Hann reið henni á miðri götunni fyrir framan fólksfjöldann

Hann reið henni útá miðri götunni fyrir framan fjölda fólks sem stóð þar prúðbúið og dáðst hafði að skrúðgöngunni sem nýverið hafði liðið þar hjá. Það gætti stolts og metnaðar í andlitinu þegar hann sló létt á læri hennar til að viðhalda taktföstum hreyfingunum sem fylltu hann unaði. Já hann ætlaði alla leið, það var ekkert sem gat komið í veg fyrir fullkomnun þessa augnabliks þrátt fyrir fólksfjöldann og alla athyglina sem þau fengu.

Þau höfðu aldrei gert þetta saman áður þegar aðrir horfðu á, bara æft sig heima allt sumarið. Þeim hafði þó gengið vel og náð miklum árangri með þrotlausum æfingum. Það var hreinn unaður sem fylgdi þessu og hann var alsæll og stoltur.

Þegar hann sá ömmu sína í röðinni meðal fólksins, hikaði hann aðeins á písknum eitt andartak, en svo flæddi brosið yfir andlit hans, því það var einmitt amma hans sem hafði gefið honum hryssuna um vorið og hvatt hann til að fara í reiðskólann. Þar sem honum hafði gengið svona vel var honum boðið að taka þátt í sýningunni á afmæli kaupstaðarins.

Já hugurinn ræður miklu um hvernig við upplifum hlutina!?  en takk fyrir innlitið LoL ..

Bros í bloggheima :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Þér tókst að plata mig... ég er dóni!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.8.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Nei þú ert örugglega ekki dóni Gunnar :)     en ég skrifaði þetta bara í einhverri glettni til að friða hugann þar sem mér hefur ekki líkað fullkomlega við andrúmsloftið í bloggheimum undanfarið. Eins og það sé "inn núna" að ráðast á einstaka bloggara, sbr kommentið mitt, hjá Jenfo, eða gara allt til að fanga lestur gegnum fyrirsagnir.

Vil bara sjá meiri kærleika og virðingu fyrir náunaganum hér eins og úti á götu.
Bestu þakkir fyrir innlitið og kommentið :):)

Hólmgeir Karlsson, 30.8.2007 kl. 20:29

3 identicon

Þér tókst ekki að plata mig.. ég er greinilega rosalega siðprúð

Björg F (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 20:30

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Gott Björg, enda ertu hestakona er það ekki?  ...

Hólmgeir Karlsson, 30.8.2007 kl. 20:35

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

That makes you a "horse women" two  ...

Hólmgeir Karlsson, 30.8.2007 kl. 22:49

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gott og tvöfallt !

það er falleg setningin þín :það góða í lífinu - Kærleikur er allt sem þarf

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 07:34

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

voðalegur sorahugsunarháttur er þetta í fólki... ekki datt mér neitt misjafnt í hug

Jóna Á. Gísladóttir, 31.8.2007 kl. 13:43

8 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir innlitið og kveðju Steina, svo ekki sé minnst á bloggvinskapinn :)

Óhó Jóna þú ert nú barasta so mikill engill  ... 

Hólmgeir Karlsson, 31.8.2007 kl. 16:46

9 identicon

Úff ég var ekkert að pæla annað en eitthvað svona hrossa, nei nei ekki sjens :-)
ábbygilega alveg heilagur, en en ....  arrgg segi það bara "you got me" ....
Annars flott saga líka svona með hestinum skilurðu ...

Agnar (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 21:53

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

´Mig grunaði strax að svona siðvönd sál væri ekki að blogga einhvern grodda. En...þetta er ansi lúmskur samhnýtingur.

Þegar Eiríkur Jónsson var að brillera sem mest á DV, þá voru deilur milli Leoncie og Markúsar Arnar Leo var reið útvarpsstjóranum vegna stopuls flutnings á tónlist hennar og niðrandi ummælum.  Þá hljóðaði fyrirsögn um málið á DV svo:  "LEONCIE REIÐ MARKÚSI ERNI."

Jón Steinar Ragnarsson, 1.9.2007 kl. 00:18

11 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já það getur verið vand með farið okkar ylhýra mál Jón  ..
Það er ekki einusinni sama hvernig maður ber fram hið fallega nafn "Guðríður" ...
betra að taka engar pásur við það  ...
And good to see that you are back in tne bloggers world

Hólmgeir Karlsson, 1.9.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband