Þetta er nú meiri dagurinn

Datt bara í hug að hripa niður það helsta sem hefur gerst í dag. Ekkert skemmtilegt allt en engu að síður staðreyndir:

1) Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur og það svo skyndilega að borgarstjóra var ekki tjáð það fyrr en 20 mín í sjö eða nærri hálftíma eftir að allir helstu fjölmiðlar landsins voru komnir með beina útsendingu frá atburðinum. Einkennilegt ég bara spyr !? Nei kannski ekki eftir aðrar hræringar sem átt höfðu sér stað á þeim bænum.

2) Upplýst með öllu hve mikið af jakkafötum Framsóknarmenn keyptu fyrir kosningarnar og einnig upplýst að þau fatakaup ná ekki meðal fatapeningum fréttamanna á RÚV, skv. þeirra eigin fréttatíma.

3) Met fall varð í kauphöll Íslands er úrvalsvísitalan féll um 3,86% skv. Sedlabanka (rúm 4% skv. mbl). Nenni ekki að gá hvort er rétt. Mér telst til að þar hafi brunnið upp u.þ.b. litlir 80 milljarðar á einu bretti þar sem markaðsvirði skráðra félaga um áramót var tæpir 2.550 milljarðar. Frá áramótum hefur úrvalsvísitalan fallið um 15,83% sem segir mér að rúmir 400 milljarðar hafi gufað upp síðan um áramót. Svo er auðvitað spurning hvort þeir voru allir einhverntíma til, eða hvort búið var að fjárfesta einum of í væntingum sem áttu að skila sér.

Þetta er Ísland í dag. Ljósasti punkturinn í þessu öllu er sennilega að kaup Framsóknar á jakkafötum hefur verið góð fjárfesting, því ef þeir hefðu t.d. eytt milljóninni í hlutabréf í Spron þá ættu þeir ekki nema svona góðan 400 þús kall í dag til fatakaupa.

En hjá mér gerðist svo sem ekkert merkilegt í dag annað en að ég átti ágætan vinnudag í hlutafélagi sem ekki er skráð og því óháð spekúlasjónum "langríkra" fjárfesta en byggir þess í stað afkomu sína einvörðungu á rekstri og heilbrigðum viðskiptaháttum.

Jú svo samþykkti ég að hjálpa báðum strákunum mínum að kaupa sér nýja flotta síma .... Já við vorum sammála um að kallinn gæti alveg fjármagnað þá með hluta af peningunum sem hann hafði ekki tapað af því hann átti engin innlend hlutabréf.

Æ þetta bara er svona stundum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Æ já ég gleymdi einu. Blessaður kallinn hann Fischer var borinn til grafar í einhverri sveitakirkju á Suðurlandi og sóknarpresturinn "habbði barasta ekki hugmynd um það" ... það var bara ný mold í garðinum eins og hann sagði sjálfur í viðtali. En ég ætla svo sem ekki að gera mál útaf þessu bætti hann við. Sé þetta rétt að hann hvíli nú hér þá eykur það virði staðarins.
En blessuð sé minning skákmeistarans

Hólmgeir Karlsson, 21.1.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ha? er búið að jarða Fischer

Jóna Á. Gísladóttir, 21.1.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já ég er ekki að grínast Jóna, þetta var í fréttunum á RÚV og viðtal við sóknarprestinn, sem var eins og nývaknaður, og vissi ekki neitt um málið  ..
Hann var jarðsettur í kyrrþey, og það í bókstaflegri merkingu ....

Hólmgeir Karlsson, 21.1.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Já takk.... - flottur viku annáll.
Þótti mér þó fyndnast af öllu að þeir bara skelltu Fischer 6 fet niður og mokuðu yfir og engin tók eftir því... - presturinn í sveitinni hafði ekki hugmynd - og þeir sitja enn og karpa og berjast, félagar hans í Skáksambandinu yfir því að fá pláss fyrir hann á Þingvöllum... Verðu ekki einhver að segja þeim að það sé búið að jarða? Eigðu góðan dag í sælunni

Linda Lea Bogadóttir, 22.1.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Þetta er bara eins og í pólitíkinni...það þarf ekkert að láta menn vita eða eða spyrja um leyfi...bara gera það sem mönnum sýnist.

Júlíus Garðar Júlíusson, 22.1.2008 kl. 16:43

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er orðið alveg kolklikkað samfélag.  Ég er að hugsa um að flytja í friðinn til Íraks.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2008 kl. 18:57

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir innlitið öll :) ... Linda þetta var nú bara annáll eins dags, ekki viku  ..
Til Íraks Jón?, humm .. nei slepptu því. Ég held þú fengir ekkert að blogga þar :)

Annars er þetta ótrúlega óábirgt sjónarspil hjá borgarfulltrúunum að mínu mati og fátt sem bendir til að þessi meirhluti verði langlífari en sá síðasti. Ég á sjálfur 8 ára sögu í sveitarstjórnarmálum sem oddviti míns lista og aldrei kynntist ég því að fólki svo mikið sem dytti í hug að vinna á þennan hátt. Það var tekist á um málefni þegar ástæða var til, en fólk var heilt í sinni vinnu hvert gagnvart öðru. Þannig að þetta spil á ekki uppá pallborðið hjá mér.

Það sem að mínu mati vantar hjá þessum "skammtímaborgarstjórum" öllum er að rækta baklandið sitt og vinna með og leiða hópinn sinn í stað þess að huga einvörðungu að eigin skinni í hvert sinn sem tækifæri gefst til að auka valdið eða ná stólnum eftirsótta. I don't say more  ..

Hólmgeir Karlsson, 22.1.2008 kl. 21:49

8 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Haha já það er rétt...  Vá... aðeins einn dagur í lífi okkar.

Einn dagur sem þúsund ár... segir í þjóðsöngnum - minnir mig!

Linda Lea Bogadóttir, 23.1.2008 kl. 01:41

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það gengur bara mikið á, svona er þetta reindar líka hérna í dk.

en rolegt hérna á bænm. 

Bless

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 17:43

10 Smámynd: Adda bloggar

innlitskveðja

Adda bloggar, 24.1.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband