Stórfelld virkjanaáform á Norðurlandi, Goðafoss hugsanlega undir vatn!

Nú er ljóst að ráðist verður í nýja stórvirkjun á norðurlandi sem ekki hefur verið rætt um áður nema í þröngum hóp. Hér er um einkaframtak að ræða. Virkjunin mun byggja á lóni/stýflumannvirki sem verður að mestu jarðvegsstýfla og síðan stöðvarhúsi sem hýsir rafal virkjunarinnar. Í upphafi er einungis gert ráð fyrir einni túrbínu og einum rafal.

Að baki þessu standa tveir eldhugar og nú er einnig ljóst að faðir þeirra, sem þekktur er úr viðskiptalífinu, hafði trykkt sér landið sem virkjunin mun rísa á fyrir all nokkrum árum.

Endanleg staðsetning virkjunarinnar hefur ekki verið ákveðin, en að sögn framkvæmdaaðila er hugsanlegt að Goðafoss fari undir vatn. Telja þeir þó að þessi framkvæmd sé ekki matsskyld og algjörlega á þeirra valdi sem landeigenda að ákveða framhaldið.

Ég mun hugsanlega ná að birta myndir af fyrirhuguðu lónsstæði í kvöld, því ég ætla með myndavélina mína út af örkinni í dag í góða veðrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Barðason

Ja, hvur andsk... Eitt augnablik hélt ég að ég hefði litið vitlaust á dagatalið og það væri 1. apríl í dag! Mun fylgjast grannt með þessu hér á blogginu þínu, félagi...

Helgi Már Barðason, 1.5.2007 kl. 13:30

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

erum við stödd í the Twilight zone....? Ég hef nú ekki verið neitt æstur mótmælandi virkjanaframkvæmda en er þetta ekki of langt gengið?

Jóna Á. Gísladóttir, 1.5.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Var allt netsambandslaust hjá mér í gær. Helgi Már og Jóna, þetta er ekki svo slæmt, skýrist allt ef ég kemst á bloggið mitt í kvöld með myndir og frekari gögn í málinu. Það koma fleiri staðir til greina og mjög fáir ferðamenn hafa líka notið þessa Goðafoss, þannig að skaðinn er e.t.v. ekki stór :) Twilling zone eða 1. apríl, ubs .....  tek fram að þetta er persónulegur fréttavefur og öll birting á efni hans óheimil í öðrum miðlum nema með leyfi höfundar :)

Hólmgeir Karlsson, 2.5.2007 kl. 08:51

4 identicon

Goðafoss verður aldrei eyðilagður. Það eru ýmis öfl að baki því. Netleysið hjá þér í gær var vegna þess að ljósleiðari í Eyjafirði fór í sundur. Reyndar er það einmitt raforkuvirkjunin í djúpadalsá sem er ástæða þess að þessi ljósleiðari er til staðar, og einnig ástæða þess að þér og fleirum á sama svæði gefst kostur á að hafa betri nettengingu en gömlu 56k módem ;) Bloggið þitt er gríðalega gott. Rambaði inn á það af blogginu hjá Ellý Ármanns. Frábært að minnast á þetta með sykurlausu gosdrykkina, fólk þarf að vita þetta með að það er sýran sem veldur því að glerungurinn eyðist.

Diddi (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 09:39

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir innlitið Doddi og hlý orð um bloggið mitt. Já við njótum góðs af ljósleiðara Djúpadalsárvirkjananna. Fyrst náðist ljósleiðarasamband fram í Hrafnagil (skólinn) og næsta nágrenni um ljósleiðara sem tengist hitaveitumannvirkjum Norðurorku á Laugalandi. Síðan bættist ljósleiðari virkjananna við og tegir alvöru tölvusambönd lengst inn fjörðinn.

Varðandi sykurlausu gosdrykkina og glerungseyðinguna þá vantar meiri upplýsingar og umfjöllun um þetta, en dropinn holar steininn eins og sagt er  ..

Hólmgeir Karlsson, 2.5.2007 kl. 21:03

6 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Átti að sjálfsögðu að vera "Takk Diddi" en ekki Doddi :)

Hólmgeir Karlsson, 2.5.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband