Fæst orð bera minnsta ábyrgð

Þó svo að ég hafi sterkar skoðanir á því sem er að gerast í fjármálaheiminum ætla ég ekkert að skrifa um það núna, því persónulega finnst mér sorglegastur sá hluti sem nú er rétt hafinn, hlutinn þar sem allir reyna að slátra öllum og óttinn einn ræður för. Stór orð falla og menn bregðast við þeim með enn stærri orðum og aðgerðum eins og það eitt sé orðið ástæða hamfaranna,.. seðlabankastjóri á að hafa kostað Kaupþing 4 milljarða með einni setningu... strákarnir mínir höfðu fengið þá visku í grunnskólanum sínum að Rússland hefði bjargað Íslandi frá þjóðargjaldþroti... gamlir vinir okkar eru ekki lengur vinir, en vilja svo kannski vera vinir á ný eftir að rússar sýndu okkur vinahug, þá hópast þeir aftur í kringum okkur eins og hundar að pissa upp við staur .... NEBB ekki meir um það nú.

Eftir að ég kom heim úr vinnunni í dag ákváðum við feðgar að hleypa engu að sem hefði með fjármál að gera. Áttum fyrst kósístund saman í stofunni þar sem við horfðum á barnatímann, þó við séum kannski allir vaxnir uppúr því prógrammi fyrir löngu. Síðan var náttúrulega kvöldmatur án fréttaglamurs frá útvarpi eða sjónvarpi. Svo var bara dissað og æft örlítið á gítarana og að endingu fór pabbinn í að refressa bítlaklippinguna á þeim eldri sem síðasta vers fyrir háttinn.

Hefur ekki liðið svona vel síðan fyrir "kreppu" :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Góður - fín kreppuviðbrögð !

Rúnar Haukur Ingimarsson, 8.10.2008 kl. 22:55

2 identicon

Sæll og takk fyrir skrifin þín hér. Ég rakst á síðuna við leit um bankamálin. Ég sé að þú hefur haft skýra mynd af ástandinu og hættunum þegar um helgina á þeim tíma sem stjórnvöld lágu undir feld. Laugardagspósturinn þinn segir mikið um það sem síðar kom á daginn. Mjög fróðlegur pistill.

Kveðja Magnús

Magnús (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

sammála sammála sammála. Ég nenni ekki að hlusta á gífuryrðin í sannleika sagt. Óvissan er of mikil ennþá finnst mér, til að hægt sé að byrja að benda. Finnst vissara að bíða með það. Og sennilega mun ég láta aðra um það. Mistök eru til að læra af þeim.

En ég verð að viðurkenna að neyslufyllerí bankaráðsmanna lít ég ekki mildum augum.

það er gott að vita af ykkur feðgum í rólegheitum og afslappelsi.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2008 kl. 22:50

4 identicon

Kæri minn .. afskaplega gott að lesa pistil þinn reglulega , knús og kramMAkveðjur

frá mér til þín og þinna héðan að sunnan ...þín Guðríður

Guðríður Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 18:36

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir innlit og kommentin kæru bloggvinir :) ... og gaman að sjá þig hér Guðríður og takk fyrir jákvæðnina. Knús á þig og bestu kveðjur úr sveitinni fyrir norðan :)   ... er ekki að koma tími á MAhitting !?

Hólmgeir Karlsson, 14.10.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband