The World of Blondies

I just wonder, are we all living in a perfect world of blondies!? þar sem ekkert má nema það sé sérstaklega leift með lögum eða reglum. Ekkert er hægt að gera nema til sé verklagsregla um hvernig eigi eða megi gera það ....  og bara svona til öryggis eftir síðustu færslu mína þá á ég bara við "að framkvæma eitthvað" með orðunum "gera það" skiljið Tounge ... ekkert meira spennandi en það.

En málið er að ég keypti mér draumaryksuguna í gær sem getur ryksugað vatn og ryk og drullu allt í einu án þess að verða ónýt, ryksugan sem mig hefur alltaf langað í til að þrífa bílana og bílskúrinn.

Til að gera nú allt rétt þá settist ég niður með þykka bók sem fylgdi ryksugunni á öllum hugsanlegum tungumálum .... (vitandi það að þetta er textinn sem hjálpar tryggingafélögunum að komast hjá að borga ef einhver gerir eitthvað öðruvísin en sagt hefur verið að megi) Smáa letrið skiljið ...

Það eina merkilega sem ég fann í bókinni og virtist skipta máli við notkun ryksugunnar var eftirfarandi texti:

Switching On and Off
PAS 11-21/PAS 12-27
To start the machine, set the On/Off switch 1 to I.
To switch off the machine, set the On/Off switch 1 to 0.
PAS 12-27 F:
To start the machine, set the operating mode switch 1 to I.
To switch off the machine, set the operating mode switch 1 to 0.

Eftir að hafa gengið úr skugga um hvort mín ryksuga væri PAS 11-21, PAS 12-27 eða PAS 12-27- F sem er gríðarlega þýðingarmikið því þær eru alveg eins nema með misstórum "ruslabelg" þá taldi ég mig líka fullvissan um hvort mín væri með "On/Off switch" eða "operating mode switch" ... og já ég afréð að ýta á eina takkann á ryksugunni og viti menn hún fór í gang :)

Veit þetta er ekki skemmtilegur texti, en ég fór bara að spyrja sjálfan mig hvað við gætum gengið langt í vitleysunni með allt dótið og draslið í kringum okkur með "manúölum" um allt og ekkert. Í þessum er meira að segja sérstakur kafli um hvað má ekki gera við rafmagnssnúruna ef búið er að klippa tengilinn af henni, yndislegt :) og sér kafli um snúrulausan tengilinn ..

Eini manúalinn sem ég sakna í þessu lífi er "Owners Manual" sem hefði átt að fylgja mér þegar ég kom í heiminn, he he .. LoL .. en nú ætla ég bara að fara að ryksuga bílana :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég þyrfti greiningu þegar kemur að svona handbókum. Um leið og ég opna þær verð ég greindarskert með athyglisbrest á háu stigi.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband