Lítið bloggað eða dreymdi mig það bara!?

Já ég hef víst lítið sett á bloggið mitt síðustu dagana, enda upptekinn við að læra að "hjóla" á ný. HRIKALEGA GAMAN, belive it or not ;)   .... og búinn að fjárfesta í hjálm og allskonar öryggisgræjum og galla. Lít út eins og Batman í öllu dressinu LoL ..

En ég hef þó ekki verið alveg laus við bloggunaráráttu um Páskana því ég tók uppá því að stofna nýtt blogg sem ég tileinka draumum, sem flokkast í hóp áhugamálanna minna.

Hef ekkert merkt mér það blogg sérstaklega, en segi ykkur í bloggvinahópnum frá þessu svona ef ske kynni að þið væruð til í að segja mér hvort þetta sé eitthvert vit eða ekki. Svo kemur í ljós hvesu duglegur ég verð við að halda þessu áfram, he he ...  og bestu kveðjur í bloggheima Cool ...

Nýja bloggið mitt er http://draumar.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Barðason

Hjóla, já... eitt af því sem ég hef alltaf ætlað að læra upp á nýtt! Gott hjá þér, félagi. Í sumar fer ég með familíunni til Hollands og þá læt ég líklega loksins verða af því að bregða mér á bak hjólhesti eftir "nokkurt" hlé. Tíðar Danmerkurferðir síðustu áratugi hafa ekki dugað, en vonandi tekst Hollendingum það sem Dönum tókst ekki - að koma mér á bak!

Helgi Már Barðason, 10.4.2007 kl. 21:50

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

óó... ég skal viðurkenna að ég öfunda þig af þínu nýfengna frelsi... og ég skoalveg hvernig þessi batman tilfing er.... hehehe... bara æði... Enda verður að vera vel vaarinn og nýlega búið að setja lög um öryggis fatnað mótorhjólamanna... og hversu unga farðega má taka með... Drauma vefurinn þinn er gott framtak en hef ekki gefið mér tíma í að lesa hann.. en ég trúi því og veit að draumar eru miklu djúpstæðari og merkilegriupplifun en flestir vilja vera að láta...Þannig að keep op the good work...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 11.4.2007 kl. 08:45

3 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Ánægður með þig með hjálminn....Allir með hjálm.

Júlíus Garðar Júlíusson, 11.4.2007 kl. 15:02

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Djöfull þarf ég að taka þig til fyrirmyndar kæri vin.  Blóðið er að súrna í æðum mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2007 kl. 20:14

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Láttu verða af því kæri Jón, það er aldrei of seint að fara að leika sér aftur :) ....  þetta er svo ótrúlega gaman ...

Hólmgeir Karlsson, 11.4.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband