Virkjunarframkvæmdir hafnar án umhverfismats

Í dag hófust umfangsmiklar jarðvegsframkvæmdir við gerð stíflumannvirkis virkjunarinnar neðan Stóra kletts. Framkvæmdaaðilar voru glaðbeittir og var mikill kraftur settur í verkið frá fyrstu stund. Þeir tjáðu bloggritara að til álita hefði komið að óska umhverfismats á framkvæmdunum, en féllu þó frá því eftir að hafa lesið um það á vef umhverfisstofnunar hve flókið það ferli væri og tímafrekt.

Mynd271    Copy 1 of Mynd270

Ýtarleg grein hefur verið gerð fyrir þessum virkjanaáformum áður hér á bloggsíðunni og gætti þá nokkurrar undrunar og gagnrýni í garð framkvæmdaaðila. Þeir hafa þó ekki látið það á sig fá og telja að um vissan misskilning hafi verið að ræða af hálfu verndarsinna og að þeir hafi þar farið nokkuð geyst af stað í gagnrýni sinni. Telja þeir jafnframt að hér sé um þjóðhagslega hagkvæma einingu að ræða sem muni skila ávöxtun mjög hratt og áhrif á umhverfi verði fremur jákvæð en neikvæð. Þessu til stuðnings nefna þeir að búast megi við að fuglalíf eflist á svæðinu með tilkomu stíflunnar.

Hér má finna tengdar greinar um virkjanaáformin:

http://hk.blog.is/blog/hk/entry/194590/

http://hk.blog.is/blog/hk/entry/196603/ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er greinilegt að sköpunargleðin ræður ríkjum hjá þessum verkamönnum

Jóna Á. Gísladóttir, 28.7.2007 kl. 15:51

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já Jóna það vantar ekkert á sköpunargleðina :)

Hólmgeir Karlsson, 28.7.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband