17.2.2007 | 10:55
Er þetta "hlutlægt" eða hvað
Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég les eitthvað þessu líkt. Hvað fær fólk til að minnast slíkra hörmungaratburða með þessum hætti..... ótrúlegt að einhver vilji eiga slíkan hlut, hvað þá að borga rúmar 200 milljónir fyrir. Hefði frekar skilið þetta ef þetta hefði verið einhver hlutur tengdur fórnarlambinu, forsetanum, í þessu tilviki ,.... Hlutir geta geymt minningar, sögu og jafnvel tilfinningar, en Það getur ekkert gott fylgt þessum glugga svo mikið er víst ...
Hvað myndu "dauðans dyr" kosta á e-bay ef þær væru til sölu ... ég myndi ekki bjóða í þær,... en spurning þó hvort ég tæki ekki eitthvað af sparisjóðnum mínum ef "Gullna hliðið" væri til sölu :)
Kannski er ég "hlutlægur" eða liggur eitthvað annað í hlutunum en ég sé!?
![]() |
Gluggi sem tengist Kennedymorði seldist á 202 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú ekki sama, gluggi eða gluggi. Verðið á þessum gæti smáhækkað þar til hann verður tjah, who knows.
Svo er allt hitt draslið eftir. Byssan, dekkin af bílnum... Skil annars ekkert í þessum húseigendum að selja gluggann. Af hverju mátti hann ekki bara vera þarna?
En talandi um hvort nokkuð gott fylgi glugganum, vandamálin komast varla í nákvisti við Windows stýrikerfið.
Ólafur Þórðarson, 17.2.2007 kl. 22:12
Glugga-vandamál eða typical "Windows problems",.... já sagan gerir bara grín að okkur .... hummm hafði ekki hugleitt það
Hólmgeir Karlsson, 17.2.2007 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.