Slökun og spenna

Var að koma heim úr 2 tíma hressingarrúnt á hjólinu mínu henni Kleópötru appelsínugulu drottningunni. Það var ekkert smá hressandi þar sem ég var búinn að liggja yfir náminu mínu frá því ég kom heim úr vinnu í gær og orðinn alveg "steiktur". Kleópatra

Fór í "Batmangallann" og stökk af stað þegar ég var búinn að skila af mér verkefnum dagsins. Enda einn heima og ekkert mál heldur Joyful ...

Það er ótrúlega góð tilfinning að vera útí í náttúrunni með svona leikfélaga seint að kvöldi þar sem ekkert kemst að nema leikur, spenna og slökun um leið.

Um leið og maður skiptir streitunni út fyrir notarlega þreytu í skrokkinn fer sálin á algjört gleðitripp í frelsi og leikaraskap. Hollur vímugjafi :) no doubt!

Nú fer ég þreyttur að sofa Sleeping  Bros og góða nótt í bloggheima ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hélt að þú hefðir verið í 2 tíma reiðhjólatúr og dáðist að þér... þangað til ég opnaði bloggið og sá myndina af Kleópötru. Þá hætti ég að dást að þér og fór að öfunda þig. Góðan daginn annars Hólmgeir minn. Ég er viss um að þú hefur sofið eins og ungabarn í nótt.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.6.2007 kl. 12:35

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já vaknaði með bros á vör og endurnærður til að hella mér í skólapuðið aftur. Það besta við að vera á svona hjóli er að það tekur ekkert minna á að hemja svona viljugan grip en að "brölta" áfram á reiðhjóli, he he ..

Hólmgeir Karlsson, 10.6.2007 kl. 14:27

3 identicon

bið að heilsa nöfnunni minni og vona svo innilega að hún sé að standa sig

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband