Skólinn kominn á fullt og minna bloggað

Jæja þá er ég víst kominn á kaf í skólanámið mitt við háskólann í Liverpool á ný og nú á 9. og síðustu önnina (törnina) sem lýkur um miðjan nóvember og þá verður bara eitt stk. mastersritgerð eftir.

Ótrúlegt að hugsa til þess nú að þetta sé svona langt komið, því mér finnst ég bara vera ný byrjaður á þessu ævintýri, en það verða víst orðin þrjú ár í nóvember frá því ég lagði af stað.

Núna er viðfangsefnið "Corporate Strategy" and Crafting and Executing Strategy, the quest for Competitve Advantage, sem er náttúrulega bara skemmtilegt ef maður hefur áhuga á rekstri og stjórnun á annað borð Wink ...

Fyrsta bók sem ég las um mikilvægi þess að hafa stefnu og markmið til að vinna eftir var bókin um hana Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll, bók sem margir hafa vitnað til ....

já og Liverpool er þar engin undantekning því þar þekkja menn líka söguna af vandræðum Lísu þegar hún spurði kattarskömmina til vegar ...

"Would you tell me, please, which way I ought to go from here?"
"That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat.
"I don’t much care where… " said Alice.
"Then it doesn't matter which way you go", said the Cat.

Það verður því líklega lítið bloggað á næstunni því mest af lausum tíma fer í þetta svona utan vinnu og heimilsstarfa ... allavega ..

Bið ykkur að verða ekki sár kæru bloggvinir þó ég verði líka lélegur í kommentunum á næstunni

BROS og KNÚS til ykkar allra :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gangi þér vel Hólmgeir minn. Dont be a stranger

Jóna Á. Gísladóttir, 1.10.2007 kl. 23:49

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk bloggenglarnir ykkar Magna og Jóna  ...

Hólmgeir Karlsson, 2.10.2007 kl. 00:01

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þér er fyrirgefið allt... það verður bara gaman að fylgjast með þér klára þetta með glans. Því að ég hef ekki trú á öðru en að þér takist þetta með sæmd. 

Gangi þér bara allt í haginn með þetta og farðu vel með þig.

Ritknús og styrktarstraumar. 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 2.10.2007 kl. 20:53

4 identicon

Hæ elsku frændi minn,

Bros og knús á lokasprettinum!! Já, skrítið hvað maður er fljótur að klára þessi háskóla ár þó það virðist í upphafi heillangur tími. Sniðug tengingin þín við Lísu í Undralandi ;)

Krúsídúllur nýju fjölskyldumeðlimirnir :) Ekki amalegt að sjá nýtt líf kvikna svona á haustdögunum.

Gangi þér vel!! Við sjáumst,

Ragga frænka

Ragnheiður Diljá (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 12:11

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér bara rosalega vel !

góða helgi

AlheimsLjós til þín 

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 09:27

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Samkenndarkveðjur...er einmitt þessa dagana að setja saman nokkur þúsund orða ritgerð sem ég þarf að skutla svo upp til Oxford um miðjan mánuðinn. Smá eftirhretur eftir masternámið mitt en það þýðir líka að ég er endanlega útskrifuð með mínar gráður í lok mánaðar. Þetta er bráðskemmtilegt að takast á við svona á miðjum aldri...Gangi þér bara rosalega vel með allt .

Munum sakna þín en skiljum alveg að stundum þarf maður að forgangsraða og rífa bloggið úr fyrsta sætinu

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 09:35

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir hlýjar kveðjur :):):):)

Hólmgeir Karlsson, 7.10.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband