26.1.2008 | 23:40
Vesæll eða velsæll ?
Já kannski er það heila málið, því í fljótu bragði virðist ekki mikill munur á því að vera vesæll eða velsæll eða hvað. Ég komst að því í kvöld að þetta hefur kannski vafist fyrir fleirum og e.t.v. hefur misskilningur eða ruglingur þessara orða breytt heimsmyndinni, humm .. !? ...
Ég held ég sé velsæll og eigi að vera ánægður með mig og mína, en stundum verður maður bara vesæll af því einu að vera ánægður eða velsæll ... átti ég t.d. ekki að kaupa nýja 6 kúlu jeppann ,.... hefði ég frekar átt að gefa eitthvað til vesælli eða minna velsælla en ég sjálfur er. Þetta er alltaf spurning sem ekki auðvelt er að svara.
Ég ákvað í kvöld að ég skildi reyna að leita svara við þessari áleitnu
spurningu og leitaði hófanna í bók sem mér áskotnaðist í dag, Passíusálmum Séra Hallgríms Péturssonar sem mamma var svo indæl að gefa mér.
Þetta er gömul og falleg útgáfa, prentuð í Reykjavík 1851.
Til fróðleiks má einnig geta þess að á forsíðuna er prentað: "seljast óinnbundnir á 32 sk. silfurverðs" hversu mikið sem það kann nú að vera í dag framreiknað með vísitölu.
En nóg um það og snúum okkur að efninu, því þar rann upp fyrir mér ljós ... VELSÆLL maður hefur orðið VESÆLL við mistök í þýðingu sálmanna.
14. sálmur 15. vers í Passíusálma bók sem er prentuð 1971 og ég fékk í fermingargjöf hljóðar svo:
"Ó, vesall maður, að því gá,
eftir mun koma tími sá,
sama hvað niður sáðir hér,
sjálfur án efa upp þú sker"
(það skal hér tekið fram að vesall er það sama og vesæll, sá sem er snauður, eða ekkert hefur)
Sem sagt. Þegar ég fermdist var mér kennt að snauðir ættu að huga að því að þeir myndu uppskera eins og þeir myndu sá, eða hvað!? .... en nú fékk ég sko svarið, he he .....
Því í gömlu útgáfunni er þetta allt öðruvísi. Þar stendur nefnilega að velsæll maður skuli að því gá ...
Þannig að ég hef komist að því að þetta er allt í lagi eftir allt saman. Ekkert verra að vera velsæll.
En eftir sem áður þá mun gilda að "svo uppsker hver sem sáir í þessu lífi" en ég get alveg verið glaður á jeppanum mínum svo lengi sem ég held áfram að vera heill í hugsun og sýni öðrum skilning og kærleik eins og ég hef reyndar alltaf gert ..
Það skal tekið fram að þetta er hugsað sem skemmtiefni, en ekki hugvekja örvingla manns
Bloggknús til vina og velunnara ...
Athugasemdir
þetta er ótrúlegt að sona misstök gerist, sem breytir -llu ljóðinu, hvernig ætli biblían sé ? marg endurskrifuð og þýdd !
Fallegan dag til þín
Bless
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 07:57
heilasellurnar mínar eru of þreyttar í dag til að ég nái utan um þetta Hólmgeir minn. Verð að koma aftur og lesa þegar sellurnar hafa hvílt sig.
Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2008 kl. 18:44
Takk fyrir innlitið og kommentin englahjörðin ykkar ..
Hólmgeir Karlsson, 28.1.2008 kl. 22:54
Innlitskvitt....
Margrét Ingibjörg Lindquist, 3.2.2008 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.