16.9.2007 | 20:24
Astrópía - Ragnhildur Steinunn - og maðurinn á bakvið tjöldin
Fórum í bíó í dag feðgarnir og sáum Astrópíu, mynd sem kom skemmtilega á óvart. Ætla svo sem ekki að reyna að halda fram að myndin sé neitt listrænt meistarastykki en myndin er skemmtilega gerð og hugmyndin vel útfærð í því hvernig flakkað er milli raunveruleikans og hugarheims hlutverkaleikjanna með hetjuljóma.
Auðvitað góndum við allir á hana Ragnhildi Steinunni sem var alveg yndisleg í myndinni ekki síður en í Kastljóss þáttunum. Við lifðum okkur inní myndina og börðumst við dreka og óargadýr í huganum til að hjálpa henni Hildi (Ragnhildi Steinunni) til sigurs:)
Leikur hennar var líka mjög sannfærandi og á stóran þátt í að gera myndina að því ævintýri sem maður var leiddur inní. Gaman að sjá hve hæfileikarík hún er á þessu sviði líka. Er viss um að hún á eftir að láta að sér kveða enn meir í framtíðinni.
Að öðrum leikurum ólöstuðum þá átti "feimni ástarsöguþýðandinn og danskennarinn" stórgóðan leik og Sveppi var líka alveg óborganlegur "nörd".
Það sem gerði þessa bíóferð enn betri var að hann Maggi sýningastjóri "maðurinn á bakvið tjöldin" var búinn að bjóða okkur í auka ævintýraferð í sýningarklefann fyrir sýningu. Þar fengu strákarnir að handleika risafilmurnar og heyra allt um það sem gerist baksviðs í bíóinu. Þar fer mikill öðlingur sem ekki leiðist að fræða ungu kynslóðina.
Mæli eindregið með þessari mynd því hún er reglulega skemmtileg ævintýramynd.
Bros í bloggheima :)
Athugasemdir
Gaman fyrir strákana að fá svona sér treatment. Ragnhildur tók einu sinni viðtal við mig út af Þeim Einhverfa og hún er fallegri og meira sjarmerandi í eigin persónu... ef það er þá possible.
Gott að þið fyrirmyndar-feðgar skemmtuð ykkur vel
Jóna Á. Gísladóttir, 16.9.2007 kl. 22:10
Hæ og takk Jóna, já við skemmtum okkur vel :)
Trúi því að hún Ragnhildur hafi enn meiri sjarma í eigin persónu .... en á hvaða skala á að mæla þá fegurð, he he .... fegurð sem sprengir öll mörk þó hún sé bara á hvíta tjaldinu ...
Hólmgeir Karlsson, 16.9.2007 kl. 22:18
kannski kaupi ég þessa mynd í einni heimferðinni til íslands, þegar hún er komin á dvd !
elska að sjá íslenska myndir !
fékk um daginn lánaða á bókasafni hérna í DK engla alheimsins, það var gaman !
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 07:23
Innlitskvitt...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 20.9.2007 kl. 21:56
Vona að ég nái að sjá hana í bíó......
kveðja
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.