"Is it true" .. Algjörlega frábært

Langt síðan ég hef verið svona spenntur yfir símakosningu í Söngvakeppni sjónvarpsins, en vá besta lagið vann. Algjörlega frábært lag í snilldarflutningi Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur. Fallegt lag í fallegum búning. Til hamingju Ísland :)

Smellti að sjálfsögðu nokkrum myndum af þessari hrífandi stund

Picture 004

Picture 006

Picture 008

Picture 007

Picture 010

Annars fannst mér keppnin í ár öll hin skemmtilegasta og þátttakendum og þáttastjórnendum til mikils sóma. Létt yfirbragð og uppátæki þeirra "Jónsdætra" hefur gert þetta að einum skemmtilegustu júróvission vikum í mörg ár. Ekki bara vegna þess hve þær eru sætar og skemmtilegar heldur ekki síður vegna alls þess góða og jákvæða sem þeim hefur tekist að kalla fram í öllu því fólki sem þær hafa mætt við gerð þáttanna.

Reyndar fannst mér mjög mörg virkilega góð lög í keppninni í ár, svo góða að við gætum bara boðið Evrovision að sleppa aðalkeppninni og deila lögunum okkar út meðal mestu vinaþjóðanna. Þannig gæti Jogvan fengið að keppa fyrir Færeyjar með sitt fallega lag "I think the world of you" og t.d Hreindís Ylfa sungið "Vornótt" fyrir Norðmenn (yndislegt lag), Ingó sungið "Undir regnboga" fyrir Dani og já ætli við yrðum svo ekki að spandera einu fallegu lagi á Breta líka og þá kæmi fyrst í hugann "Lygin ein" eða "Easy to fool". Æ kannski smá grín í nafnavalinu, en lögin eru bæði flott og vel flutt.

Takk fyrir skemmtunina :)


mbl.is Lagið Is it true til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svakalega eru allir hérna með lágan gæðastuðul. Finnst ykkur hérna á blogginu þetta virkilega vera góð tónlist. Þetta er skelfilegt

Pétur Björnsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 13:08

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sæll Pétur. Hvað er góð mússík og hvað er ekki góð er að sjálfsögðu að stórum hluta bundið smekk hvers og eins og okkur er hverju og einu frjálst að hafa þar skoðun. Það að þér finnist þetta ekki hrífandi eða fallegt lag gefur þér hins vegar engan rétt til að dæma tónlistarsmekk okkar bloggara, sem höfum hrósað laginu og flutningi þess, sem "lágan gæðastuðul". Minn tónlistarsmekkur er jafn réttur og hvers annars og sá sem skiptir mig mestu. Mér finnst þetta lag einfaldlega einstaklega fallegt, flutt af glæsileik og með góðum söng. Held líka að það hafi ekki verið nein tilviljun að mitt atkvæði var bara eitt fjölmargra sem urðu til þess að lagið vann keppnina.
Óska þér alls hins besta :)

Hólmgeir Karlsson, 15.2.2009 kl. 14:19

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ Lísa. Já ég er viss um að þetta lag verður þjóðinni til mikils sóma, hvort sem það nú vinnur stórt eða ekki í aðalkeppninni :)

Hólmgeir Karlsson, 16.2.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband