4 dagar eftir ....

Já nú eru 4 dagar eftir af þessari skólatörn minni við Liverpool og þá kemur sumarið hjá mér og enginn skóli aftur fyrr en í september. Held stundum að ég sé galinn að leggja þetta á mig, en svo fullvissa ég mig alltaf um að þetta eigi eftir að skila sér .....  og já ég er reyndar alveg viss um það, því góð menntun er besta fjárfesting sem maður getur valið sér í dag fyrir utan auðvitað að vera góður við sjálfan sig og sína :)

Picture 012

Ég er stundum spurður að því hvernig þetta sé hægt? að vera í fullri vinnu, með tvo fríska stráka og svo í fullu námi á netinu .... ég á raunar ekkert betra svar en að þetta er það sem ég hef valið að einbeita mér að núna, en ekki eitthvað annað ....

... ég drekk ekki bjór og horfi ekki á boltaíþróttir í sjónvarpi ....  þannig að já þetta er ekkert mál, ég hef nógan tíma meðan forgangsröðunin er í lagi ... (strákarnir > vinnan > skólinn > ég)


Held ég sé búinn að telja nægan kjark í mig núna til að klára þessa síðustu 4 sólarhringa líka, he he ...

Picture 008Hjólið, tákn frelsisins, bíður við bakdyrnar á húsinu tilbúið þegar ég ýti á ENTER eftir síðasta verkefnið mitt á miðvikudagskvöldið kemur ...

p.s. blómið er úr garðinum mínum,... það brosti framan í mig áðan og sagði mér að hunskast til að halda áfram að læra, því sumarið kæmi til mín á miðvikudag um miðnætti ....

BROS í bloggheima Wink ...
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það rétta væri Hólmgeir minn: Strákarnir/ég - ég/vinnan - ég/skólinn - ég og strákarnir.

En... þetta er víst ekki svo auðvelt. Knus og klem til þín og strákanna og ég mun hugsa til þín á miðvikudaginn þegar ég horfi á Medium

Jóna Á. Gísladóttir, 23.6.2007 kl. 19:12

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

''ég'' er í þessu tilfelli þú

Jóna Á. Gísladóttir, 23.6.2007 kl. 19:12

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

æi takk fyrir Jóna ... gott þetta með "ég/þú" svona til að fyrirbyggja allan misskilning, því hver veit nema S&H lesi þetta, he he ....  eða þá Bretinn  ...

.. en að alvörunni, þá er þetta allt í lagi, því þegar ég er góður við strákana og hugsa um þá þá er ég í raun að sinna sjálfurm mér líka, ég og vinnan fer líka vel saman því mér finnst "ótrúlega" gaman í vinnunni,..  skólinn er ekkert leiðinlegur heldur, en stundum er maður samt að springa á limminu ... og þá skrifar maður svona UPPHRÓPUNAR blogg til að fá samúð og hjálp hjá öðrum  ... og það hjálpar ótrúlega .... ekkert þreyttur lengur, enda bara 4 dagar eftir

Hólmgeir Karlsson, 23.6.2007 kl. 19:22

4 identicon

Hólmgeir...ÞÚ ERT HETJA!!!

Ragnheiður Diljá (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 21:07

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Takk fyrir hvatninguna kæru bloggvinir, kemur sér vel  ... Virkar sem vítamín á sálina sem drífur hitt "dótið" áfram í mark, he he ...

Hólmgeir Karlsson, 24.6.2007 kl. 00:31

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Við nennum nú ekki að vera á síðum séð og heyrt.... ég og þú

Jóna Á. Gísladóttir, 24.6.2007 kl. 02:44

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hólmgeir minn. Hvernig gengur? Ertu ekki duglegur strákur?

Jóna Á. Gísladóttir, 27.6.2007 kl. 15:47

8 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Jú, jú duglegur strákur :) og takk fyrir að spyrja Jóna. Þetta er allt að hafast, er að vinna í síðustu verkefnunum mínum sem ég skila í kvöld :)

Hólmgeir Karlsson, 27.6.2007 kl. 17:50

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

skammast'ín Hólmgeir. Hvað ertu þá að gera inn á blogginu!"?

Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 00:00

10 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Æ... Jóna ... ég bara kíkti smá til að fylla á batteríin fyrir síðustu lotuna, he he ...
En nú er ég búinn að ýta á ENTER, síðasta verkefnið komið á borðið "in the virtual classroom of University of Liverpool"
Bros og góða nótt í Bloggheima, því nú ætla ég að fara að sofa og sofa þangað til ég vakna á morgun:)

Hólmgeir Karlsson, 28.6.2007 kl. 01:47

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með þetta.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 13:21

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jahérna mig hér......ekki vantar í þig dugnaðinn. Haltu haus í smá tíma í viðbót og svo voila....sumarið komið í allri sinni dýrð!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.6.2007 kl. 22:31

13 identicon

Mikið rosalega ertu duglegur!! Lýt upp til þín með fullri virðingu. Veit að þú massar þetta. Þú ert ekki týpan sem gefst upp á lokasprettinum Nafna mín bíður spennt eftir að fá að losa um hömlur sínar og þínar í sumarfríinu. Njóttu þess þegar þar að kemur!!!

koss og kveðja

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband