Say cheese ...

Veit ekki alveg hvað ég er búinn að koma mér útí Blush ...  Þegar maður er allt í einu farinn að hafa smá tíma fyrir sjálfan sig til að anda þá poppa alltaf upp einhver spennandi verkefni og marrrr bara segir ekki nei Frown ...  eða gerir maður það?

Ostur og músEn ég er sem sagt búinn að játast inná að taka þátt í samnorrænu verkefni um ostagerð í smáum stíl, "Småskaliga ost produktion". Verkefnið er að þróa öruggar aðferðir við framleiðslu osta í smáum stíl heima á bóndabæjum, en slíkt er þekkt víða um heim en nokkuð sem ekki á sér mikla sögu hér á landi, nema hvað forfeður okkar gerðu bara það sem þurfti að gera.

Félag landsbyggðavina í Reykjavík er formlegur aðili að verkefninu fyrir Íslands hönd en hafa leitað til mín um að vera faglegur ráðgjafi verkefnisins. Önnur aðildarlönd eru Noregur og Svíþjóð. Ég gat ekki sagt nei því það að þróa og hanna vörur úr mjólk er bara partur af lífi mínu, þó ég sé hættur að vinna fyrir mjólkuriðnaðinn.
Æ þett' erbara svona, ef maður hefur einhvertíma helgað sig einhverju...

Ostur 2Ég er viss um að þetta getur orðið mjög gaman, því fátt væri skemmtilegra en ef maður gæti stuðlað að því að gera slíka framleiðslu öruggari og ekki síður ef tækist að ýta undir áhuga einhverra hér heima á að fara út í slíka framleiðslu í kjölfarið. Ostur er eins og vín, partur af menningu og upplifun og gæti því orðið hluti af því að glæða ferðamennskuna hér enn frekar, enda þegar kominn vísir að ýmsu spennandi í svona "local food" eins og það heitir á fína málinu :)

Svo er ég líka búinn að plata einn góðan fjölskylduvin hana Beate Stormo til að koma inní þetta líka, en hún hefur verið að fikra sig áfram með svona handverksframleiðslu.

Segi meir af þessu síðar og BROS og góða nótt í bloggheima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Ég skal vera með líka... ef þú villt... ég skal hanna allavega umbúiðr ef þið viljið... en hefði gaman að því að sjá og fá að vera með... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 30.8.2007 kl. 08:53

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Aldrei of mikið til af góðum ostum. Mjög spennandi verkefni sem þér hefur tekist á hendur þarna. Til hamingju með það Hólmgeir minn.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 13:44

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk Magga :)  gott að vita af því ef við förum svo langt að fullhanna vöru í umbúðum. Veit þú yrðir ekki í vanda með þann þátt.

Satt Jóna, það aldrei of mikið af góðum ostum, takk :)

Hólmgeir Karlsson, 30.8.2007 kl. 18:07

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

takk Magna  og góða nótt

Hólmgeir Karlsson, 30.8.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband