13.12.2008 | 23:04
Óður til augnabliksins
Augnablikið á sér enga fortíð, það er núna.
Augnablikið er eins og upphaf lífs, án sögu en getur samt haft áhrif á framtíðina með því að gefa af sér önnur augnablik sem vert er að taka eftir og njóta.
Augnablikið er eins og að ákveða að skrifa bók, en þú veist ekki um hvað því þá er það liðið.
Augnablikið er koss þess er kyssir.
Augnablikið getur verið trunta ef þú teppir huga þinn.
Augnablikið er eins og afskorið blóm.
Augnablikið er sæla þess er nýtur.
HK haustið 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.