Nýtt Líf í hænsnakofanum

Það var heldur óvænt gleði þegar komið var við til að gefa hænunum í morgun áður en haldið var í skólann og vinnuna.

Picture 001

Haninn var óvenju tignarlegur þar sem hann spígsporaði hljóður um kofann eins og hann væri að undirbúa stóru ræðuna í stað þess að standa á öndinni og gala eins og hans er von og vísa.

Í varpkassanum lá frúin hans og leit út eins og hún hefði ákveðið að fara ekkert framúr þann daginn.

Picture 003

 

 

 

 

Þar sem mikil ró var yfir öllu mátti allt í einu heyra lítil tíst, JEBB viti menn undir vængjunum faldi hún 4 litla unga. Kellu hafði sem sagt tekist að liggja nógu lengi á eggjunum sínum, en uppá því tók hún meðan við vorum í Svíþjóðarferðinni og enginn til að tína eggin ...

Þegar heim kom í dag var svo ráðist í að reyna að hjálpa henni svo henni takist nú að koma þeim á legg. Vatni í dósarloki og smávegis af ungamat var komið fyrir hjá henni í varpkassanum og reynt var að telja í hana kjarkinn um að hún gæti þetta alveg þó hún hefði aldrei átt neina mömmu né pabba sjálf, aðeins litlar hendur sem kjössuðu hana og létu vatnsdropa leka á nebbann á henni þar til hún lærði að drekka. Hún var nefnilega fædd í útungunarvél alveg eins og haninn hennar ektemann.

Þar sem ekki var hægt að taka mynd af litlu krílunum nú fann ég fram nokkrar myndir frá því fyrir tveimur árum þegar hænsnabændurnir voru að hefja sinn búskap og fengu nokkra sólarhringsgamla unga afhenta í skókassa til umönnunar.

 

IMG_2543_3_1

IMG_2545_5_1Með daglegri ummönnun voru þeir fljótir að komast á legg, en þar sem engin hlý mamma var á staðnum bjuggu þeir fyrstu dagana í kassa á miðstöðinni og fengu þar að auki hitaflösku til að hjúfra sig að.

 

 

IMG_2556_12_1

Þegar þeir stækkuðu fengu þeir veglegra pappahús, eiginlega hálfgerða höll.IMG_2535_2_3_1

 

 

 

 

 

IMG_2536_3_3_1

IMG_2538_1_1

 

 

Seinna urðu þeir að viðfangsefni mikilla ritgerðasmíða fyrir skólann sem var til þess að nokkrir þeirra fóru í heimsókn í skólann einn morguninn.

 

 

IMG_2609_7_1IMG_2607_5_1

Á leið í skólann ....

 

Nú er bara að vita hvort hænumömmu og hænupabba takist að koma sínum ungum á legg með þetta foreldralausa uppeldi að baki.

Víð feðgar bíðum spenntir, en um leið ofurlítið nervusir yfir því hvort búið sé að rugla náttúruna of mikið eða hvort þetta sé allt til á teipi í "djúpinu" hjá hænumömmu og hænupabba.

Bros í bloggheima :)


Víðtæk þekking starfsfólks er undirstaða framfara

Ég leyfi mér stundum að segja að öll heimsins tækni og framfarir séu lítils virði ef fyrirtæki ná ekki að halda hæfileikaríku og vel menntuðu starfsfólki í sínum röðum sem er fært um að nýta tækifærin sem gefast til að skapa fyrirtækinu sérstöðu og samkeppnisforskot. Endurmenntun starfsfólks er því gríðarlega mikilvæg eigi fyrirtæki að ná árangri í hröðum breytingum markaðarins og samkeppnisumhverfi.

Ég er svo lánsamur að fá að leiða hóp af áhugasömu fólki hjá Bústólpa sem vinnur eins og það eigi hverja taug í fyrirtækinu og tekur með þakklæti á móti tækifærum til að auka við þekkingu sína. Þótt Þessi vinnuvika sem nú er á enda hafi verið krefjandi og löng hefur hún verið mjög gefandi. Ástæðan er sú að við vinnum nú að allsherjar úttekt á vinnsluferlum og tækni verksmiðjunnar með það að leiðarljósi að bæta gæði og afköst vinnslunnar.

Picture 003Sem lið í þessu hef ég skipulagt röð námskeiða fyrir starfsfólkið í öllu er lýtur að tækni og aðferðum við framleiðsluna. Alla vikuna hefur fólkið haft sérfræðing í verksmiðjunni til að leiðbeina um vélbúnað og tæknilausnir og í dag var svo sest á skólabekk þar sem farið var yfir það helsta skref fyrir skref.

Það sem gladdi mig mest við þessa vinnu var áhuginn og þakklætið sem starfsfólk sýndi þessu framtaki, sjá nánar hér: (www.bustolpi.is). Picture 013

Hæft starfsfólk er mesta auðlind hvers fyrirtækis því þar býr öll skapandi hugsun, þekkingin til að framkvæma hlutina, og þegar mest á reynir það eina sem getur skilið eitt fyrirtæki frá öðru í samkeppninni.

Margir vilja kannski segja að tæknistig, stærðar hagkvæmni og viðskiptavild vegi þar þyngra. Allt eru þetta mikilvægir þættir í samspili þess stóra klukkuverks sem eitt fyrirtæki er rétt eins og markaðssetnig og ímynd fyrirtækja geta skipt sköpum um velgengni.

Mergurinn málsins er þó alltaf sá að það er starfsfólkið sem á endanum vegur þyngst því það er jú þess að velja og nýta tæknina, framleiða og markaðssetja vöruna eða þjónustuna og koma rétt fram við viðskiptavininn.

Fer þreyttur og glaður að sofa og sendi bros og kveðju til bloggvina :)


Astrópía - Ragnhildur Steinunn - og maðurinn á bakvið tjöldin

Astrópía 1Fórum í bíó í dag feðgarnir og sáum Astrópíu, mynd sem kom skemmtilega á óvart. Ætla svo sem ekki að reyna að halda fram að myndin sé neitt listrænt meistarastykki en myndin er skemmtilega gerð og hugmyndin vel útfærð í því hvernig flakkað er milli raunveruleikans og hugarheims hlutverkaleikjanna með hetjuljóma.

Astrópía Ragnhildur Steinunn

Auðvitað góndum við allir á hana Ragnhildi Steinunni sem var alveg yndisleg í myndinni ekki síður en í Kastljóss þáttunum. Við lifðum okkur inní myndina og börðumst við dreka og óargadýr í huganum til að hjálpa henni Hildi (Ragnhildi Steinunni) til sigurs:)

Leikur hennar var líka mjög sannfærandi og á stóran þátt í að gera myndina að því ævintýri sem maður var leiddur inní. Gaman að sjá hve hæfileikarík hún er á þessu sviði líka. Er viss um að hún á eftir að láta að sér kveða enn meir í framtíðinni.

Að öðrum leikurum ólöstuðum þá átti "feimni ástarsöguþýðandinn og danskennarinn" stórgóðan leik og Sveppi var líka alveg óborganlegur "nörd".

FilmÞað sem gerði þessa bíóferð enn betri var að hann Maggi sýningastjóri "maðurinn á bakvið tjöldin" var búinn að bjóða okkur í auka ævintýraferð í sýningarklefann fyrir sýningu. Þar fengu strákarnir að handleika risafilmurnar og heyra allt um það sem gerist baksviðs í bíóinu. Þar fer mikill öðlingur sem ekki leiðist að fræða ungu kynslóðina.

Mæli eindregið með þessari mynd því hún er reglulega skemmtileg ævintýramynd.

Bros í bloggheima :)

 


Hrós er svo mikilvægt

Ég held ég sé vel meðvitaður um hve hrós fyrir smáa sem stóra hluti er mikilvægt. Að við hvetjum börnin okkar með hrósi og tökum eftir því sem þau gera, ekkert síður en mér hefur lærst það gegnum tíðina hve hrós er mikilvægt öllum á vinnustöðum hvort sem viðkomandi er lyftaramaðurinn, matráðurinn, sölustjórinn eða forstjórinn. Það er þó oft þannig að þeir sem eru í stöðunni að hrósa og hvetja fá oft minnsta hrósið. Þetta getur bæði átt við þá sem eru efst í stiganum
(í næðingnum) og svo foreldra.

Eldri sonur minn gaf mér hrós og hvatningu í kvöld sem var svo einlægt og sannfærandi að ég fékk gleðitár í augun. Þannig var að ég settist niður með gítarinn minn og ákvað að reyna við eitthvert fallegasta lag sem ég þekki "Tears in Heaven" með uppáhaldinu mínu honum Eric Clapton. Lag sem mér hefur alltaf fundist svo fallegt og einhvernvegin ósnertanlegt að ég hef ekki lagt í að læra að spila það, bara fundist það allt of flókið, svo mikil snilld að ég gæti það bara örugglega ekki.

Þegar ég hafði setið góðan hálftíma áttaði ég mig á að ég var búinn að ná laginu að mestu "með Clapton blæ og hreim" og Kári var sestur hjá mér að hlusta ...  Svo afréð ég að spyrja hvað honum finndist og hvort hann þekkti lagið. "Pabbi 6 ára krakki sem væri búinn að heyra lagið um strákinn hans Clapton einu sinni mundi vita hvað þú værir að spila, þetta er mjög flott"

Ég sagði honum svo að ég hefði ekki fyrr treyst mér til að reyna að læra það og langaði að ná því öllu eins og Clapton sjálfur og spurði hann hvað ég þyrfti að gera til þess?

"Pabbi þú þarft bara að minna þig á hver þú ert og að þú getur það sem þig langar að gera" og 
"svo þarftu bara að æfa smá i viðbót, og spila lagið aftur og aftur þangað til það bara er þarna"

Svo bað hann mig að spila lagið þegar hann var lagstur uppí rúm til að fara að sofa, því það væri svo róandi.

Takk og góða nótt Kári minn og bros í bloggheima :)


Kárahnjúkar og Kristján Jóhannsson um helgina

Þetta er búin að vera býsna viðburðarrík helgi hjá mér, því á laugardag fór ég í ferð með Landsbankanum að skoða Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði. Í dag endaði ég svo á tónleikum með Kristjáni Jóhannssyni í Íþróttahöllinni á Akureyri.

150x150_kristjanjohannsson01

Tónleikarnir með Kristjáni voru í einu orði sagt frábærir. Svolítið rólegir framan af en seinni hlutinn var svo alveg frábær, enda var stemmingin góð í troðfullu húsinu. Tveir aðrir söngvarar komu fram með Kristjáni þau Sofia Mitropoulos sópran og Corrado Cappitta bariton. Sérstaklega fannst mér gaman að hlusta á Corrado sem hafði einstaka sviðsframkomu.

Að söngvurunum ólöstuðum var svo Sinfóníuhljómsveit Norðurlands snillingar þessara tónleika í mínum huga.

Ég skemmti mér konunglega sem var miklu meir en ég átti von á því yfirleitt heillast ég lítið af þessum hluta músíkheimsins þó ég sé mikil mússíkæta :)

Kárahnjúkar og álverið

Lónið við KárahnjúkaFlaug snemma á laugardagsmorguninn til Egilsstaða, en þaðan var svo ekið á Reyðarfjörð að skoða álverið og síðan stöðvarhús og stífluna við Kárahnjúka. Á leiðinni austur tók fokkerinn lágflugs rúnt yfir svæðið þannig að maður náði að sjá svæðið vel úr lofti.

Picture 045

Sjálfur hef ég ekki komið þarna síðan rétt eftir að framkvæmdir hófust þegar enn var verið að vinna niður í gilinu og utan í hnjúknum. Það var því nokkuð tilkomumikið að upplifa þetta nú og sjá með eigin augum að þetta hafi verið framkvæmanlegt.

Picture 035Stærðirnar í þessu eru hreint ótrúlega og líkjast ekki neinu sem áður hefur verið framkvæmt hér á landi. Óháð því hvað mér og öðrum kann að finnast um umhverfisþáttinn í þessu þá eru þessi mannvirki hrífandi útfrá tækni og framleiðslu hugsun. Myndin hér til vinstri er tekin af stíflugarðinum niður í gilið. Picture 038Lónið var orðið nánast fullt og þegar við komum á staðinn var verið að hægja á fyllingunni með því að hafa botnlokann opinn. Þar mátti sjá hvílíkir kraftar eru á ferð þar sem vatnið sprautaðist út og niður í gilið. Þegar lónið verður orðið fullt og vatnið fer að renna um yfirfallið og þaðan niður í gilið er reiknað með að vatnsmagnið verið eins og tvær þjórsár og fossinn tvöfalt hærri en Gullfoss.

Picture 048

 

<< Hér sér inn yfir lónið af stíflugarðinum.

 

 

 

Picture 031Fórum einnig og skoðuðum stöðvarhúsið sem er grafið inn í fjallið skammt frá Skriðuklaustri. Ef ég man það rétt þá eru göngin inn að stöðvarhúsinu um 1 km á lengd og vélasalurinn um 100 metra langur. Fallhæðin niður í gegnum fjallið að túrbínunum er um 500 metrar og því eins gott að allt sé rétt út reiknað í svona dæmi.

Stöðvarhúsið sjálft minnti einna helst á verslunarmiðstöð eða tónleikasal að koma inní.

 

Það var svo ekki síður tilkomumikið að virða fyrir sér framkvæmdirnar á Reyðarfirði, því álverið sem þar er að verða tilbúið er ótrúlega flott hönnuð verksmiðja og verður líklega fullkomnasta álver til þessa í heiminum. Picture 020Kerskálarnir sem liggja samsíða eru kílómetri á lengd og þarna er gert ráð fyrir að nýta um þriðjung allrar innlendrar orku.

Picture 023

Einkum tvennt vakti ánægju hjá mér við að skoða þessi mannvirki og athafnasvæði álversins.

Ber þar fyrst að nefna fyrirtækið Bectel sem virðist einstakt í sinni röð hvað aðbúnað og öryggi starfsmanna varðar. Nokkuð sem er ansi ólíkt því sem hefur verið reyndin við mannvirkjagerðina við Kárahnjúka. Þarna sá maður og heyrði um vinnubrögð sem ég er fullviss að eru langtum fremri en við höfum séð hjá íslenskum stórverktökum.

Hitt var svo að sjá hve mikið er í raun lagt í útlitshönnun þessara stóru mannvirkja og staðsetningu sem tekur mið af því að þau falli í landslagið.

Enda þessa minnispunkta mína með smá myndbandi sem ég tók á "vasavélina" af vatnsflaumnum frá botnloka Kárahnjúkastíflunnar. Hljóðin segja sína sögu um kraftana sem þar eru að verki :)

 


Svíþjóðarferðin

Ég ætlaði alltaf að festa eitthvað á blað um ferðalagið okkar feðganna til Svíþjóðar um daginn. Þetta var ósköp notaleg ferð og þó ekki væri nema vika náði ég að gleyma vinnu og öllu daglegu amstri á meðan. Strákarnir tala líka um þetta ferðalag þegar það er rifjað upp eins og það hafi staðið allt sumarið.

Picture 012

Við flugum beint frá Akureyri til Köben seinnipart dags og gistum í Köben fyrstu nóttina.

Picture 018

Daginn eftir héldum við svo til Malmö með lestinni þar sem bílaleigubíll beið okkar. Við gistum síðan 6 nætur á sveitahóteli miðsvæðis á Skáni og fórum í stuttar dags- og ævintýraferðir þaðan.

Picture 017

Svíþjóð er fallegt land heim að sækja og fólkið þar alveg einstaklega gestrisið, hjálplegt og indælt. Við vorum ekki búnir að vera lengi á hótelinu okkar þegar strákarnir umgengust hjónin sem þar réðu ríkjum eins og þau væru frændfólkið sem beið þess að fá okkur í heimsókn.

Picture 210Hótelið var staðsett í þorpi sem heitir Skivarp örskammt frá stærri bæjum eins og Ystad og ekki nema tæprar klukkustundar akstur frá Malmö. Þetta var því kjörinn staður til að vera á þannig að hægt var að fara í stuttar ferðir til allra átta á vit ævintýranna.

Ég ætla hér bara að stikla á stóru því ævintýrin voru mörg sem við fundum uppá. Við hegðuðum okkur líka eins og við værum fæddir greifar og leifðum okkur að skipuleggja hlutina með engum fyrirvara, það er gerðum bara það sem okkur datt í hug þá stundina.

Picture 022

Þegar pakkað var uppúr töskunum kom í ljós að við vorum 11 á ferð á þremur flugmiðum. Já það var fullt af laumufarþegum sem ætluðu ekkert að missa af þessum ævintýrum, enda höfðu þeir legið á hleri síðustu dagana meðan rætt var um ferðalagið fyrir brottför.

Þetta svæði sem við ferðuðumst um er alveg kjörið fyrir rólegt og notalegt sumarfrí með börn í hópnum, því það er ótrúlega margt skemmtilegt að sjá án þess að fara í löng ferðalög. Picture 025Mesta ævintýrið var án efa að heimsækja Glimmingehus, en það er gömul kastalabygging frá miðöldum. Þar var hægt að þreifa á bardagasögunni og hvernig menn bjuggu sig út til að geta varist óvinum þeirra tíma. Picture 027

Andrúmsloftið þarna inni var seiðmagnað og eins og maður dytti inní söguna. Enda leið ekki á löngu þar til búið var að fjárfesta í vopnum svo endurvekja mætti atburðarásin þegar Svíar tóku á honum stóra sínum til að verja land sitt og þjóð. Picture 032

Þarna eyddum við heilum degi án þess að vita hvað tímanum leið. Bardagarnir bárust um allt húsið milli þess sem við fórum og fengum okkur hressingu í mat og drykk.Picture 035

Ævintýri þessa dags endaði svo með því að byggja eigin kastala úr kubbumPicture 040

 

Picture 051Einn daginn skoðuðum við Ales stenar sem er nálægt Kåseberga við suðurströndina, en þar er að finna torkennilega uppröðun á steinum sem menn vita ekki hvað var gert með. Ýmsar kenningar eru þó til um þennan stað m.a. að þetta sé eins konar himintungla dagatal eða skuggavarp sem segi fyrir um hina ýmsu tíma á árinu.

Við vorum svo sem ekkert í vafa eftir að skoða þetta, þetta var bara svona gamaldags útgáfa af Eimskipafélags mánaðardegi :)

Picture 020

Einn dagurinn var svo helgaður Malmö Festival, en það var mússík- og skemmtihátíð ekkert ósvipað menningarnótt hér heima. Við keyrðum þann morgun til Skurup og tókum lestina þaðan inní borgina því það var búið að vara okkur við að við myndum aldrei fá bílastæði ef við færum alla leið. Picture 029

Það var líka miklu meira gaman að taka eina af fjólubláu lestunum hjá Skånetrafik heldur en að keyra alla leið.

 

Malmö er ósköp falleg og friðsæl borg, en það var auðvitað extra gaman að upplifa hana á svona degi, fulla af fólki og lífi.Picture 065

Tónleikar, tívolí og nammi og góður matur á hverju götuhorni að ógleymdum kaffihúsunum sem heilluðu pabbann :)
Picture 064

Dagurinn leið áður en nokkur vissi af.


Picture 063

 

 

Picture 055

 

 

Picture 062

 

 

 


Einn af dögunum var svo helgaður heimsókn í Skånes djurpark, dýragarðinn í Höör. Þar hittum við fyrir geitur, birni, elgi, höggorma, jakuxa og náttúrulega nokkra svía einnig :)

Picture 175

Picture 136

Picture 128 Picture 141  Picture 153 

Picture 165    Picture 159 

Við heimsóttum Smygehuk, syðsta odda Svíþjóðar og þar var hægt að taka smá rimmu við hafið ..

Picture 114Picture 112
Þar var líka fjara sem var gaman að skoða með ótrúlegu safni af litríkum steinum ....

... enda endaði 1-2 kg af fjörunni í farangrinum okkar ..Picture 116.  Mikið er þarna af hvítum kalkríkum steinum.

 

 

Picture 072

 Það besta við að vera þarna var að við fórum sjaldan í meir en klukkutíma akstur til að komast þangað sem okkur langaði. Dagsferðirnar voru því stuttar og nógur tími til að skoða eða bara eiða tíma líka á hótelinu sem var ósköp notalegt.

Í litla þorpinu okkar var líka þessi forláta gamla mylla.

Kvöldunum eyddum við eins og "greifum sæmir" fórum út að borða og létum stjana við okkur. Picture 080

Picture 081Maturinn á hótelinu var rosa góður og þar notuðum við tækifærið til að prófa það sem ekki hafðPicture 083i verið prófað áður.

Flest var rosalega gott, en sumt, humm ..  Kavíarinn góði í forrétt var kannski ekki það besta sem hafði verið smakkað. "Upplifun samt" ..

Þessi kvöld voru líka notuð til hins ýtrasta því strákarnir tóku upp nokkur vídeó með stuttum skemmtiatriðum sem þeir voru að semja ...

Picture 093Picture 090

Og svo var "nottlega" ís og kaffi í eftirrétt :)

Picture 098

 

Picture 105Stundum varð þetta kannski full mikið af kaloríum  en það var svo sem aldrei vandi að finna notkunarmöguleika fyrir þær heldur því víkingarnir frá Glimmingehus birtust alltaf með reglulegu millibili og þá gat verið jafn gott að verða ekki fyrir Picture 102...

Picture 104Eftir góðan bardaga var þó alltaf hægt að finna ró til að fara að sofa í skímunni frá glugganum kynngimagnaða á herberginu okkar Picture 019

Það besta var að hann snéri útí trjágarð við hótelið.

Í þessum garði var líka töfratré sem fæddi af sér epli eins og hver gat í sig látið Picture 024...

 

Ferðasagan verður aldrei rakin hér öll en ég ætla þó að hafa hér nokkrar myndir í viðbót til að minna okkur á hvað við í raun gerðum mikið, sáum mikið og upplifðum mikið í þessari ferð þó við værum að slaka á allan tímann.

Picture 056

 

 

Ströndin við Kåseberga, falleg og heillandi sandströnd >>>

Picture 120

 

Við höfnina "Smygehamn" við suðuroddann

 

 

 

Picture 124

<< Inni í skóginum við Torups slot

Picture 127

 

       Frá kornökrunum >>

 

 

Picture 182

 

og svo var að sjálfsögðu farið að skoða smá skógarhögg .. því það sér maður jú ekki hér heima.

 

 

 

Picture 179

Þessar myndir eru frá Konungagröfunum Picture 180við Kivik sem eru "Sverges största bronsaldergrav"

Þessi gröf, eða haugur, er hlaðin úr stórum steinum og er 75 metrar í þvermál. Ekkert er vitað um hverjir þar hvíla en hér mun þó hafa verið um "betydningsfull person med stor makt och inflytande" ...

 

Picture 184Picture 189

Við heimsóttum líka Kristianstad sem er stór bær upp með austurströndinni.

Picture 190

Picture 194

 

Í Kristianstad var mjög gaman að fara í búðaráp því þessi borg er alvöru verslunarbær. Þar tókum við smá sprett í innkaupum á skólafötum fyrir veturinn ....

 

                              Kári að máta hettupeysur  >>>

 

Picture 198

Við heimsóttum líka sveitabæinn hans Nils Holgeirson (Nilli Hólmgeirsson) sem fór í "heimsreisuna" um Svíþjóð og langaði alltaf heim aftur .... (Ævintýrið um strákurinn sem flaug á gæsinni)

Skurups komun er einmitt heimasveitin hans. Picture 201

Þar var því miður lítið að sjá nema bæjarskiltið og leifar af gömlum brunni, því búið var að rífa bæinn hans.

Þetta var svolítið einkennilegt að upplifa því við höfðum lesið um hann í nýprentuðum ferðabæklingum og um alla sveitina voru merki og skilti til að minna á kappann. Vonandi er þetta bara þannig að til standi að endurbyggja bæinn hans. 

Heimferðin

HeimferðinPicture 211 var svo ósköp þægileg, því við lögðum upp frá hótelinu okkar heimferðardaginn, keyrðum inn til Malmö og skiluðum bílaleigubílnum, Skodanum okkar, og tókum svo lestina yfir Eyrasundið beint inná Kastrup flugvöll.

  Picture 214   Picture 217

Inná Kastrup notuðu "litlu greifarnir" svo að sjálfsögðu "business passann" hans pabba og létum fara vel um sig í betri stofunni um stund ...

Picture 219  Picture 218

Picture 221Síðan var flugið tekið beint til Akureyrar, sem er náttúrulega bara snilld :)

Heim komu allir sælir og glaðir um 5 leitið á Akureyrarflugvöll eftir stutt og notalegt ferðalag.

Picture 233

 

 

Á Akureyrarflugvelli eftir viku sæluferðina til Svíþjóðar, ferðina sem hafði verið rætt um og "spögúlerað" í og látið sig dreyma um síðustu tvö árin að einhvertíma yrði kannski að veruleika.

Já hún varð það, og stóðst allar væntingar. Eftir standa minningar til að skapa góðar stundir og ég efast ekki um að margar af ritgerðunum í skólanum í vetur sækja efni til einhverra af þeim ævintýrastöðum sem við heimsóttum, hvort heldur það verður frá "eintali við elginn" eða "stríðsminjunum í Glimmingehus".

Endum þessa frásögn okkar á einu stuttu myndbandi af elg mömmu sem var ósköp vinaleg, en hún var nú ekki mikið að pæla í "kolefnisjöfnun" blessunin,... því hún reif í sig allt sem hún sá af kolefnisætunum .... :)

Bros í bloggheima :)


Ljóskan með iPodinn

Verð bara að lauma þessum að, sem ég heyrði hjá ungviðinu í dag:

Blond with iPod

Ljóskan fór á hárgreiðslustofu og sagði klipparanum að hann mætti alls ekki taka iPod eyrnatólin úr eyrunum á henni, alls ekki ,...  endurtók hún.

Þessar ljóskur hugsaði klipparinn og fór að klippa hana. Hann var náttúrulega í sífelldum vandræðum með að komast að hárinu fyrir snúrunum ....  svo á endanum ákvað hann bara að taka eyrnatólin af henni og sjá hvað hún gerði.

Hann hélt áfram að klippa,... en viti menn ljóskan fer að roðna öll í framan og svo verður hún öll blá og fellur að lokum meðvitundarlaus á gólfið.

Klipparinn skildi ekkert í þessu og var auðvitað brugðið, en ákvað þó að vita hvað hún hefði verið að hlusta á svo hann smellti á sig eyrnatólunum: "anda inn",... " anda út",... "anda inn",... "anda út"..

What a wonderful world wher iPod can make the big difference :)

 


The World of Blondies

I just wonder, are we all living in a perfect world of blondies!? þar sem ekkert má nema það sé sérstaklega leift með lögum eða reglum. Ekkert er hægt að gera nema til sé verklagsregla um hvernig eigi eða megi gera það ....  og bara svona til öryggis eftir síðustu færslu mína þá á ég bara við "að framkvæma eitthvað" með orðunum "gera það" skiljið Tounge ... ekkert meira spennandi en það.

En málið er að ég keypti mér draumaryksuguna í gær sem getur ryksugað vatn og ryk og drullu allt í einu án þess að verða ónýt, ryksugan sem mig hefur alltaf langað í til að þrífa bílana og bílskúrinn.

Til að gera nú allt rétt þá settist ég niður með þykka bók sem fylgdi ryksugunni á öllum hugsanlegum tungumálum .... (vitandi það að þetta er textinn sem hjálpar tryggingafélögunum að komast hjá að borga ef einhver gerir eitthvað öðruvísin en sagt hefur verið að megi) Smáa letrið skiljið ...

Það eina merkilega sem ég fann í bókinni og virtist skipta máli við notkun ryksugunnar var eftirfarandi texti:

Switching On and Off
PAS 11-21/PAS 12-27
To start the machine, set the On/Off switch 1 to I.
To switch off the machine, set the On/Off switch 1 to 0.
PAS 12-27 F:
To start the machine, set the operating mode switch 1 to I.
To switch off the machine, set the operating mode switch 1 to 0.

Eftir að hafa gengið úr skugga um hvort mín ryksuga væri PAS 11-21, PAS 12-27 eða PAS 12-27- F sem er gríðarlega þýðingarmikið því þær eru alveg eins nema með misstórum "ruslabelg" þá taldi ég mig líka fullvissan um hvort mín væri með "On/Off switch" eða "operating mode switch" ... og já ég afréð að ýta á eina takkann á ryksugunni og viti menn hún fór í gang :)

Veit þetta er ekki skemmtilegur texti, en ég fór bara að spyrja sjálfan mig hvað við gætum gengið langt í vitleysunni með allt dótið og draslið í kringum okkur með "manúölum" um allt og ekkert. Í þessum er meira að segja sérstakur kafli um hvað má ekki gera við rafmagnssnúruna ef búið er að klippa tengilinn af henni, yndislegt :) og sér kafli um snúrulausan tengilinn ..

Eini manúalinn sem ég sakna í þessu lífi er "Owners Manual" sem hefði átt að fylgja mér þegar ég kom í heiminn, he he .. LoL .. en nú ætla ég bara að fara að ryksuga bílana :)


Hann reið henni á miðri götunni fyrir framan fólksfjöldann

Hann reið henni útá miðri götunni fyrir framan fjölda fólks sem stóð þar prúðbúið og dáðst hafði að skrúðgöngunni sem nýverið hafði liðið þar hjá. Það gætti stolts og metnaðar í andlitinu þegar hann sló létt á læri hennar til að viðhalda taktföstum hreyfingunum sem fylltu hann unaði. Já hann ætlaði alla leið, það var ekkert sem gat komið í veg fyrir fullkomnun þessa augnabliks þrátt fyrir fólksfjöldann og alla athyglina sem þau fengu.

Þau höfðu aldrei gert þetta saman áður þegar aðrir horfðu á, bara æft sig heima allt sumarið. Þeim hafði þó gengið vel og náð miklum árangri með þrotlausum æfingum. Það var hreinn unaður sem fylgdi þessu og hann var alsæll og stoltur.

Þegar hann sá ömmu sína í röðinni meðal fólksins, hikaði hann aðeins á písknum eitt andartak, en svo flæddi brosið yfir andlit hans, því það var einmitt amma hans sem hafði gefið honum hryssuna um vorið og hvatt hann til að fara í reiðskólann. Þar sem honum hafði gengið svona vel var honum boðið að taka þátt í sýningunni á afmæli kaupstaðarins.

Já hugurinn ræður miklu um hvernig við upplifum hlutina!?  en takk fyrir innlitið LoL ..

Bros í bloggheima :) 


Say cheese ...

Veit ekki alveg hvað ég er búinn að koma mér útí Blush ...  Þegar maður er allt í einu farinn að hafa smá tíma fyrir sjálfan sig til að anda þá poppa alltaf upp einhver spennandi verkefni og marrrr bara segir ekki nei Frown ...  eða gerir maður það?

Ostur og músEn ég er sem sagt búinn að játast inná að taka þátt í samnorrænu verkefni um ostagerð í smáum stíl, "Småskaliga ost produktion". Verkefnið er að þróa öruggar aðferðir við framleiðslu osta í smáum stíl heima á bóndabæjum, en slíkt er þekkt víða um heim en nokkuð sem ekki á sér mikla sögu hér á landi, nema hvað forfeður okkar gerðu bara það sem þurfti að gera.

Félag landsbyggðavina í Reykjavík er formlegur aðili að verkefninu fyrir Íslands hönd en hafa leitað til mín um að vera faglegur ráðgjafi verkefnisins. Önnur aðildarlönd eru Noregur og Svíþjóð. Ég gat ekki sagt nei því það að þróa og hanna vörur úr mjólk er bara partur af lífi mínu, þó ég sé hættur að vinna fyrir mjólkuriðnaðinn.
Æ þett&#39; erbara svona, ef maður hefur einhvertíma helgað sig einhverju...

Ostur 2Ég er viss um að þetta getur orðið mjög gaman, því fátt væri skemmtilegra en ef maður gæti stuðlað að því að gera slíka framleiðslu öruggari og ekki síður ef tækist að ýta undir áhuga einhverra hér heima á að fara út í slíka framleiðslu í kjölfarið. Ostur er eins og vín, partur af menningu og upplifun og gæti því orðið hluti af því að glæða ferðamennskuna hér enn frekar, enda þegar kominn vísir að ýmsu spennandi í svona "local food" eins og það heitir á fína málinu :)

Svo er ég líka búinn að plata einn góðan fjölskylduvin hana Beate Stormo til að koma inní þetta líka, en hún hefur verið að fikra sig áfram með svona handverksframleiðslu.

Segi meir af þessu síðar og BROS og góða nótt í bloggheima.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband