Hrós er svo mikilvægt

Ég held ég sé vel meðvitaður um hve hrós fyrir smáa sem stóra hluti er mikilvægt. Að við hvetjum börnin okkar með hrósi og tökum eftir því sem þau gera, ekkert síður en mér hefur lærst það gegnum tíðina hve hrós er mikilvægt öllum á vinnustöðum hvort sem viðkomandi er lyftaramaðurinn, matráðurinn, sölustjórinn eða forstjórinn. Það er þó oft þannig að þeir sem eru í stöðunni að hrósa og hvetja fá oft minnsta hrósið. Þetta getur bæði átt við þá sem eru efst í stiganum
(í næðingnum) og svo foreldra.

Eldri sonur minn gaf mér hrós og hvatningu í kvöld sem var svo einlægt og sannfærandi að ég fékk gleðitár í augun. Þannig var að ég settist niður með gítarinn minn og ákvað að reyna við eitthvert fallegasta lag sem ég þekki "Tears in Heaven" með uppáhaldinu mínu honum Eric Clapton. Lag sem mér hefur alltaf fundist svo fallegt og einhvernvegin ósnertanlegt að ég hef ekki lagt í að læra að spila það, bara fundist það allt of flókið, svo mikil snilld að ég gæti það bara örugglega ekki.

Þegar ég hafði setið góðan hálftíma áttaði ég mig á að ég var búinn að ná laginu að mestu "með Clapton blæ og hreim" og Kári var sestur hjá mér að hlusta ...  Svo afréð ég að spyrja hvað honum finndist og hvort hann þekkti lagið. "Pabbi 6 ára krakki sem væri búinn að heyra lagið um strákinn hans Clapton einu sinni mundi vita hvað þú værir að spila, þetta er mjög flott"

Ég sagði honum svo að ég hefði ekki fyrr treyst mér til að reyna að læra það og langaði að ná því öllu eins og Clapton sjálfur og spurði hann hvað ég þyrfti að gera til þess?

"Pabbi þú þarft bara að minna þig á hver þú ert og að þú getur það sem þig langar að gera" og 
"svo þarftu bara að æfa smá i viðbót, og spila lagið aftur og aftur þangað til það bara er þarna"

Svo bað hann mig að spila lagið þegar hann var lagstur uppí rúm til að fara að sofa, því það væri svo róandi.

Takk og góða nótt Kári minn og bros í bloggheima :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Awwwww.... hvað hann er sætur. Hólmgeir svona kemur bara frá barni sem er vant að fá hrós og hvatningu heima fyrir. Knús til ykkar feðga

Jóna Á. Gísladóttir, 12.9.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Æ þið eruð bara rúmlega YNDISLEGAR báðar tvær, takk og knús fyrir kommentin :)

Hólmgeir Karlsson, 12.9.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er sem ég segi. Við ættum að temja okkur að hlusta á börnin í stað þess að heimta eilíft að þau hlusti á okkur. Það er fátt sem við getum miðlað til þeirra, sem þau hafa ekki sjálf miklu dýpri visku um.  Við erum yfirleitt bara að innræta þeim takmarkanir, sem þau þurfa svo að eyða hálfri æfinni í að losna við, ef þeim þá auðnast það.  Þetta var tímalaus lykilspeki, sem hrökk þarna af vörum snáðans.

Hrós er að vökva lífsblómið. Af því hlýst ekkert annað en jákvæður vöxtur.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.9.2007 kl. 23:43

4 identicon

Hæ Hólmgeir!

Takk fyrir síðast, svo frábært að þú gafst þér tíma til að koma og vera viðstaddur skírnina hjá litla prinsinum okkar.

Ekkert smá flottir þessir strákar þínir enda af góðum ættum ekki satt? Mínir vera alveg eins, kurteisir, fallegir og góðir með meiru :) Vona það allavega. Já og ég veit sko að þú hrósar þeim og ert frábær faðir.

kveðja frá okkur í R-víkinni.

Guðbjörg, litli brósinn og frændurnir 2.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 14:19

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Jón börnin hafa og eiga aðgang að allri þeirri visku sem við berjumst við að ná á lífsleiðinni eftir að hafa verið hnoðuð eins og leir og lituð af skoðunum, viðhorfum, ímyndum og væntingum samfélagsins. Fyrir börnum er kærleiksorkan sjálfsögð og hlutir eins og heilun bara partur af eðlilegu athæfi rétt eins og að draga andann eða hlæja. Þetta víkur svo oft inní skugga dulúðar fyrir veraldlegum mælistikum og eltingarleik við staðlaðar ímyndir. Eftir "flúðasiglingu" lífsins fara þessir hlutir svo oft að raðast saman aftur í "hið stóra samhengi" sem einu sinni "bara var".

Takk fyrir innlitið Guðbjörg :) gaman að sjá þig hér ..
Ég hefði ekki viljað missa af skírninni því þetta var yndisleg stund, bara sind hvað ég gat stoppað stutt. Það gladdi mig mikið að vera skírnarvottur litla prinsins, sjá hér, sem ég veit að á eftir að lýsa af þegar hann skokkar lífsbrautina.
Algjör perla drengurinn eins og stóri brói hans :)

Bið að heilsa Hansa bróa og prinsunum tveim :):)

Hólmgeir Karlsson, 13.9.2007 kl. 22:30

6 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Já ég skil þessa tilfiningu mjög vel var nú bara að blogga um hana um daginn... Hreinni og fallegri hugsun fær maður ekki en þegar börnin manns eru að hrósa okkur... eins og minn gutti... ég segi alltaf á hverju kvöldi góða nótt fallegi strákur, Guð geymi þig... og ég bráðna þegar minn svara góða nótt fallegasta mamma...

Þá finnst mér ég vera fallegust... því ég trúi barninu.

Ritknús...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 13.9.2007 kl. 22:47

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk Magga :) ...  sjálfur er ég farinn að trúa setningunni "besti pabbi í heimi" sem ég fæ svo oft að heyra .... og þá verður maður það bara líka án fyrirhafnar  ... (allavega besti pabbi sinna eigin snáða ... )

Hólmgeir Karlsson, 13.9.2007 kl. 23:00

8 identicon

Hæ elsku Hólmgeir minn :)

Það er sagt að börnum sé einlægni og hreinskilni eðlislæg...það verður samt að veita þeim umhverfi fyllt af öryggi, hlýju og svörun svo þessir eiginleikar fái að njóta sín og dafna. Það vantar greinilega ekki á Dvergsstöðum.

Þetta var eitt það fallegasta sem ég hef lesið.

Knús, Ragnheiður frænka.

Ragnheiður Diljá (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 14:03

9 identicon

Takk kærlega fyrir athugasemdirnar. Það er aldrei komið nóg af hrósi.Maður heldur áfram svona.

kveðja Kári

Kári (hrósarinn) (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 18:57

10 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ Ragga frænka. Takk fyrir innlitið og þín fallegu orð :)

Kári minn, mikið var gaman að sjá þig hér. Tölvutímarnir fara þá ekki allir í leiki og MSN :) :) he he ... Veit þú ert kominn í draumalandið núna, en herbergið þitt er ábyggilega fullt af englum útúr dyrum :)

Hólmgeir Karlsson, 15.9.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband