Hápunkturinn í erli dagsins -

Verð að viðurkenna að vinnan hefur tekið sinn toll að undanförnu því það er engin launung að það að standa í forsvari fyrir rekstri þessa dagana sem ekki má bregðast fyrir nokkra muni reynir meir á en oft áður. Þess vegna er maður ekki alltaf eins upplagður eftir vinnu og þegar búið er að þeytast milli staða til að ná öllu sem máli skiptir, hvort sem það eru endalausar keyrslur fram og til baka milli fótboltaleikja, föndurkvölda eða tónleika með strákana. Tíminn sem eftir er fyrir mann sjálfan er oft ekki annað en heitt freyðibaðið þegar aðrir eru sofnaðir.

saeinhverfiÉg brá þó út af því í dag og fór þreyttur og slæptur á Amtsbókasafnið til að hlusta á hana Jónu bloggvinkonu lesa úr bókinni sinni "Sá einhverfi og við hin". Náði því meðan sá yngri var á fótboltaæfingu.

Ég sé ekki eftir því, því það var ótrúlega gaman og gefandi að sjá og heyra þessa hrífandi konu kynna bókina sína og lesa úr henni nokkra kafla. Þó ég hafi margsinnis skipst á skoðunum við hana Jónu á blogginu og lengi litið á hana sem fjölskylduvin þá kom mér skemmtileg á óvart að sjá hve mikla orku og útgeislun hún hefur og hvernig henni hefur tekist að sættast við mótlætið sem gefandi lífsreynslu. Ég segi bara eins og ég hef áður sagt á blogginu mínu, hún er hetja og ekkert minna.

Viðurkenni það einnig fúslega að ég táraðist í tvígang meðan ég hlýddi á lesturinn, mest þó við lýsingarnar á því þegar sá einhverfi sat á fundi með Guði er þeir voru að velja honum foreldra og honum tókst að telja gamla manninn á að þau Jóna og Bretinn væru þau réttu .... og að ... og ... nei má ekki segja meir. Þetta þurfa allir að lesa.

Mikið óskaplega var líka gaman að fá að hitta bloggvininn þessa stuttu stund og sannreyna að töfrarnir sem hún hefur skapað kringum frásagnirnar á blogginu sínu eru ekkert sýndarveruleikafeik, Jóna is for real :)

Ég mæli eindregið með að allir sem hafa tækifæri til lesi bókina hennar og best auðvitað að allir gæfu einhverjum hana í jólagjöf.

Bros í bloggheima og takk fyrir daginn :)

p.s. já og svo á auðvitað hann Doddi bloggari heiður skilið fyrir að koma þessu á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Hólmgeir! Frábært að hitta þig og tek undir þessi orð þín með Jónu. Vona bara að nógu margir lesi bókina! Algjört yndi.

Kærar kveðjur til þín og takk fyrir að koma

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk og sömuleiðis Doddi, meirháttar gaman að hitta á þig. Frábært framtak hjá þér félagi :)

Hólmgeir Karlsson, 11.12.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

við grenjum greinilega í kross Hólmgeir minn. Viðurkenni alveg að það brá smá móðu fyrir augun á mér þegar ég las þetta. Ég held þetta sé stærsta hrós sem ég hafi fengið um ævina. Og það fallegasta (fyrir utan það þegar dóttir mín segir að ég sé besta mamma í heimi og gaurinn minn segir: hvar er mamma? þegar ég hef verið lengi í burtu).

Takk fyrir einstaklega falleg orð í minn garð Hólmgeir. Ég vona að ég eigi þetta skilið þó ekki sé nema lítill hluti þess. það var yndislegt að hitta þig auglitis til auglitis.

Knúsaðu drengina og minntu þá á hvað þeir eiga góðan pabba.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.12.2008 kl. 23:16

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Það er ekkert að því að grenja í kross Jóna :) ...  Ég segi bara það sem mér finnst og ekkert meir en það. Hér er ekkert verið að skreyta hlutina. Ef þú lætur þér svo mikið sem detta í hug að þú eigir ekki svona smá hrós skilið þá ættirðu að leita þér lækninga, he he ... :)

Hólmgeir Karlsson, 13.12.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband