16.4.2007 | 20:44
Davíð talar niður krónuna
Það er svolítið kúnstugt að fylgjast með því þessa dagana að Davíð virðist nota hvert tækifæri sem gefst til að tala örlítið niður gengi krónunnar. Ekki það að ég er honum hjártanlega sammála að allar líkur eru á að gengi krónunnar fari að veikjast og muni falla talsvert, enda hefur hún verið of hátt skráð lengi. Það kúnstuga er að á sama tíma berst sjálfstæðisflokkurinn við að halda því fram að allt sé í himna lagi og engin veikleikamerki í gangi. Samkvæmt Glitni styrktist krónan um 0,21% í dag. Það var þó fyrst og fremst vegna viðskipta bankanna sjálfra, svo spyrja má hver er að stjórna hverjum í hagstjórninni.
Eins og kom fram í frétt á mbl í gær sagði Davíð "að þegar litið sé til sögulegs samhengis og viðskiptahalla sé líklegt að gengi krónunnar muni lækka fyrr eða síðar". Þetta sagði hann við blaðamenn Bloomberg.com en viðtalið var tekið í tengslum við vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem lauk í Washington í gær. Orð seðlabankastjóra á slíkum vettvangi vega þungt og ein og sér nægjanleg til að minnka tiltrú fjárfesta á krónuna og setja rúllettuna í gang.
Á heimasíðu Seðlabankans er einnig að finna varnaðarorð seðlabankastjórans gagnvart gengi krónunnar, en í ræðu sinni á ársfundi bankans nýverið segir hann meðal annars að "óvissa um gengið stafar m.a. af miklum viðskiptahalla auk þess sem það getur hæglega ráðist af þáttum sem við höfum ekkert með að gera, svo nátengt sem íslenskt fjármálakerfi er orðið því alþjóðlega".
Sem sagt íslenskt og erlent fjármálakerfi eru óvissuþættir sem Seðlabankinn þarf að kljást við í tilraunum sínum til að halda um hagstjórnartaumana og berja niður verðbólguna. Hver stjórnar fjármálakerfinu? (bönkunum) og hvaða hagsmunir munu vega þyngst á kosningavori?
Ég trúi Davíð og ætla allavega ekki að taka erlend lán sjálfur fyrr en krónan hefur veikst "obbolítið" og gengisvísitalan kominn með heilbrigð langtímaeinkenni.
Kannski pínu "ljótt" af mér að skrifa þetta, en mér finnst þetta bara "doldið" skrítið að menn séu ekki að ganga allmennilega í takt.
Athugasemdir
Hér er maður með faglegan bakgrunn, sem bendir á vaxtar og gengisblekkinguna. Mæli með blogginu hans.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.