Að sinna börnunum og barninu í sér í leiðinni hleður batteríin

Átti frábæran dag í dag þar sem ég tók mér frí úr vinnunni til að sinna litlu söngfuglunun Karli mínum og félögum sem höfðu að venju valið mig sem bílstjóra og aðstoðarmann á Öskudaginn. Aðkomustrákarnir voru mættir til mín uppúr sjö í morgun til að taka daginn snemma. Ótrúlega gaman að sinna þessum hóp þar sem þeir eru svo hressir og svo syngja þeir sig inní hjörtu allra með vel æfðu og kröftugu söngprógrammi. Tók engar myndir að þessu sinni en notast við eina af þeim frá í fyrra þegar við fórum saman um allar trissur í nammileit.

Picture 092

Að þessu sinni voru þeir þrír í sönghóp: Karl, Jakob Atli og Fjölnir. Fjórða manninn frá í fyrra, hann Gunnar, vantaði þar sem hann er fluttur suður. Þeir töluðu um að þeir hefðu átt að bjóða honum norður til að vera með.

Hjá mér hefur verið mikið að gera í vinnu að undanförnu, þannig að þetta var kærkomið tækifæri til að láta sig hverfa einn dag og verða einn af strákunum um stund. Það er svo notarleg tilfinning og um leið og maður brýtur sig útúr amstri dagsins þá fer maður að hugsa öðruvísi og hugsa um allt annað. Ekkert kreppuvæl kemst að á svona degi.Picture 635

Ég átti reyndar gullstund snemma í morgun, því ég vaknaði fyrir allar aldir eins og kjáni og gat ekki sofnað. Þar sem ég átti svona góðan dag framundan varð það til að ég fór bara á fætur þó klukkan væri ekki nema 5 og fór að sinna ýmsu fyrir sjálfan mig sem maður gerir ekki alla daga. Skrifaði m.a. bréf til fjarlægs vinar sem er mér mjög kær en hef ekki heyrt af lengi.

Myndin af mér hér til hægri lýsir best deginum mínum í dag.

Takk strákapjakkar fyrir góðan dag :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Ég hefði nú getað smellt eins og einni mynd af ykkur við matarborðið, svona á meðan þig biðuð. En er mjög sammála þér, góður dagur, mikið fjör og góð tilfinning að fara með lið sem kunni skemmtilega texta og kunni þá vel.

Sjáumst á laugardaginná kaffihúsi

Anna Guðný , 26.2.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Bjargaðist með myndatökuna, því það birtist þessi fína mynd af köllunum í Vikudegi, þar sem segir að "mótmælendur hafi ekki látið sitt eftir liggja á öskudaginn" :)

Hólmgeir Karlsson, 1.3.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband