12.1.2008 | 18:44
Falleg skírnarathöfn í Grundarkirkju
Í dag var stór dagur í lífi Gunnars Más (sonur Gunna elsta bróður) og unnustu hans Margrétar. Þau voru að láta skíra litla prinsinn sinn. Athöfnin fór fram í Grundarkirkju, sem er að öðrum kirkjum ólöstuðum alveg einstakt hús með mikinn sjarma og nálægð við það góða.
Litli prins hlaut nafnið Bjarnhéðinn Hrafn, kröftugt og fallegt nafn sem mun klæða hann vel.
Athöfnin var mjög falleg og litli prinsinn friðsæll allan tímann. Hannes Örn Blandon prestur gerði þessa stund að ógleymanlegri minningu með natni sinni og kærleik fyrir meðbræðrum sínum.
Prestur lék á alls oddi, enda gleðistund
Stoltir foreldrarnir Hannes Örn spilaði á gítar undir söng
Prinsarnir mínir með uppáhalds frænda ...... og uppáhalds frænka (Ragga)
komin í hópinn
Svo rændi hún Ragga frænka af mér vélinni svo ég lenti nú á einni mynd líka, en ég hef mestalla mína æfi verið falinn á bakvið myndavélarnar mínar við slíkar athafnir :)
Og svo að endingu litli prins, foreldrarnir, afar og ömmur.
Athugasemdir
til hamingju... falleg fjölskylda...
Þetta er bar innlitskvitt með þökkum um stuðninginn síðustu dag...TAKK þú ert perla..
Margrét Ingibjörg Lindquist, 12.1.2008 kl. 22:48
Takk fyrir fallegar kveðjur ..
Magna þetta nafn er alveg nýtt fyrir mér líka. Þau fundu þetta bara upp ungu skötuhjúin. Skapar litla prinsinum þeirra sérstöðu, allavega í símaskránni, he he ... Vona bara að þau verði forsjál og taki frá fyrir hann bjarnhedinn.blog.is ..
Ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Hólmgeir Karlsson, 12.1.2008 kl. 23:17
Ég var nú lengi einn af þremur í símaskránni með mínu nafni og fannst það heldur ekki slæmt .. og hef helst aldrei viljað láta kalla mig neitt annað en fullu nafni, þó ýmislegt hafi verið reynt í gegnum tíðina.
p.s. heytirðu Magna fullu nafni eða er það gælunafnið þitt, bara forvitni ..
Hólmgeir Karlsson, 12.1.2008 kl. 23:55
hef verið kallaður ljúfur og Geiri. Hataði það fyrra þegar ég var krakki ... svo fær eiginlega enginn að kalla mig Geira nema pabbi, hann notaði það oft þegar hann var að hrósa mér, he he ... og svo þegar ég var í Noregi var ég kallaður Holm eða Holmis .... var víst frekar erfitt að ná öllu nafninu ....
En ég hefði ekki átt að segja allt þetta nema gegn því að fá nafnið þitt Magna ..
Hólmgeir Karlsson, 13.1.2008 kl. 00:33
Jóhanna er líka fallegt nafn, sérstaklega sterkt og kröftugt á debetnóturnar .. kann reyndar miklu betur við Mögnu nafnið sem mér finnst einstaklega flott og passa þér miklu betur ..
Hólmgeir Karlsson, 13.1.2008 kl. 01:01
voðalega eruð þið krúttleg hérna í einkasamræðunum Geiri og Jóka. hehe
Til hamingju með atburðinn. Skelfing virka foreldrarnir ungir sem aftur þýðir að ég sé orðin gömul. Bjarnhéðinn er sérstaklega sterkt og flott nafn. Ég vona að þau lendi ekki upp á kant við mannanafnanefnd
Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2008 kl. 02:05
Hæ Jóna, þú mátt alveg tilla þér hérna hjá okkur og spjalla, he he .. ert ekkert að trufla .. ég ætlaði samt að fara að kveikja á kertinu, en það bíður bara ..
Mannanafnanefnd, já minnstu ekki á það fyrirbæri, ég gæti skirfað bók um hana. Við þá ágætu nefnd átti ég í bréfaskriftum þegar eldri strákurinn minn var borinn til skírnar. Þá mátti ekki skíra hann Liljendal sem millinafn, sem var í höfuðið á afa hans og reyndar föðurbróður einnig. Það sem mér fannst skemmtilegar við þetta allt þegar ég var að skrifast á við nefndina var að flestir nefndarmanna báru nöfn sem ekki hefðu fengist samþykkt.
Hólmgeir Karlsson, 13.1.2008 kl. 02:14
þetta er flott nafn, og takk fyrir að deila þessu með okkur ! flottur prestur !
hafði gott kvöld
Bless
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 21:31
Vá mikilfenglegt nafn... fallegt barn. Til hamingju
Linda Lea Bogadóttir, 14.1.2008 kl. 22:32
Takk fyrir fallegar kveðjur kæru bloggvinir. Bloggknús á línuna ..
Hólmgeir Karlsson, 16.1.2008 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.