1.1.2008 | 15:12
Gleðilegt nýtt ár
Nýja árið gengið í garð og eins og það gamla hafi aldrei verið til, eða hvað? Það er allavega komið uppí hillu hjá mér og síjaðar verða úr því nokkrar góðar minningar þegar við á og gagnast við að takast á við það nýja.
Nýja árið leggst ótrúlega vel í mig því eitthvað segir mér að allt sem maður hefur verið að basla við árið 2007 komi bara svona með hægðinni og af sjálfum sér á þessu nýja. Svo lítur þetta svo dæmalaust vel út með spá bloggvölvunnar, því ég hef ekki við að fylgjast með hlutum gerast í dag á fyrsta degi ársins sem voru aðeins spádómar í gær.
Gef hér smá dæmi: Jóna hrærir í bloggsíðunni sinni fram og til baka, skiptir um myndir og útlit svo maður hefur ekki við að fylgjast með..... , Lísa búin að taka niður jólahúfuna, .. og það sem er kannski fréttnæmast, Ólafur Ragnar tilkynnti að hann gæfi kost á sér í vor. Hefur greinilega orðið hvert við að sjá spádóminn um vangaveltur prakkarans um að hugsa í átt til Bessastaða.
Athugasemdir
Blessaður nýi vinur í bloggheimum.
Rakst á síðuna þína eiginlega fyrir tilviljun einmitt vegna þessara frábæru völuspáa nokkurra bloggvina þinna. Þú ert bara nokkuð góður - og stórsniðugt hjá þér. Auðvitað var ég í gærdag kominn með póstfangið þitt og á leið að senda þér beiðni einmitt um eina slíka fyrir mig... hahaha. En ætli þú verðir ekki að fá aðeins meiri tíma til að geta gert slíka spá fyrir algjörlega ókunnuga manneskju eins og mig
Landið okkar enn minna en mig minnti (minnisleysi kemur víst með aldrinum) því gamlárskveldi og nýársnótt eyddi ég einmitt með fólki frá Akureyri sem þekkir þig vel... og barst þú títt á góma... Hvaða merkingu ætli það hafi að þú skildir hafa komið við hjá mér tvisvar í gær og nótt?
Linda Lea Bogadóttir, 1.1.2008 kl. 15:24
Óska þér og þínum - að sjálfsögðu gleði og friðar á nýja árinu.
Linda Lea Bogadóttir, 1.1.2008 kl. 15:24
Sæl Linda
Takk fyrir kveðjuna og takk fyrir að bjóða uppá bloggvinskapinn :) ... Já held ég vilji fá að bíða örlítið með spá fyrir þig, he he ...
Fólki frá Ak, þú gerir mig forvitinn ...
Bestu kveðjur og gleðilegt ár
Hólmgeir Karlsson, 1.1.2008 kl. 15:32
Já ég bíð sallaróleg eftir spádómnum...
Skil vel að ég hafi vakið forvitni þína en með mér voru góðir vinir þau Anna María (Didda) og Dóri.
Linda Lea Bogadóttir, 1.1.2008 kl. 15:39
Knús og kossar til þeirra, því þar áttu góða vini Linda :)
Hólmgeir Karlsson, 1.1.2008 kl. 15:45
Gaman að sjá svona tenginu hérna (þig og Lindu Leu)
Það er spurning Hólmgeir hvort þú getir ekki unnið þér inn penge með þessum spám þínum. Þú virðist vera ansi getspakur (eða spáspakur hehe). Held þú hafir eitthvað þarna drengur.
Já ég hef fulla trú á að árið 2008 verði gott.
Jóna Á. Gísladóttir, 1.1.2008 kl. 16:52
Já sæll vinur! “Er minn ekki búinn að drulla hressilega upp á bak núna?”
Við sitjum hér tvær harmi slegnar og sár svektar yfir því að lesa hér hina ótrúlegustu spádóma um hina og þessa en ekki er minnst einu orði á okkur drottningarnar. Hvernig væri að slá upp nokkrum fögrum framtíðarorðum um okkur þó við séum ekki viðurkenndir bloggvinir :o)
Uppáhalds mágkona og uppáhalds frænka (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 21:08
Je Dúddemía .... Nú er minn í vondum málum, trall, la, la, la la ...
... ég mun kveikja á kerti og íhuga djúpt og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir ykkur
Hólmgeir Karlsson, 3.1.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.