Veldur sá er á heldur

Hef svo sem ekkert að blogga um annað en það að sem ég var að hugsa um: "Hvað við ráðum miklu um eigin gæfu og hamingju óháð því hvort lífið sé eitthvað að leika við okkur eða ekki". Einfaldlega með því hvað við leifum okkur að finnast um hverjar þær aðstæður sem við lendum í. Sjálfur veit ég að mótlæti hefur kennt mér mest og fært mig næst því sem ég vil kalla hamingju, það að vera sáttur og glaður við sitt.

Ekki það að ég hafi allt sem mig langar, það er ekki málið. Ég á mér drauma og oft óraunhæfa, en án þeirra væri lífið marklaust ferðalag og maður hefði ekkert að stefna að. Ætla að láta þessar litlu vangaveltur vefjast yfir í myndir sem ég tók á sunnudaginn þegar ég var einmitt að hugsa um það hvað við ráðum miklu um okkar eigin tilvist og hamingju. Sólin í lífi hvers manns kemur ekki fyrr en viðkomandi er tilbúinn að taka á móti, tilbúinn að trúa að hann sé verður þess og tilbúinn að leggja eitthvað á sig ...

Picture 142b
reyna að teygja sig eftir henni ...

Picture 141b
reyna að fanga hana ...

og já ... trúa því að það sé hægt


Picture 147c

að lokum Ná henni :)

trúa
sigra

og

njóta

A U G N A B L I K S I N S

Bros í bloggheima :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Bingó... hefði ekki getað orðað það betur sjálf...

Takk fyrir að vera farinn að láta sjá þig aftur... það er notalegt...

Bloggknús... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 12.8.2008 kl. 23:54

2 identicon

þú yndislegi maður ... knús á þig

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 18:02

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ó hvað þetta er satt... að við ráðum miklu sjálf. Hamingjutilfinning er örugglega 98% ákvörðun

Jóna Á. Gísladóttir, 17.8.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir kommentin, bros og bloggknús til ykkar :)

Hólmgeir Karlsson, 18.8.2008 kl. 14:26

5 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Gott blogg

Rúnar Haukur Ingimarsson, 18.8.2008 kl. 19:47

6 Smámynd: egvania

Takk Fyrir svona fallegt.

Kærleiks kveðja. Ásgerður

egvania, 2.9.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband