Allt að komast í samt lag

Já nú er ég loks búinn að endurheimta "hausmyndina" á bloggið mitt og er ég því í rónni. En þetta er ein af uppáhalds myndunum mínum úr seríu sem ég tók við Reykjavíkurtjörn eldsnemma morguns. Hef aldrei þorað að setja neitt af þessum myndum mínum á bloggið því ég er svo hræddur um að einhver steli þeim og misnoti :(   .... og verði kannski ríkur og frægur á minn kostnað, he he... En þar sem bloggvinir (konur) hafa verið að hæla myndunum mínum svo mikið að undanförnu (ég roðna sí og æ) læt ég þrjá flakka í fuglaseríunni af tjörninni.

Untitled-1

Untitled-2

Untitled-3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

síminn minn dó þannig ég er ekki með númerið þitt lengur... endilega sendu sms eða eitthvað.. 

koss og kveðja

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 12:53

2 identicon

Mikið svakalega eru þetta fallegar myndir !! og ennþá fallegri myndirnar hér í næstu færslu að neðan;) Þarftu ekki að fara að segja upp dagvinnunni og leggja þetta fyrir þig ?? bestu kveður, Auður

auður (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 00:55

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eins og alltaf, frábærar myndir. það er eitthvað með skotin þín Hólmgeir sem snertir við manni. Færir mann yfirleitt nær náttúrunni.

Kannski yrði stuldur af hinum góða. Þu kærir, færð fullt af skaðabótum og mikla athygli fyrir myndirnar

Jóna Á. Gísladóttir, 11.8.2008 kl. 10:16

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir kveðjur og innlit :) Held ég velji að hafa ljósmyndun sem áhugamál áfram Auður því þannig er svo gaman að taka myndir. Hef aldrei selt mynd á æfinni en hins vegar gefið margar myndatökurnar, það gefur líka svo góðar tekjur!? þó peningar komi ekki við sögu;) Humm Jóna ... skaðabætur,... já hver veit, he he ...

Hólmgeir Karlsson, 12.8.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband