Davíð Oddson fór á kostum í Kastljósi

447446AÉg hlustaði á Davíð Oddson í Kastljóssþætti kvöldsins, eins og ég vona að sem flestir aðrir hafi gert einnig. Að mínu mati fór Davíð á kostum í því viðtali og dró upp mjög raunsanna mynd af þeim vanda sem þjóðin stóð frammi fyrir og þeim aðgerðum sem farið hefur verið í til að bjarga samfélaginu frá gríðarlegum fjárhagsvanda til langrar framtíðar.

Ég ætla ekki að kryfja þetta neitt frekar í þessu kvöldbloggi mínu, en þeim sem lásu bloggið mitt á laugardag, meðan ég eins og aðrir beið eftir að heyra hvað yrði, má ljóst vera að ég verð ekki í hópi þeirra sem hrópa úr "glerhúsi" og vilja skipta um áhöfn í Seðlabankanum.

Sigmar stóð sig líka vel að mínu mati, eins og hans er von og vísa. Hann náði að leggja fram allar þær helstu spurningar sem hljómað hafa úr samfélaginu og úr röðum bankamannanna, sem margar hverjar hafa verið og eru áleitnar og sumar einnig mjög óvægnar. Við þessum spurningum fengum við skír svör í samhengi sem fáir geta litið framhjá. Þetta snýst um þjóðarhag, en ekki sandkassastríð fárra manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sæll Bjarni. Sitt sýnist hverjum um gamla foringjann og það er bara eðlilegt og allt í lagi. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að Davíð sé einn fárra manna sem hefur þor og dug til að takast á við jafn erfiðar aðstæður og þessar og tilbúinn að taka nauðsynlegar ákvarðanir og fylgja þeim eftir.

Hann er líka klárlega góður leikstjóri eins og þú nefnir og leikstýrði þessum þætti frá upphafi til enda :)

Hólmgeir Karlsson, 8.10.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband