30.9.2007 | 00:00
Drykkjuskapur í flugi getur verið dauðans alvara
Öll vitum við að ekkert vit er að keyra ef áfengi hefur verið haft um hönd, hvað þá að láta okkur detta í hug að fljúga. Það dytti heldur vafalaust engum í hug nema mönnum, eða hvað?
Þessi þröstur í garðinum mínum, sem ég kalla Jónu til aðgreiningar frá öðrum, fékk þó að reyna það hversu hættulegt það er að fá sér neðan í því á flugi.
Hjá þeim er nú sannkölluð "októberfest" þar sem þeir rífa í sig gerjuð berin af reynitrjánum í garðinum og fljúga svo um allt eins og stjórnlausar smáflugvélar.
Svo mikill er hamagangurinn að varasamt getur verið að vera nálægt þeim því þeir fljúga bókstaflega á mann ef maður ekki passar sig.
Þessi kall fékk sér einum of og ....
flugferðin endaði ekki vel. Vinurinn flaug beint á einn gluggann á húsinu og brotlenti svo á pallinum.
Ég hélt fyrst að þetta væri hans síðasta flugferð, en eftir lífgunartilraunir, ofurlitla heilun og læknismeðferð fór hann að bæra á sér aftur.
Það var þó ekki fyrr en eftir um tvo tíma sem vinurinn var búinn að jafna sig nóg og láta renna af sér að hann komst á loft á ný.
Því segi ég "Eftir einn ei aki neinn" og ekki láta ykkur detta í hug að fara að fljúga ..
Athugasemdir
frábær frásögn og myndirnar með.
við sjáum þetta svo vel hérna í danmörku með vespurnar þegar þær verða fullar, þá eru þær hættulegar.
Fallegan sunnudag til þin
AlheimsLjós til þín líka
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 06:31
Drunk and flying og eina nafnið sem þér dettur í hug er Jóna. Veit ekki hvort ég á að taka þetta til mín og þá vera a) stolt og hreykin eða b) hmmmm...
Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 13:33
Æ þetta bara gerðist Jóna, þetta með nafnið .... ég var nýbúinn að lesa bloggið þitt um innflutningspartíið í "flug" herbúðunum .. ...
Þú átt að vera stolt af nöfnu þinni, NO DOUBT ... er ekki líka sagt að öll athygli sé betri en engin, he he ...
Hólmgeir Karlsson, 30.9.2007 kl. 14:04
Ekki spurning. Ég er þakklát fyrir alla athygli.. góða og slæma
Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 21:55
Skemmtileg frásögn og umhugsunar verð þótt að maður sé ekki þeim eiginleikum búinn að fluga... hver veit nema að því komi einhvern tímann... en alltaf jafn gaman að lesa skrifin þín... kveðja Magga
Margrét Ingibjörg Lindquist, 30.9.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.