1.4.2008 | 23:09
Auðtrúa sauður - og hljóp 1. apríl með stæl
Já ég hljóp 1. apríl alveg með stæl í dag. Er eitthvað svo grandalaus að ég fatta þetta engan veginn fyrr en ég rek mig á. Ég hlustaði á viðtalið við Björn Bjarna með aðdáun og sá fyrir mér allar vélbyssurnar og hjálmana og dótið frá seinna stríðinu. Hvarflaði reyndar að mér þó að Björn hefði alltaf vitað af þessu, en bara haldið þessu fyrir sig. Hinsvegar þegar kom að blöðunum og tvö þeirra voru með stórfréttir af Birni Inga fór að renna upp fyrir mér ljós hvaða dagur væri.
Svo hrekkti ég einn vin minn, hann Jóhann Ólaf, sem er að hanna og setja upp fyrir mig fréttabréf fyrir fyrirtækið. Hann sendi mér í morgun stoltur og hróðugur haus og útlit af blaðinu, sem var reyndar mjög flott ..... en ég hringdi í hann litlu síðar, þungur í röddinni, og tilkynnti honum að ég væri hættur við þetta helvxxxx fréttabréf og hann gæti bara pakkað þessu öllu saman og fengi ekkert greitt fyrir .... Þögn,... "má ég hringja í þig á eftir ég er í öðrum síma" heyrðist lágri röddu .. En svo leiðréttist þetta allt saman mjög fljótt :)
Jæja svo á heimliðinni í dag eftir að fara með eldri á fótboltaæfingu segja strákarnir við mig .. "pabbi við erum búnir að taka póstinn fyrir þig, gerðum það þegar við komum úr skólanum" (sveitapóstkassinn við veginn) ... en þegar heim kom var auðvitað enginn póstur og ég fékk að heyra milli hláturskviðanna að það væri 1. apríl .... úff og ég sem hélt'ann væri búinn.
Dagurinn var líka svona 'reyna á þolrifin' dagur því í dag tóku vöruflutningabílstjórar uppá því að mótmæla eins og kollegar þeirra í Reykjavík. Þar sem ég hafði fullan skilning á málstaðnum beit ég á jaxlinn og brosti til þeirra og vinkaði líka þar sem ég var læstur í umferðinni í meir en hálftíma þegar ég ætlaði að sækja Kára minn til að koma honum á fótboltaæfingu. En gvöð hvað mig langaði samt að öskra og ulla á þá og keyra yfir umferðareyjuna eins og einn sem ég sá til og virtist vera að tapa sér úr stressi, he he .... komum auðvitað allt of seint á æfinguna, en hvað gerði það svo sem til því Kári brosti bara og sagði að bensínið væri orðið allt of dýrt, líka fyrir okkur sem keyrðum í skólann, í vinnu, á íþróttaæfingar og allt hitt alla daga.
Í öllu þessu dýrtíðarumræðudownsyndrómi minnist ég þess að lengi var svo að verð á 1 lítra af mjólk og 1 lítra af bensíni fylgdist að. Nú er allt næstum brjálað yfir 14 kr hækkun á mjólk sem hefur nánast ekkert hækkað í 6 til 8 ár svo nokkru nemi, en bensínið þrátt fyrir þessa hækkun er samt 70 til 80 % dýrara. Því segi ég eins og vörubílstjórarnir, lækkum bensínið svo við höfum efni á að keyra út í búð að kaupa mjólkina.
Punktur og pasta í dag og bros í bloggheima :)
Athugasemdir
hehehee... hér á bæ var einginn látinn hlaupa 1.apríl... það gleymdist að þessi dagur væri til... vonandi hefur það sem allra barst...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 2.4.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.