmtilegt og vel heppnað mót.
Samherjar á leið inná völlinn
Karl Liljendal
Samherjar enduðu mótið í 12. sæti sem var bara glæsilegur árangur hjá strákunum og allir fóru býsna sáttir heim. Baráttan á laugardeginum um 9. til 12. sætið reyndist erfið, enda mótherjarnir hörkusterk og flott lið.
Stutt er þó milli stríða því á morgun verður haldið á Nikulásarmótið www.nikulas.is sem er líka feyki skemmtilegt mót. Í kvöld stóð gamli maðurinn því á haus við að þvo og græja bílinn og hjólhýsið fyrir helgina, en við munum rjúka af stað strax eftir vinnu á morgun.
Bros og kveðjur í bloggheima og fyrirgefið kæru bloggvinir langvarandi bloggdoða hjá mér:)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2008 | 00:58
Fjör á N1 móti og Samherjar hafa sýnt glæsitakta
Æ það er víst orðið nokkuð langt síðan ég hef sett eitthvað á blað hér. Ekki það að það hafi verið einhver lognmolla hjá okkur feðgum eða í samfélaginu, nei síður en svo. Hef bara einhvernvegin haft nóg fyrir stafni og ekki komið mér að því að setjast við bloggmaskínuna
Það heitasta hjá okkur nú er að Samherjar, liðið hans Karls er búið að fara á kostum á N1 mótinu sem nú stendur sem hæst á KA svæðinu á Akureyri.
Sveitastrákunum, sem vegna fæðar eiga fullt í fangi með að manna eitt lið í 5. fl., var kannski ekki spáð stórsigrum gegn stóru félögunum af veðbönkum fyrir mótið. En kallarnir hafa sýnt og sannað að það eru alltaf jafn margir inná í einu og allir eiga möguleika ef þeir gera sitt besta.
Mótið byrjaðu þeir reyndar ekki vel því í fyrsta leik á miðvikudag mættu þeir Keflavík sem báru þá ofurliði. Þeir strákar mættu sterkir til leiks og unnu 5-0. Þetta var þó ekki til að brjóta sveitastrákana því þeir mættu gallharðir til leiks í gærmorgun og unnu þá alla þrjá leiki dagsins. Það voru stórir sigrar því þar lögðu þeir að velli Fjölni frá Reykjavík, B36 (Færeyskt lið) og Völsung frá Húsavík. Allir þessir leikir voru æsispennandi en þó má segja að sigurinn á Fjölni hafi verið sætastur, því þeir Fjölnisstrákar, blessaðir kallarnir, gerðu góðlátlegt grín að þeim fyrir leik og litu á þá sem auðvelda bráð. Leikurinn fór 1-0 fyrir Samherjum. Færeyska liðið unnu þeir 4-2 og Völsung 3-1. Leikurinn við Völsung var mjög dramatískur um tíma því okkar menn skoruðu raunar öll mörk leiksins og staðan var 1-1 eftir sjálfsmark þegar hetjan mín, rétt eins og Riise í Liverpool, setti boltann í netið þegar bjarga átti honum heim. En þetta setti þá bara í fluggír og áður en leiknum lauk bættu þeir tveim mörkum við.
Í dag áttu þeir svo eftir tvo leiki við sterk lið og því á brattann að sækja. Fyrst töpuðu þeir stórt, 0-5, fyrir Þrótti Reykjavík, en síðan mættu þeir HK og viti menn ... baráttuviljinn var en til staðar og lögðu þeir HK að velli 3-1. Ég verð að viðurkenna að það var eiginlega eini leikurinn þar sem ég vorkenndi andstæðingunum pínu, því HK strákarnir voru mjög prúðir og fágaðir leikmenn. Þannig gladdist ég með þeim þegar þeir settu loks boltann í netið, en þeir áttu síðasta mark leiksins. Vildi reyndar óska að ég hefði getað sagt það sama um öll liðin í keppni, en því miður sá maður líka allt of mikið af leik þar sem gert var útá að ekki yrði dæmt; ljótar bakhrindingar, fúkyrði áhorfenda og fleira sem enginn hefur getað kennt litlum strákum nema fullorðnir.
Efstir í riðlinum enduðu Þróttur R með 16 stig og Keflavík og Samherjar með 12 stig. Þar sem Keflavík vann þeirra viðureign og er með betri markatölu komast þeir í 8 liða úrslitin en Samherjarnir í 3 sæti riðilsins og spila því á morgun um 9 til 12 sæti.
Snilldarárangur hjá strákunum sem veðbankarnir ætluðu að myndu verma eitt af botnsætum riðilsins.
(Myndirnar eru teknar á Goðamóti nú í vetur)
Bloggar | Breytt 9.7.2008 kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2008 | 23:43
Prinsarnir mínir á Vortónleikum Tónlistarskólans
Það var jafn gaman og áður að hlíða á Vortónleika Tólistarskóa Eyjafjarðar sem haldnir voru í dag. Krakkarnir sem komu fram voru öll sem eitt alveg frábær og einstakt að upplifa hve stóran þátt tónlistin skipar í daglegu skólastarfi þeirra, en skólarnir tveir Hrafnagilsskóli og Tónlistarskólinn vinna mjög náið saman. Stærsti kostur þess er að krakkarnir ljúka tónlistarnáminu sínu á skólatíma og þarf því ekki að sendast með þau fram og til baka til að klára daginn. Þetta skilar sér svo sannarlega því hvorki meira né minna en 52% krakkanna í grunnskólanum eru í föstu tónlistarnámi og eru þá ótaldir þeir sem eru í forskóla (skildunám í tónlist), en að þeim meðtöldum eru 75% krakkanna í tónlistarnámi.
Læt hér fylgja vídeó af prinsunum mínum sem stóðu sig eins og hetjur með Aerosmith lagið "Walk this way".
Bros og bestu kveðjur í bloggheima :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.5.2008 | 19:34
Bráðum kemur vorið, með betri tíð
Já ég er viss um að vorið er á næsta leiti og þá fyllast allir gleði og dugnaði og draumar sem legið hafa í vetrardvala vakna á ný. Ágæt vinnuvika á enda og spennandi helgi framundan hjá mér, því á sunnudaginn eru prinsarnir mínir að fara að spila saman á vortónleikum tónlistarskólans. Get ekki leynt því að ég hlakka mikið til að sjá hvort þeir ná að bræða salinn eins og síðast, en þeir ætla að koma fram saman eins og þá, sá eldri með kassagítarinn og sá yngri með rafmagnsgítarinn.
Til ykkar sem lesið bloggið mitt, kæru bloggvinir og aðrir þá birti ég í gær færslu sem sprengdi allar lestrartölur á litla blogginu mínu og rataði inní fjölmiðla einnig. Færslan olli nokkurri spennu sem varð til þess að ég ákvað í morgun að taka hana út og hvíla hana um stund í það minnsta. Ekki það að ég standi ekki við hvert orð sem í henni stóð, síður en svo. Færslan lýsti mínum skoðunum sem þeir sem mest á þurftu að halda hafa þegar lesið og meðtekið. Þess má einnig geta að þeir voru ófáir sem höfðu samband við mig símleiðis eða með tölvupósti í dag og þökkuðu fyrir skrifin.
Óski einhver eftir að sjá hana á ný þá getið þið bara sent mér tölvupóst og fengið afrit af henni, sem ekki telst til opinberrar birtingar, eða þá hringt í mig og rætt efni hennar við mig.
Bestu kveðjur og góða helgi og bloggknús á bloggvinina :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)