Völva bloggvina árið 2008

Völvuspá bloggvina árið 2008 

Þar sem ég var að enda við að lesa Völvuspá Vikunnar, sem bregst ekki frekar en fyrri daginn, laust því ofan í kollinn á mér að það vantaði alveg völvu á bloggið. Var eins og talað væri við mig beint af orkubraut alheimsins og ég beinlínis beðinn um að skila á bloggið ofurlítilli völvuspá bloggvina minna. Ég var rétt kominn í sturtu þegar þessi ljómun birtist mér og eins og sturtan fylltist bláleitu ljósi og hvítu á víxl. Ég sá hundinn "Vidda á hlaupum" hlaupa á sig í samskiptum sínum við húsfreyjuna og Bretann eitthvað boginn í baki .....  svo það var ekki um neitt að ræða, ég skrúfaði fyrir vatnið í snatri og hellti mér í þetta, hálf blautur og hálf-nakinn við lyklaborðið. Gott að ég er ekki búinn að láta það eftir strákunum mínum að fá vebcam á bloggtölvuna.

jonaa_235605

Fyrstu vikur ársins er eins og eitthvert undarlegt ský fylgi Jónu og eins og hún sé örlítið ráðvillt í eigin bloggheimi sem og í daglega lífinu, en þetta er aðeins tímabundið því fyrir Páska hefur hún fundið orkuna sína svo um munar og lætur að sér kveða í ritheimum. Gæti verið farin að hugleiða það alvarlega að gefa út bók og mun þegar líður á árið jafnvel draga úr vinnu til að geta sinnt þessu betur. Sá einhverfi heldur áfram að vera einhverfur, en einhvernvegin birtist hann bloggvölvunni á þann hátt að heldur dragi saman með honum og öðrum fjölskyldumeðlimum, það er honum mun fara mikið fram árinu. Gelgjan fremur einhver skammarstrik á árinu en þegar frá líður verður það henni til framdráttar og mun hún í framhaldinu njóta meiri virðingar á heimilinu. Hundurinn Viddi fer á ystu nöf, en verður fyrirgefið eins og Gelgjunni. Bretinn mun njóta sannmælis á árinu, en á þó frekar á brattan að sækja fyrstu vikur ársins meðan skýið fylgir húsfreyjunni. Fyrir mitt ár munum við sjá blogg pistla frá einhverri hamingjusömustu fjölskyldu þessa lands.

jola_prakkarinn

Árið 2008 verður ár umbreytinga í lífi prakkarans. Eftir að hafa experimenterað örlítið meira með viðbrögð bloggheima við "jaðarskoðunum" samfélagsins fyrstu vikurnar mun hann tvíeflast í skrifum á stórkostlegum pistlum um lífið og tilveruna. Jólahúfuna mun hann taka ofan mjög snemma árs og framvegis skrifa allt sem hann lætur frá sér í eigin nafni. Hann mun eignast allnokkra nýja bolggvini á árinu og við enda þess veit hann ekki hvað hann á til bragðs að taka sökum velgengni og hlýju í hans garð í bloggheimum. Hann verður einn af fáum bloggvinum sem orðaður verður við Bessastaði þegar vora tekur, en lætur þó ekki tilleiðast að bjóða sig fram. Atvinnulega verður árið prakkaranum gjöfult og völvan sér eitt ef ekki tvö stór verkefni tengd sköpun í kvikmyndagerð á árinu. Eins og leikhús eða jafnvel sjónvarp komi þar við sögu einnig. Þá mun prakkarinn svara stóru spurningunni um "hið stóra samhengi" innra með sér, en ákveður þó að bloggheimar séu ekki fullkomlega tilbúnir að hlíða á hið stórbrotna en um leið einfalda svar. Einhverjir fjármunir munu vilja sækja prakkarann heim á árinu, en óljóst er völvunni með öllu hvaðan þeir koma. Þá mun veðurfarið leika prakkarann mjög svipað og aðra landsmenn, en náttúruöflin verða honum afar hliðholl.

omar_hausmynd

Frekar dauft verður yfir skrifum þessa velþenkjandi, fluggáfaða og faglega manns framan af ári og eins og hann hafi misst athygli bloggheima á einhvern hátt. Kemur til völvunnar eins og hann hafi kannski gert umhverfishjólfarið full djúpt í ádeilu sinni á virkjanir og þá sérstaklega norðan heiða. Það er eins og umhverfistónninn hljómi ekki eins sterkt framan af ári hjá þjóðarsálinni og gleymist í ótta fjöldans sem tapar nú meiru og meiru í verðbréfafallinu, sem er aðeins rétt byrjað. Fyrir mitt ár verða þó algjör umskipti hjá Ómari og tengist það jarðhræringum sem hafa stór áhrif á stórvirkjanir og þá mun hans stjarna skína skærar en nokkru sinni og fólk flykkjast um bloggið hans, skoðanir og lífsýn. Ómar verður sæmdur einhverri merkilegri orðu eða nafnbót áður en árið rennur á enda. Völvan sér þó ekki hvað það er nákvæmlega.

photo_137

Kleópatra mun vinna einhverja stóra sigra á árinu og mikil velgengni og ljós fylgja henni hvert fótmál. Hún mun áfram vinna á matsölustaðnum í Hafnarfirðinum, en þegar líða tekur á árið er eins og hún uppgötvi að þetta sé samt aðeins tímabundið og eitthvað allt annað og miklu meira sé henni ætlað. Skólinn kemur meir upp í huga hennar og ekki kæmi það völvunni á óvart að kella væri sest á skólabekk þegar vetur konungur gengur í garð. Kleópatra mun heilla bloggvini sína meir en nokkru sinni með skrifum sínum og vinnu við að fræða fólk um afleiðingar vímuefna. Hér erum við að tala um stórvirki og gjöf til ungu kynslóðarinnar sem hún sjálf (Kleó) gerir sér ekki grein fyrir hve mikils virði er fyrr en eftir langan tíma. Ástina finnur hún innra með sér á árinu og er þá viss að slíkar tilfinningar eiga rétt á sér og eru komnar til að vera. Eini skugginn sem völvan greinir er ofurlítill öfundartónn Skessunnar sem fellur nokkuð í skugga af velgengni dótturinnar í bloggheimi. Það verður þó ekki langvinnt og verður horfið með öllu fyrir næstu jól.

magna_302056

Magna birtist völvunni sem nokkuð dul og hljóð fyrstu mánuðina, en þar er hún einungis að búa sig undir breytta tíma og mikla velgengni bæði í vinnu og einkalífi. Árið byrjar hún vel þar sem hún finnur jólaskrautið sitt fljótlega eftir að aðrir taka sitt niður. Vinnusemi og metnaður einkenna þessa hæfileikaríku konu allt árið, en völvan yrði þó ekki hissa þó einhverjar breytingar yrðu á vinnustaðnum. Hér er þó klárlega um jákvæðar breytingar að ræða, gæti verið flutningur í starfi eða kauphækkun eða umbun fyrir vel unnin störf. Ferðalög og gleði koma einnig upp tengt þessari konu sem er eins og að hefja lífsgöngu sína á nýjan leik á einhvern hátt. Þá mun kella setja auglýsingamet tengt einhverju af fyrstu blöðum Vikunnar á árinu. Bloggið hennar verður þó eitthvað losaralegt um Páskaleitið en þar er hún bara að taka til í eigin hugarheimi og nánasta umhverfi og kemur tvíefld til baka um Jónsmessu með nýtt útlit og nýjan ritstíl á blogginu sem tekið verður eftir. Völvan skynjar hér aftur ferðalag á árinu sem verður gleðiríkt og upphaf að einhverju nýju og miklu í lífi Mögnu. Magnað ár.

author_icon_8496

Árið byrjar strax af eldmóði hjá þessum hæfileikaríka bloggklerk, sem mun á undraverðan hátt leiða bloggheima í gegnum kristnitöku á ný á sinn hlýja og kærleiksríka, en um leið gamansama hátt. Svavar mun verða leiðandi í miklum umræðum um samstarf kirkju og skóla sem lýkur með eins konar þjóðarsátt áður en árið er liðið. Sátt þar sem trúin og kærleiksboðskapurinn fá ákveðna uppreisn æru og meiri virðing mun ríkja í samfélaginu milli trúaðra og trúleysingja. Þetta árið verður þó grunnt á kímni klerksins í bloggheimum og á það bara eftir að fleyta honum enn lengra í átt til trausts og virðingar í bloggheimum jafnt sem mannheimum. Völvan skynjar einnig að klerkur muni bjóða undirrituðum á kaffihús fljótt á nýju ári til að rifja upp gömul og góð kynni frá kaffihúsaspjalli á gömlu teríunni á Akureyri. Einn óvildarmann mun þó þessi ágæti klerkur eignast á árinu, en það stendur stutt við því sá hinn sami mun iðrast og sjá að sér áður en skaði hlýst af.

aaaaaaaa_388928

Árið 2008 verður ár ákvarðana, framkvæmda og sköpunar hjá þessari fallegu og hæfileikaríku konu. Þrátt fyrir að velgengni í starfi umlykji konuna, mun gæta ákveðins söknuðar hjá RÚV þulunni fyrrverandi, þar sem Sviðsljóss skrifin verða fljótt vanabundin og vélræn og hefta þannig sköpunargleði og útgeislunarþrá hennar. Fyrr en nokkur á von á munu verða stórar breytingar á högum hennar þar sem hún hellir sér í eigin sköpun og framleiðslu af miklum eldmóði eins og henni einni er lagið. Spámaður.is mun líta dagslins ljós á nýjum forsendum sem engan hefði órað fyrir og verður allt í einu að fyrirtæki sem bara rúllar áfram eins og snjóbolti. Hér er verið að tala um útrás af einhverju tagi sem tengist netmiðlun efnis og leiðsagnar á einhvern hátt. Stór en ákveðin skref verða stigin á árinu sem fylgja jákvætt peningaflæði og lífsgleði. Nám eða skólaseta af einhverju tagi koma hér upp einnig, en ekki er völvu ljóst hvenær eða hvað það er.

mg_4190_113593

Þetta ár verður á einhvern hátt svolítið sérstakt hjá Júlla. Eins og hann tapi einhverju af orkunni og eldmóðinum, en vinni samt sína stærstu sigra á árinu sem endar ótrúlega vel. Eins og verði einhver uppgjöf eða eftirgjöf fyrri hluta árs í hans stóra áhugamálasamfélagi þar sem menning og matur úr héraði og ferðamennska eiga í hlut. Fiskidagurinn verður þó glæsilegri en nokkru sinni fyrr, en einhver uppstokkun eða breytingar eru þó í farvatninu, sem kannski er frekar tengt öðrum samstarfsaðilum, eins og Handverkshátíðinni á Hrafnagili sem verður í hálfgerðu uppnámi allt fram að deginum stóra. Þetta er þó eitthvað í ryki fyrir völvunni sem sér þó að Júlli sjálfur blómstrar sem aldrei fyrr þegar hann áttar sig á að hann getur ekki teymt óþekku sauðina í hjörðinni og sér að best sé leifa þeim bara að vera á fjalli. Eitthvað stórt er í undirbúningi sem tekur orku hans. Völvan þorir varla að segja bók, en finnst það þó ekki ósennilegt. Hér gæti verið eitthvað leikhústengt eða hreinlega að maðurinn gifti sig sé hann ekki löngu búinn að því. Birtist völvunni sem fallegt ljós sem gjarnan tengist giftingu eða barnsburði. Er kallinn kannski bara að verða afi, hvað veit völvan svo sem um það!?

gurr

Þessi merka kona er völvunni algjör ráðgáta, en þegar árið er skoðað koma fram 1000 til 1500 bloggfærslur, myndir af köttum, vonbiðlum á svölum einhverskonar, og býsnin öll af myndum af ríka og fína fólkinu. Völvan skynjar þó miklar breytingar hjá þessum orkubolta þar sem eitthvað verður slegið af á blogginu um tíma en svo birtist ný tegund af bloggritun á bloggi hennar sem eitthvað tengist spádómum eða leiðsögn til bloggheima. Kattarskömmin mun áfram helga sér rúm prinsessunnar á Skaganum og hrafninn verða tíðari gestur á svölunum fyrri hluta árs. Konan mun upplifa miklar breytingar á vinnustaðnum á árinu en kemur sjálf útúr því sterkari en nokkru sinni og mun blómstra á ritvellinum á einhvern hátt, líklega sem ritstjóri einhvers af blöðunum eða þá einhverskonar umsjónarmaður eða þemaskrifari hjá stóru tímariti. Heilsan verður góð nema í huga hennar um tíma meðan hún er að taka velgenginni sem eðlilegri og réttlátri umbun. Svei mér ef kattarskammirnar ná ekki að fjölga sér á árinu eða þá að einhver nýr íbúi fær landvistarleifi í Himnaríki fyrir miðsumarsnætur.

hjarta

Magga fer inní árið með frið í hjarta og leggur sig fram sem aldrei fyrr. Skólinn verður bara vinna og útkoman glæsilegri en hana hefur nokkurn tíma dreymt um. Völvan skynjar einnig atvinnutilboð sem birtist nokkru áður en skóla lýkur, en er ekki viss um hvort Magga taki því þar sem hún verður komin með sjálfstraustið í hæstu hæðir miðað við það sem verið hefur. Sköpun og meiri sköpun er það sem birtist og einhver list, sennilega auglýsingar frekar en málverk birtast hér sem ekki verður aðeins dáðst að heldur keypt og notuð. Löngun til frekari mennta gerir vart við sig áður en skólanum er lokið þar sem Magga er í raun löngu búin með skólann, en á bara efir að vinna þessi verkefni sem öll eru eins og fyrirfram sköpuð, en kalla bara á tíma og meiri tíma til að verða að veruleika. Smá bakslag (og þá meinar völvan bakverk) gerir vart við sig í enda mars mánaðar, en það er ekkert til að hafa áhyggjur af þar sem þar er bara verið að hnippa í og segja að búið sé að leggja meir en nóg í hlutina, því það verði ekki þess virði að reyna að fá meir en 10 í sumum fögunum í skólanum. Fjölskyldulífið blómstrar með vorinu hjá þessari kærleiksríku manneskju, sem þá fer óheft á vit ævintýranna.

picture3_376713

Völvu rekur næstum í roga stans er reynt er að tengjast inná þessa manneskju, því það er eins og allt sé baðað einhverju ljósi og árið framundan sé fullt af opnum dyrum sem val er um að ganga í gegnum. Völvan greinir stóra kærleikshurð, eins og hallarinngang, síðan er einhver atvinnuhurð og menntahurð þarna einnig. Þetta er þó eitthvað óljóst fyrir völvu, en greinilegt að árið verður ár tækifæra og uppbyggingar fyrir þessa heillandi og fallegu bloggveru. Líkt og prakkarinn þá mun Lísa vera hún sjálf og taka niður jólahúfuna snemma árs. Völva getur ekkert skýrt þetta frekar, en hér er bara velgengni, ást og kærleikur upp um alla veggi og einhverjir atvinnusigrar eða sjálfsmyndar sigrar einnig. Eina neikvæða sem völva skynjar hér er að Lísa verður pínu hrædd er jarðhræringar ganga yfir suðurhluta landsins snemma árs, líklega strax í janúar. En hér er ekkert að óttast, bara smá vakning um mikilfengleika náttúruaflanna.

 

Nú er orka bloggvölvunnar að fjara út og því verður þessi pistill ekki lengri þó nokkrir af bloggvinunum hafi ekki komið upp. Biður Völvan viðkomandi innilega fyrirgefningar á því og lofar að gera tilraun síðar verði eftir því óskað. Þá sem upp komu í orku völvunnar biður völvan einnig fyrirgefningar fyrirfram ef einhverjum kynni ekki að líka það sem sagt er eða ekki er sagt.

Bestu kveðjur frá bloggvölvunni 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahaha, algjör snilld. Takk fyrir þetta.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.12.2007 kl. 01:54

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk Guðríður .....  ég bjóst ekki við hrósi fyrir þetta uppátæki frá stjörnublaðamanninum og galdrahorns meistaranum sjálfurm  ...

Hólmgeir Karlsson, 29.12.2007 kl. 12:40

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 Þú ert nú meiri grallarinn. Ekki vissi ég að þú ættir þetta til.  Maður verður að fara að verja prakkaratitilinn í slíkri samkeppni.  Ég sé þig alveg fyrir mér þarna blautann og berrassaðann í kuldanum í transi, svo aðeins sést í augnhvíturnar.  Ætli maður verði ekki að fara að skrifa sögur eins og maður til að uppfylla spádóminn. Ekki getur maður gert þér það að láta þig flaska á þessu.

Ég fékk þessa vitrun á klónu. Ekki veit ég hvort það er harðlífi og hangiketsáti að kenna, en örskotstund, sortnaði manni fyrir augum og sá iðandi eldflugur og þá kom þetta.

Smámynd: Hólmgeir KarlssonHólmgeir mun byrja árið vel, fyrir utan eilítið kvef, sem hann hlaut fyrir skyggnigáfu sína. Hann mun fara vel hvíldur og fullur af elsku inn í árið eftir að synir hans hafa fyllt hann upp að brúnum af sínum kærleik, væntumþykju og faðmlögum.  Ólafur Ragnar mun hugleiða síðar á árinu að bæta einum lið við orðuveitingar sínar með pabbaorðunni, sem hann hyggst veita Hólmgeiri. Dorrit verður hinsvegar abbó og bannar honum það.  Jákvæðir orkustraumar alheimsins munu halda áfram að elta Hólmgeir uppi og lýsa tilveru hans og sonanna upp, svo enginn mun standa þeim á sporði hvað varðar nám og dugnað. Þeir munu þó miðla mestu af þessari jákvæðu orku til annarra.  Í lok árs sé ég Jólakonsert undirbúinn, þar sem loggvinir Hólmgeirs verða mættir til að hlýða á drengina hans taka hrífandi dúett á gítar og spila Jólakanónu Johanns Pachebel undir stjórn tónlistakennarans en Hólmgeir sér um playbakkið.   Einn áhorfenda mun bresta í grát af hrifningu og mun það koma fólki á óvart, þar sem hann er yfirleitt þekktur af jarðbundinni kaldhæðni og hrekkjum.  Þetta verður ár fögnuðar, gleði og sigra.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.12.2007 kl. 13:15

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

he he og TAKK fyrir spádóminn Jón  ... Fengur þar sem völvan skildi mig alveg útundan í þessu  ...  Góðir spádómar eiga að vera jákvæðir og kappsmál hvers og eins að láta þá rætast. Já ég vænti því kjarnmikillar ritunar í bloggheimum árið 2008   svo prakkaraspáin gangi eftir.

Óska þér alls hins besta á árinu 2008 kæri bloggvinur

Hólmgeir Karlsson, 29.12.2007 kl. 13:36

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jæts.. vona að þú sért búin að koma þér í leppana, en sitjir ekki enn blautur og kaldur fyrir framan skjáinn. Það munar ekki um það. ég verð að segja að ég hlýt að hafa eitthvað sett á bloggið hjá mér  sem ég man ekki eftir... lýsingarnar hjá þér eiga ansi hreint vel við pælingar hjá mér skal ég segja þér.

Þú setur þetta fram í gríni en svei mér þá ég held að það sé eitthvað til í þessu. Takk fyrir Hólmgeir minn. Knús í sveitina.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 22:01

6 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

ekkert að þakka Magna

Já ég er kominn í leppana Jóna og sit skjálfandi fyrir framan ímyndaðan arininn í stofunni og reyni að ná úr mér kvefinu sem prakkarinn spáði mér  ...
Öllu gríni fylgir nokkur alvara, það kenndi hann afi minn mér  ..

Hólmgeir Karlsson, 29.12.2007 kl. 22:16

7 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þú ert svo yndislegur... það er ekki af þér skafið... kærir bloggvinur... Takk kærlega fyrir hlí orð í minn garð... og hugsanir á árinu.... þú ert svo mikil perla ... perla sem er mjög sjalgæf og í raun endalaust hægt að dáðst að ...

Ég vil óska ykkur feðgum yndislegra áramóta og megi nýtt ár færa ykkur hamingju og gleði sem þið hafið ekki látið ykkur dreyma um...

KISKNÚS.... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 29.12.2007 kl. 22:38

8 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk sömuleiðis Magga  fyrir þína sterku kærleiksríku nærveru í bloggheimum á árinu sem er að líða.

Óska þér og þínum alls góðs á árinu 2008 sem ég veit að verður gott ár.

Ég sé árið 2008 mun bjartara en völva Vikunnar að þessu sinni, þó ég hafi lengst af hrifist af spádómum hennar. Árið 2008  verður vissulega dökkt í heimi fjármála og á hlutabréfamarkaði eins og hún lýsir, en það sem hún virðist ekki sjá er að þar eru tvær hliðar á málum. Árið verður ár þar sem réttlæti og þolinmæði uppskera ríkulega meðan þeir sem hafa ætlað hlutunum skemmri skýrn munu eiga erfiðari tíma. Þetta á við um misvitrar fjárfestingar og "markaðsbrellur" sem ekki ganga upp lengur eins og 2006 og fram á árið 2007. Það eina neikvæða við þetta er að gott og réttsýnt fólk verður í stórum stíl dregið með í hyldýpið þar sem eignir hverfa eins og dögg fyrir sólu í höndum þeirra sem ætluðu að skjóta sér snöggt á stjörnuhiminn viðskiptanna og töldu velgengni vísa ef þeir gerðu eins og stóru viðskiptajöfrarnir hafa gert. Munurinn er bara sá að menn eins og Jón Ásgeir, Björgólfur yngri og Magnús (Atlanta - Eimskip) verða áfram á réttum stað á réttum tíma með sínar fjárfestingar en fjöldinn sem hefur ætlað að feta í fótspor þeirra á lánsfé og spádómum einum falla í eigin gryfju.

Sama verður að segja um marga bankastrákana sem ætlað hafa að leika gömlu Kaupthings trikkin, sem bara virka ekki (eða virka öfugt) í fallandi markaði og einnig marga afkomutengdu forstjórana/stjórnendurna sem eru búnir að taka út fyrirfram hagnaðinn af væntingum sem aldrei ná að ganga eftir. Gleggsta dæmi þess verður 365 sem fer í gegnum algera kollsteypu á árinu, sem nánast jaðrar við þrot peningalega, stjórnunarlega og hugmyndalega séð. Í sjálfu sér ekkert við það að athuga annað en það að margir góðir og saklausir verða þeir sem þurfa að bera byrgðarnar.

Uff hvað er ég farinn að skrifa ..  .. hætti þessu hér með :)

Hólmgeir Karlsson, 29.12.2007 kl. 23:29

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo verður eldgos, eða tvö. Menn færðir til í ríkisstjórn. BB hættir og lögreglan fær ofanígjöf. Heilbrigðiskerfið lendir í alvarlegri kreppu síðla árs og Vogur, sér fram á lokun. Mikið verður rætt um aðkomu trúfélaga að lækningum og reglur og eftirlit hert til muna.  Gjaldþrotabylgja hellist yfir með haustinu og er þar um einstaklinga mest að ræða og lítil framleiðslufyrirtæki.  Lögreglan fær ofanígjöf fyrir óhóflega valdbeitingu bruðl og skort á fagmennsku.  Persónuvernd verður hitamál.  Glæpir og útlendingar verður eldfimt mál eftir hörmuleg mál. Stór fyrirtæki koma hér með vistvænann rekstur, sem mun styrkja landsbyggðina.  Hneykslismál verða nokkur á fjármálamarkaði og þá aðallega í tengslum við spillingu stjórnmálamanna.

Peningaplokk trúsöfnuða kemur til umræðu og deilur verða milli ríkiskirkju og sjálfstæðra söfnuða. Siðmenntarmenn munu hrósa sigri við aðskilnað trúboðs og skóla og sátt nást í þeim efnum. Aðskilnaður ríkis og kirkju verður ræddur en ekki framkvæmdur þetta árið.  Krafa verrður gerð um að Kirkjan breyti vinnubrögðum sínum og sníði sér stakk eftir vexti, eftir mikil átök á kirkjuþingi.  Stórt áfall verður í virkjanaálum og áformum, vegna falsaðra niðurstaða og náttúruhamfara.  Múturmál stórra auðhringa, kemur upp.  Þverpólitískt vantraust mun ríkja á ríkistjórn landsins.  Deilur verða um stefnumótun í hópi feminista og töluverðar uppstokkanir þar og sjálfskoðun.  Eitthvað óvænt og stórt happ mun henda íslendinga, sem mun hafa jákvæð áhrif til frambúðar í efnahagsmálum.

Need I say more? 

Jón Steinar Ragnarsson, 30.12.2007 kl. 00:00

10 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

No you do not need to say more dear prakkari :) just wait and see things happen ... ones ore twice

Hólmgeir Karlsson, 30.12.2007 kl. 00:15

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég var að lesa spá bloggvölvunnar fyrir Bretann. Hann veit því núna að hann á ekki von á góðu, fyrstu mánuði ársins

Jóna Á. Gísladóttir, 30.12.2007 kl. 02:48

13 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

OMG! Jóna,... 02:48 ... vona að þið hafið ekki verið andvaka yfir spánni  ..

Hólmgeir Karlsson, 30.12.2007 kl. 13:04

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Frábært !!! flott völva ertu hólmgeir

Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár

Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.

Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.

AlheimsKærleikur til þín

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:12

15 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Vá hvað þetta er skemmtilegt....Ég set á þig stimpilinn bloggari ársins 2007....og örugglega 2008...Þetta er alvöru ...Vikan hvað ?

Júlíus Garðar Júlíusson, 31.12.2007 kl. 10:28

16 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Meiriháttar spár hjá þér! Þú hlýtur að vera ófreskur maður eins og þeir segja í Ólafsfirðinum. Hjartans þakkir fyrir þetta og allt gamalt. Við þurfum að minnsta kosti að láta þá spá rætast að fá okkur dreitil einhvers staðar. Þó helst ekki á Teríunni. Þar er nú einungis framreiddur morgunverður fyrir túrista auk þess sem stöku erfiðisdrykkja á sér þar stað.

Svavar Alfreð Jónsson, 2.1.2008 kl. 22:34

17 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir kveðjurnar kæru vinir   ... knús til ykkar allra

p.s. spádómarnir halda bara áfram að rætast: prakkarinn búinn að taka niður húfuna og presturinn búinn að íja að kaffihúsaferð. Er ekki lífið indislegt

Hólmgeir Karlsson, 3.1.2008 kl. 21:19

18 identicon

 hvað segir maður eftir svona spá?  koss og knús til völvunnar góðu.. mega allar þínar spár rætast

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 19:31

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Frábært hjá þér Hólmgeir. Meirháttar frábært reyndar.

Heiða Þórðar, 27.1.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband