Öll viljum við lýðræði er það ekki?

Já ég held að innst inni viljum við öll sjá lýðræði virka í samfélagi fólks. En hvað gerist þegar mest reynir á, þegar við töpum í Eurovsion og kosningar á morgun sem við treystum "hinu" fólkinu ekki til að ráða fram úr af því sumum okkar finnst að aðrir séu ekkert að setja sig inní hlutina og kjósi svo bara eitthvað sem er flott eða töff þá stundina eða jafnvel af því þeir/þau urðu fyrir áhrifum af einhverri hjartahlýrri auglýsingu einhvers af framboðunum.

Eiríkur Hauksson

Eiríkur okkar Hauksson stóð sig eins og hetja með flott lag sem hann flutti með stæl, en hvað gerist Crying ... okkar maður kemst ekki áfram af því beytt var lýðræðislegri kosningu.

Lýðræði hljómar vel og er allra góðra gjalda vert, en stundum vildi maður bara fá að ráða einhverju um það. Það er bara því miður þannig að þeir sem eru í minnihluta verða undir, þannig er lýðræðið. Það er öllum orðið ljóst að hvorki Ísland eða önnur lítil norræn ríki eiga möguleika á að komast uppúr þessari austurevrópskuforkeppnisgryfju sem er lykillinn að draumalandinu Eurovision.

Hefði Eiki okkar komist áfram hefði hann átt allt aðra möguleika í aðalkeppninni, því þar er búið að takmarka lýðræðið, gera það að jafnræði þjóða þ.e. afmá stærðarmun þjóðanna. Væri forkeppnin með sama sniði er ég þess fullviss að Eiríkur væri að undirbúa sig fyrir annaðkvöldið,.. já og liði miklu betur og við þjóðin hans í gleðivímu og full bjartsýni á að okkar maður færi langt.

Við feðgarnir áttum bágt í gær, því allir héldum við með Eiríki. Ekki bara vegna þess að hann var okkar maður, heldur vegna þess að okkur fannst hann örugglega eiga eitt af 5 bestu lögunum. Við kusum hann svona bara á okkar litla lýðræðislega svæði, heima, og þar vann hann.DSC02444_Custom_sized

Við vorum að sjálfsögðu líka búnir að kyrja lagið hans allan liðlangann daginn og æfa það á gítara heimilisins til að hjálpa kalli nú yfir þröskuldinn. Hann var að fara að vinna í okkar huga.....  en hvað gerðist við vorum næstum farnir að gráta þegar 3 umslög voru eftir, síðan 2 og .... loks 1, þetta var hræðilegt..... það var eins og tómarúmið umlyki okkur, við bara horfðum hver á annan, gátum ekkert sagt lengi,.. það varð kalt í stofunni....

.... svo komu hljóðin.. pabbi þetta er ekki sanngjarnt, það er bara fullt af einhverju fólki að kjósa hvert annað og öllum er sama um Eirík þó hann eigi flottasta lagið, það eru bara allir að láta vini sína vinna.....  Já og ég var ekkert betri,... við erum svo fá að það skiptir engu hvað við kjósum heyrði ég mig segja ......

Við náðum ekki að fara að sofa fyrr en inní nóttina, því það tók okkur svo langan tíma að jafna okkur á þessu lýðræði sem fór svona með okkur og Eirík, sem átti að vinna. (Tekið skal fram að myndin af okkur feðgum er ekki frá í gærkvöldi heldur frá fjöslkyldutónleikum um áramótin. Mynd frá í gær hefði ekki verið birtingahæf vegna veðurskilyrða).

En á morgun eru svo kosningar á ný og við búnir að hrista af okkur ófarirnar frá í gærkvöldi og viljum lýðræði á ný. Vonandi færir lýðræðið okkur rétta niðurstöðu í þeim kosningum, en til þess þarf maður að vera sama sinnis og fjöldinn eða hvað. Við erum svo sem við öllu búnir því flokkurinn okkar er svona eins og Eurovison, stundum stór og skemmtilegur í könnunum en stundum lítill og ræfilslegur. Við setjum nefnilega x við B eins og sannir sveitamenn.

Kosningarnar eru lýðræðislegar um það er ekki efast á okkar heimili hvernig sem þær svo sem fara. Hitt er annað mál hvað verður um lýðræðið eftir kosningar. Þá setjast þau á þing þessi útvöldu og gera bara næstum því það sem þeim sýnist án þess að spyrja fjöldann og án þess að spá í lýðræðið. Þannig er þetta víst því við kjósum þau til að fara með okkar mál alveg eins og í aðalkeppninni í Eurovision. Þá skiptir fjöldinn ekki máli lengur til að ákveða hvað er rétt eða best fyrir okkur.

Það besta við morgundaginn er samt allt annað því að þá verða báðir "englarnir" mínir að spila á vortónleikum tónlistarskólans. Þar verður lýðræðið mitt í fullu gildi því þeir munu áræðanlega verða lang flottastir og vinna hjarta mitt og enginn sem getur komið í veg fyrir þá upplifun og sælu ekki einu sinni austurevrópuþjóðirnar.

Bros og góða nótt í bloggheima


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi takk fyrir hjartnæma færslu Hólmgeir. Og góða pælingu. Bið að heilsa strákunum þínum. Þú leyfir okkur að heyra hvernig gengur á vortónleikunum.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.5.2007 kl. 14:08

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir hlý orð Jóna og ég skila kveðjunni  ... Það var ótrúlega gaman á tónleikunum, því strákarnir mínir stóðu sig frábærlega. Þeir voru líka sáttir og glaðir með árangurinn og það er betra en að vinna í Lottó.

Hólmgeir Karlsson, 12.5.2007 kl. 17:04

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta var ansi spælandi með hann Eirík okkar, hann stóð sig frábærlega og lagið er svo flott!!! Kær kveðja norður frá Skaganum!

Guðríður Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 21:09

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já hann var bara lang flottastur kallinn. Hlý kveðja á Skagann líka  ...

Hólmgeir Karlsson, 13.5.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband