Völvuspá Drottninganna

Vegna kærleiksríkrar beiðni uppáhalds mákonu minnar og uppáhalds frænku færi ég bloggheima í sanninn um hvað nýja árið mun bera í skauti sér fyrir þær stöllur. Læt hér fylgja beiðni þeirra sem snart mig inn að hjartarótum. Að fá svona blíða beiðni frá þessum fallegu, blíðu og skinsömu elskum:

Já sæll vinur!  “Er minn ekki búinn að drulla hressilega upp á bak núna?” 
Við sitjum hér tvær harmi slegnar og sár svekktar yfir því að lesa hér hina ótrúlegustu spádóma um hina og þessa en ekki er minnst einu orði á okkur drottningarnar. Hvernig væri að slá upp nokkrum fögrum framtíðarorðum um okkur þó við séum ekki viðurkenndir bloggvinir :o)
Uppáhalds mágkona og uppáhalds frænka (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 21:08


Völvuspá Dúnnu sætu og Röggu gellu fyrir árið 2008

Mynd035Dúnna sæta, uppáhalds mákona. Það verður engin lognmolla yfir árinu hjá þér frekar en á því sem var að líða. Völva greinir strax ferðalög, einhverjar enn frekari framkvæmdir og endalausar hreingerningaherferðir. Kemur eins og ábending um að silfurhúðin sé eitthvað farin að þynnast á drottningarhnífapörunum. Hvað hér er átt við er völvu ekki alveg ljóst en einhver breyting verður þó um páskana þegar bóndinn segir að hér sé komið nóg og kaupir einnotaplasthnífapör og allar græjur handa kellu. Hann er eitthvað farinn að óttast að henni verði þrotinn allur kraftur fyrir einhverja mikla veislu síðla hausts, líklega um miðjan nóvember. Bóndi hennar birtist völvu sem sterkur, en þó ofurlítið þreyttur og eins og sé einhver grámi yfir höfðinu á honum, en það rjátlast allt af þegar kall skellir sér í litun rétt fyrir þessi miklu tímamót.

Mikið sterkt ljós, eins og regnbogi, fylgir þeim og er engu líkara en parið gangi í hjónaband á árinu. Árið verður í það minnsta afar gleðiríkt og mikill kærleikur innan fjölskyldunnar. Börnin spjara sig vel, þó svo parið birtist völvu einhvernvegin eins og á hlaupum alla daga. Mikið verður líka að gera hjá drottningunni í vinnu á árinu, því þegar hausta tekur söðlar hún eitthvað um og virðist taka að sér meiri ábyrgð við einhvern stóran skóla. Ferðalögin koma hér upp aftur og virðist stefnan vera tekin út á árinu og einnig birtast styttri ferðir innanlands sem verða afar góðar og gefandi. Skrítið að völvu finnst drottningin þó eitthvað þreytt við upphaf þessara ferða, en kemur jafnan úthvíld og glæsileg heim aftur.


Mynd036
Ragga uppáhalds frænka. Árið þitt fer frekar rólega af stað og kemur til völvu eins og þú sért eitthvað að fóta þig á eigin tilfinningum og hvert þú ætlar þér. Þrátt fyrir þetta er mikill metnaður og drifkraftur og allt er drifið áfram sem þarf að gera til að halda áætlun, sem er þó ekki að fullu ákveðið hver er.

Eitthvað virðist ástin gera vart við sig á árinu en þó eins og þú takir ekki alveg eftir henni í fyrstu. Völva sér þó hendur snertast og einhver kærleiksbönd verða til. Eitt kemur sem völva er ekki alveg að átta sig á en það birtist eins og þú sért æ ofan í æ að passa einhver drottningarbörn, sem þér eru afar kær, en taka þó tíma og tefja þig eitthvað á eigin vegferð. Þetta er þó ekkert til að hafa áhyggjur af því þegar sól skín hæst er eins og þú vitir allt um þína óförnu slóða og greikkar sporið með bros á vör. Þá verða einverjir stórir sigrar að baki í vinnu eða námi og stefnan þegar tekin á nýja og stærri áfanga.

Einhverjar hugmyndir um eigin atvinnurekstur eða heilsuboðskap munu banka uppá hjá þér á árinu og gott ef drottningin er ekki eitthvað flækt í þau áform einnig.
Þetta ár verður á heildina litið ár mikillar uppbyggingar, þroska, og stórra áfanga í starfi og ekki minnst hvað eigin vitund og sjálfsmynd varðar. Völvu finnst einnig eins og þú munir hefja eitthvert lista eða tónlistarnám er hausta tekur.

Ykkar einlægur mágur og frændi Wink LoL InLove Heart....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe þær eru ekkert að skafa utan af því dömurnar

Jóna Á. Gísladóttir, 4.1.2008 kl. 02:04

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Mikið ertu vel í fjölskyldu settur

Júlíus Garðar Júlíusson, 4.1.2008 kl. 10:29

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já Jóna,...  þær koma beint að hlutunum þessar elskur  ..

en sammála Júlli,...   "vel í fjölskyldu settur"   jebb, vild'ekkert sleppa því að hafa þær á hliðarlínunni til stuðnings :)

Hólmgeir Karlsson, 4.1.2008 kl. 16:19

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Greinilega ekta spákarl hér á ferð -

Linda Lea Bogadóttir, 4.1.2008 kl. 19:46

5 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

þar slafstu rétt fyrir horn maður... hehehhee...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 4.1.2008 kl. 21:03

6 identicon

hehe...já elsku frændi, kveðja sem þessi fer ekki styttra en inn að hjartarótum  

Það verður spennandi að sjá hvernig árið 2008 verður hjá okkur drottningunum...ja, réttara sagt árið 2008 + 3 dagar í janúar 2009

Fjölmiðlavakt fræga fólksins mun senda út reglulegar tilkynningar um velgengni drottninganna á árinu og glæstir sigrar þeirra munu því ekki fara fram hjá neinum

Ragga kærleiksríka frænka a.k.a. "Drottning" (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 23:10

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ Ragga,.. ég hef ekki haft stundarfrið í allan dag fyrir símhringingum og tölvupóstum frá aðdáendum drottninganna. Er að hugsa um að skipta um gsm númer ...   ... en samt

Hólmgeir Karlsson, 4.1.2008 kl. 23:23

8 identicon

Hver veit nema hægt verði að semja um greiðslu á formi símsvara eftir að fyrsta mótttaka fyrir aðdáendur Drottninganna hefur slegið í gegn - varla hægt að búast við öðru ef ég þekki veislustjóra Veislumóttökunnar Dvergsstaðir sf. rétt

Ragga Drottning (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 23:55

9 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ elsku Ragga frænka .... ég veit ekki alveg hvað er að gerast síðan ég setti þessa völvuspá á bloggið, því ég er búinn að fá fjöldan allan af svona hóp sms'um

Pleace tell me what's going on!? .. en sms'in hljóða svona:

1) Tilkynning: Drottningar Islands bjoda velkominn vaxandi hop addaenda --- 3G

2) Thetta er hop sms til allra addaenda drottninganna. Thær bjoda til mottoku innan skamms --- Tonlist.is 3G simanum thinum

3) ATH:Mottt. drottninganna a arinu verda i bodi Veisluthjonustu Dvergsstada sf, nanar auglyst sidar --- 3G

Hólmgeir Karlsson, 5.1.2008 kl. 00:13

10 identicon

Ja nú kem ég af fjöllum...mér sýnist sem svo að hópur dyggra aðdáenda okkar hafi tekið að sér auglýsingar- og kynningarstarf fyrir hönd okkar Drottninganna. Ég hef nefnilega einnig fengið hóp sms síðan þessi völvuspá kom fyrir sjónir landans, þau hljóða svo:

1) Nú hafa meir en 200 manns lesið Völvuspá drottninganna. Fjölmiðlavakt fræga fólksins.

2) Þetta er hóp sms til allra aðdáenda drottninganna. Þær bjóða til mótttöku innan skamms. Fjölmiðlavaktin.

Ragga (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 00:26

11 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

I'm to bussy to think now, Hollywood on the phone, and I still dont know the reason. They keep asking about the Queen of mercy and the Queen of friendship.

Held ég fari bara að sofa og meili einhverju á þá á morgun  ... Svo var missed call frá einhverjum Geir Ólafs,... ég bara dílítaði því. Vona að það hafi ekki verið feill.

Hólmgeir Karlsson, 5.1.2008 kl. 00:55

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú gerir þetta eftir pöntunum !

frábært.

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.1.2008 kl. 16:44

13 identicon

Sæll skíthæll

Mér varð svo um þegar ég sá myndina af mér að ég átti ekki orð í marga daga  Þú sem lofaðir að setja ekki myndir af mér á bloggið þitt .  Var líka að vona að þú vissir ekki um hvaða mágkonu var að ræða. Þú átt svo" margar" og enn fleiri frænkur.  Hvernig datt þér við í hug?   Ég á eftir að finna eitthvað bragð á þig kallinn . Samt  flott spá alveg eins og spákonan sem kom í afmælið mitt.   Skyldu bloggvinir eiga mynd af henni? He he.  Við Ragga eigum eftir að gera spá fyrir þig og ég veit að bróðir þinn vill vera með í því, Þá veistu hverju þú átt von á  

kveðjur úr Fosslandi

Mágkona (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 11:04

14 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ mákona elskuleg :)

Treysti á skyggnigáfuna mína til að mæla út mákonuna og frænkuna, sem ekki brást  ..  svo hafði ég líka smá hjálp í IP tölunni hennar Röggu, he he ...

Ég hlakka til að fá spána mína, því ég veit allt of lítið um hvað bíður mín

kveðja "skíthæll"  ..

Hólmgeir Karlsson, 8.1.2008 kl. 12:12

15 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

p.s. til Dúnnu,......  það var bara ákveðin mynd af þér sem ég lofaði að setja ekki á bloggið mitt, var það ekki  

Hólmgeir Karlsson, 8.1.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband