30.1.2007 | 13:28
Lélegur fréttaflutningur
Hvenær kemur að því að farið verður að fjalla um verð á innlendum matvörum og verslun hér í landinu af einhverri sanngirni. Það er bara ekki hægt að slíta verð á matvöru úr samhengi við allt annað. Ætli þeir sem gera þessa úttekt væru til í að þiggja Spænsk laun fyrir... ? til dæmis ..
Ef bera á saman lífskjör fólks milli landa þá verður að skoða hverjar ráðstöfunartekjur þess eru. Síðan má velta fyrir sér hversu stór hluti tekna fer í að kaupa þessi tilteknu matvæli. Með því fæst miklu raunhæfari samanburður en með því að senda "einhverja fréttamenn" út í búð til að versla.
Á íslandi fara 13,58% af heildarútgjöldum heimilanna til kaupa á mat, en á spáni 16,00%.
þannig að matarverðið er hlutfallslega hærra á Spáni.
Hlutfallstölurnar frá Spáni eru að vísu frá 2003, en okkar jan 2007.
Hér var hlutfallið 15,5% jan 2003 og hefur því lækkað skarpt síðan.
Læt hér fylgja "tengil" á Spænsku neysluverðsvísitöluna. Treysti ykkur til að finna þá Íslensku á vefnum
http://www.laposte-export-solutions.co.uk/observez.php/spain/consumption-trend.html
Matarkarfan 170% dýrari á Íslandi en á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
,,Ætli þeir sem gera þessa úttekt væru til í að þiggja Spænsk laun fyrir... ?"
Hehe, góður punktur held að þetta sé hárrétt hjá þér. Kveðja. Ólafur.
Ólafur (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 13:43
Mikið rétt Hólmgeir, mikið rétt! Geisladiskar eru 50% dýrari á Íslandi en í Bretlandi, gallabuxur eru sjálfsagt 170% dýrari á Íslandi en í Bandaríkjunum..... en þetta er víst allt landbúnaðinum að kenna, eða það gæti maður haldið miðað við fréttaflutninginn.
Hilmar Vilberg Gylfason (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 14:04
Frábær pæling hjá þér eins og allar hinar.
Kveðja frá Hansa og co.
Hans (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 14:32
Þakka viðbrögð Ólafur og Hilmar. Já mér finnst sjálfum þessi gamla klisja að kenna landbúnaðinum um vera orðin ansi lúin :)
Hólmgeir Karlsson, 30.1.2007 kl. 15:10
Takk Hansi :) og bið að heilsa í Danmörkina
Hólmgeir Karlsson, 30.1.2007 kl. 19:57
Já þetta eru góðir punktar hjá þér nú ertu farinn að skrifa eitthvað af viti he he
Dúnna (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 11:37
Takk fyrir innlitið Dúnna,.... "eitthvað af viti" úbs! já enda er ég með flensu núna ... he he, en verð bráðum svona á ný
Hólmgeir Karlsson, 31.1.2007 kl. 16:31
láttu þér batna...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 2.2.2007 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.